21.2.2011 | 11:08
ICEsave á oddinn???
Samtakamáttur Samtaka atvinnulífsins og samtaka launafólks hefur verið virkjaður í þágu breskra hagsmuna.
Spurningin er ekki hvort ICEsave verður settur á odd kjaraviðræðna, stóra spurningin er hvort samtakmátturinn verði virkjaður fyrir ICEsave II, samninginn hans Svavars Gestssonar, og Samtökin á vinnumarkaði töldu forsenda endurreisnar þjóðarinnar.
Munu þessi samtök standa á sannfæringu sinni????
Munu þau krefjast endurreisnar í anda ICEsave????
Steingrímur Joð vildi reka 960 starfsmenn í heilbrigðiskerfinu fyrir meintan 4 milljarða króna sparnað. Hann var að safna fyrir ICEsave.
Samtökin á vinnumarkaði vildu að ríkissjóður greiddi bretum 60 milljarða í vexti á þessu ári svo hægt væri að endurreisa hagkerfið.
Steingrímur hefði þurft að reka um 14.000 manns til að safna fyrir þeim vöxtum.
Þann mannskap á lausu ætluðu aðilar vinnumarkaðarins að nota til að endurreisa efnahagslífið. Í þeirra huga er endurreisn eitthvað sem atvinnulaust fólk endurreisir með handafli sínu. Kannski styttu af ICEsave, stærri en stærsta Búddastytta heimsins? Kannski íslenskir torfbæir?
Allavega er forsenda framfara að reka 14.000 manns svo það endurreisi eitthvað.
Ríkisstarfsmenn eiga því mikið undir hvor ICEsave samningurinn verður settur á oddinn.
Þeirra vegna vona ég að það verði þríflokka samningurinn, ekki Svavars.
En maður veit aldrei þegar Gylfi forseti á í hlut.
Hann ræður.
Og hann er svo mikið fyrir endurreisn.
Kveðja að austan.
Funda í Karphúsinu í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar! þegar ég les bloggfærsluna þína hef ég það á tilfinningunni að þú vitir meira en flestir aðrir, en svo er ekki auðvitað. Það sem þú gerir er að hugsa kannski meira rökrétt en við hin og þá allavega rökréttara en það fólk sem nú situr við stjórnvölinn í þessu blessaða landi. Fólk almennt veit eiginlega ekkert í þessu Icesave máli og alltaf er verið að hræra í okkur af misvitrum eða pólitísku misvitru fólki og hópum þannig að venjulegt fólk getur ekki hugsað rökrétt og eða tekið ákvörðun. Þess vegna held ég að kosningar og skoðanakannanir undanfarið sýni eða opinberi þreytu,vantraust,uppgjöf og fyrirlitningu á þessu öllu saman og ekki bætir úr skák að bankaræningjarnir og það lið, virðist ætla að sleppa við alltsaman án skakkafalla. Manni ofbýður.
Eyjólfur Jónsson, 21.2.2011 kl. 16:28
Manni ofbýður fullkomlega, Eyjólfur, og tek undir allt sem þú sagðir. Hann Ómar hefur visst manneskjulegt innsæi og fæstir ná með tærnar þar sem hann hefur hælana.
Samt hefur hann verið niðurníddur af nokkrum fáfróðum og þó þeir þori næstum ekki lengur í hann, hann vinnur sko næstum alltaf rakaleysuna.
Og líka hefur hann verið níddur af ICESAVE hollustumönnum og líklega leigupennum þeirra sem heimta glæpinn yfir okkur og börnin okkar svo nokkrir peningamenn geti haft það náðugt meðan landsmenn verða þeirra þrælar.
Elle_, 22.2.2011 kl. 00:58
Fantarnir á fullum launum,frá ræningjunum,illa innrættir,hafa ekki roð í ættjarðarvini,í raun og veru öfunda þeir þá.
Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2011 kl. 02:13
Blessaður Eyjólfur, skemmtileg greining á bloggstíl mínum í ICEsave/AGS krossferð minni. Jú, ég skrifa ögrandi stíl og legg höfuð undir höggstokkinn oft og iðulega, þetta var erfitt fyrst en svo kom bara i ljós að andstæðingar þjóðarinnar eiga engin haldbær rök önnur en þeim finnst, og fara svo rangt með þegar þeir rökstyðja það.
Og það er langt síðan ég losnaði við þá af blogginu, hef núna mína hentisemi i mínum áróðri.
Hin hliðin á ICEsave sést ekki á þessu bloggi, en hún er til, og það er til skynsamt fólk sem heldur henni fram. En það er ekki í stjórnmálum, aðeins ein, tvær þingkonur Samfylkingarinnar halda sjó í málflutningi, aðrir þingmenn bulla. Þá á ég við að þeir fara rangt með staðreyndir, og slíkt eyðileggur alltaf málstað, þó hann sé tækur sem slíkur.
En kjarninn er lífsskoðanir fólks, hvað má og hvað má ekki.
Væri til skýr lagatexti um þessa ríkisábyrgð, þá væri ég líka á móti, eins og ég er á móti skuldaánauð, glæpum og ofbeldi. Ég samþykki ekki þrælahald þó það sé í lögum. Ég er á móti dauðarefsingum í öllum tilfellum, þó það væri skýrt í lögum að leyfa þær.
En það skaðar ekki þessari deilu að hafa lögin sín megin, hafa rökin sín megin.
Og sömu rök má lesa um allt í bloggheimum, þar liggur styrkur þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 08:26
Blessaðir góðir drengir, Helga og Elle.
Það er alltaf erfitt að mæla þrælkun barna sinna bót. Við ættum eiginlega að finna til með þessu liði.
Og í mínum huga ríkir sorg yfir örlögum margra góðra drengja sem gengu fyrir ætternisstapa í þjónkun sinni við kúgun og ofríki erlendra valdsmanna. Það er líklegast sem mér finnst sorglegast í ICEsave deilunni, hvað margir misstu sinn innri mann.
En sá sem hefur lög og rétt sín megin, hann sigrar að lokum.
Þjóðin mun vinna þessa deilu.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.