22.2.2011 | 07:06
Lögmaður gefur sér þá niðurstöðu að EFTA dómur dæmi ekki eftir lögum.
Löggjöf ESB um innlánstryggingar er skýr, það er ekki ríkisábyrgð á innlánum.
Á Íslandi í dag er sú tröllasaga notuð að samt muni EFTA dómur dæma okkur til að greiða bretum það sem upp á vantar vegna svokallaðar lágmarkstryggingar.
Er þá vísað í álit ESA þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að markmið tilskipunar ESB hafi verið að tryggja þessa lágmarkstryggingu, og fyrst að kerfinu tókst það ekki, þá eigi aðildarríki að gera slíkt.
ESA vísaði ekki í lagatexta, þetta var þeirra mat.
Nokkrum dögum seinna sendi fulltrúi framkvædarstjórnar ESB, Michel Barnier þetta svar til Norsku fréttaveitunnar ABC, sem hljóðar svona í lauslegri þýðingu Þjóðarheiðurs, samtaka fólks gegn ICEsave fjárkúguninni.
"1. Spurning.
Fela tilskipanir ESB um innistæðu-tryggingar það í sér, að aðildarríkjunum beri skylda til að bæta tjón sem kann að verða af gjaldþrotum banka og er umfram þær bætur sem innistæðu-trygginga-kerfi viðkomandi lands getur greitt vegna glataðra inneigna
? Svar við 1. spurningu: NEI. Tilskipunin (líklega 94/19/EB) tilgreinir greinilega, að bankarnir eiga að fjármagna innistæðu-trygginga-kerfin að stærstum hluta. Á næsta áratug munu bankarnir (í Evrópu-ríkinu) verða að fjármagna fyrirfram-sjóð (ex-ante) sem nemur 1,5% af tryggðum innistæðum. Ef sú upphæð verður ekki talin nægjanleg, er hægt að krefja þá um sem nemur 0,5% til viðbótar og yrði það fé greitt eftirá (ex-post), það er að segja eftir gjaldþrot. Enn fremur ef nauðsyn krefur, er gert ráð fyrir lántökum sem nema 0,5% hjá tryggingasjóðum annarra aðildar-ríkja. Þessi fjármögnun ætti að vera fullnægjandi til að mæta meðal-stóru banka-gjaldþroti. Ef þetta fjármagns reynist samt ekki nægilegt, er nauðsynlegt að trygginga-kerfin hafi neyðar-áætlanir um hvar viðbótar-fjármagn verði fengið. Einn möguleiki er til dæmis að trygginga-kerfin gefi út skuldabréf. Hér getur ríkið komið inn með fjármagn, en tilskipunin tekur ekki afstöðu til þess og ríkisábyrgð kemur ekki til sögunnar, nema um það hafi verið tekin ákvörðun og reglum Evrópu-ríkisins sé fylgt um ríkis-styrki. Ríkisábyrgðar er því ekki krafist, hvorki óbein eða beint, heldur er ákvörðun um slíkt í höndum einstakra aðildar-ríkja.
2. Spurning.
Ef bankahrun verður, hvaða áhættu mun þetta (ríkisábyrgð ?) skapa aðildarríkjunum, að mati fulltrúans (Michel Barniers í Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins) ?
Svar við 2. spurningu: Sú fjármögnunar-leið sem lýst er að framan, er til þess ætluð að ekki komi til þess að skattgreiðendum verði sendur reikningurinn og myndi losa ESB-ríkin undan slíkri byrði. "
Núna eigum við að taka mark á áliti sem styðst ekki við lög, gegn þessari staðfestingu þeirra sem settu lögin.
Þess má geta að Lárus Blöndal sagði eftir að ESA gaf út álit sitt, að það væri ekki góð lögfræði.
Hvað hefur breyst????
Kveðja að austan.
Býst ekki við bótamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 338
- Sl. sólarhring: 770
- Sl. viku: 6069
- Frá upphafi: 1399237
Annað
- Innlit í dag: 288
- Innlit sl. viku: 5143
- Gestir í dag: 270
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.