22.2.2011 | 08:39
Hækkun á bensíni, hækkun á matvælum.
Allt styrkir þetta krónuna, og lækka þar með ICEsave reikninginn.
Sem og allar launahækkanir ASÍ.
Er það ekki annars????
Kveðja að austan.
Verð á bensíni hækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætti þetta ekki að veikja krónuna frekar? Við þurfum að kaupa meiri erlendan gjaldeyri til þess að kaupa sama magn af olíu.
Það er frekar að þetta sletti olíu á eldinn í efnahagsástandi þjóðarinnar.
Sumarliði Einar Daðason, 22.2.2011 kl. 09:32
Jú, Sumarlið, ég er að hæðasta að því liði sem trúir að samningurinn verði jafnvel 47 milljarðar eins og Seðlabankinn spáir.
Forsenda þess er að gengið haldi stöðugt. Endurheimtur úr þrotabúinu eru nefnilega bundnar við ákveðið gengi, falli gengið, þá fáum við vissulega 650 milljarða, en það verða færri pund þar að baki.
Og hin meinta skuld við breta er í pundum.
Með öðrum orðum, falli gengið meira en 10% þá hækkar bretaskuldin i beinu hlutfalli. Gersist þetta á sama tíma og endurgreiðslur úr þrotabúinu eru frystar vegna málaferla, þá er ICEsave reikningurinn fljótur að fara á annað hundruð milljarða, og jafnvel ofar.
Með öðrum orðum, það þarf að svelta þjóðina á meðan samningurinn er greiddur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 10:12
Ok, ég skil.
Ég hef einmitt lesið önnur blogg eftir þig þar sem þetta er á hreinu.
Sumarliði Einar Daðason, 22.2.2011 kl. 10:44
Hækkun á bensíni, hækkun á matvælum.
og á sama tíma þá ..........
Launavísitala í janúar hækkaði um 0,02% frá fyrri mánuði. Vísitala kaupmáttar launa í janúar hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,5%.
ég bara skil ekki þetta excel meir
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/22/kaupmattur_haekkar/
Jón Snæbjörnsson, 22.2.2011 kl. 10:50
Blessaður Jón.
Enda vinnur þú ekki í Seðlabankanum. Þeim sama banka sem taldi 12 falt bankakerfi innan jafnvægismarka og ríkissjóður gæti verð bakhjarl þess.
Og áætlar að landsmenn munu ekki krefjast hærri launa á móti allri dýrtíðinni og skattpíningunni.
En buddan mín nemur mikla kaupmáttarskerðingu, mjög mikla. Og ég trúi henni.
Ég kaupi inn fyrir ákveðna upphæð, hún hefur ekki hækkað, en það sem ég fæ fyrir hana, ja við skulum segja að innkaupapokarnir eru léttari.
Og ég held að flestir segi það sama, nema ef launaskrið sé hafið hjá fleirum en dómurum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 11:06
Það er gert ráð fyrir því að meðan Arabar eru að taka í notkun nýja olíulindir muni orkuverð stíga fram til 2017 síðan haldast stöðugt næstu 15 ár. Allir vita að EU er búin að banna orkufrekar perur, það nýjast er að griða allar hraðbrautir með vindmillum. Hér er líka tekin sú stefna í samræmi við áróður apa-forréttindastéttarinnar að leggja niður einkabíl vinnuaflsins á Íslandi til samræmis við það er í Lettlandi ?
Keyrum þess vegna sem getum með verðið hefur ekki hækkað meira? Skoðum hlutina í Alþjóðasamhengi til að skilja samhengið, Ísland er ekki lengur sjálfbært og lifir á þeim brauðmolum sem falla af borðum húsbændanna í Brussell. Hér eru þjóðrembur sem telja sig geta grætt á Meðlimaríkjum EU. Þeir eru líka orðvilltar og skilja ekki muninn á þjóðhollust og þjóðrembu. Þjóðhollusta er nefnilega lykil atriði innan ójöfnu innri keppni EU ríkjanna um ráðstöfunartekjur.
Fákeppni samvinna jafnvel samkeppni um að hámarka raungróðan á vinnuaflinu.
Ég vil fjölga eignaraðilum í keppni færi geirum, og hagræða í þjónustugeirum sem eru það ekki reka þá eins og herafla USA.
Júlíus Björnsson, 22.2.2011 kl. 18:13
Það þarf að svelta Ísland til að hæfari keppendur geti viðhaldið sínum ráðstöfunartekjum, á því eru engin arðbær endimörk.
Júlíus Björnsson, 22.2.2011 kl. 18:14
Júlíus, ég er alltof feitur og má svelta, en verra með drengina mína, þeir eru að stækka.
Stend því vaktina gegn hungrinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.