21.2.2011 | 07:01
Hver er þessi dómsstólaleið sem forseti ASÍ talar um???
Hver hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir dómsstóla til að krefja það um ríkisábyrgða á ICEsave???
Mér vitanlega er ekkert slíkt dómsmál í gangi.
Er það þess vegna sem það er þyrnum stráð??? Það er mjög erfitt að fara einhverja leið sem er ekki til staðar.
Ætlar Gylfi forseti kannski að stefna íslenska ríkinu og krefja það um greiðslu fyrir hönd breta???? Og mun hann þá gera kröfu um 507 milljarða króna samninginn sem hann taldi svo nauðsynlegan fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs.
Allavega þarf einhver þarf að stefna, ekki hafa svokallaðir viðsemjendur gert það þó rúm 2 ár séu liðin frá Hruni.
Hver skyldi vera skýring þess???
A. Þeir geta fengið á sig dóm fyrir fjárkúgun.
B. Það eru engin þekkt dæmi úr nútíma réttarsögu að fjárkúgari noti dómsstóla sem innheimtutæki.
C. Bretar þekkja ekki til dómsstóla.
Áhugamenn um þyrnislóðir munu örugglega svara C. og því er líklegt að núna rigni skeytum yfir Westminster frá íslenskum áhugamönnum um að borga ICEsave þar sem útskýrt er fyrir breskum stjórnvöldum til hvers dómsstólar eru og hvernig þeir virka.
Eða þá að þeir fari í máli fyrir hönd breskra stjórnvalda, allavega virðast þeir ekki skilja af hverju þessi svokallaða dómsstólaleið er ekki farin.
Og vitgrannir íslenskir blaðamenn sem trúðu því eins og nýju neti að það stæði í EES samningnum að börn þeirra ættu að vera vinnudýr breta, þeir fundu sér nýja bábilju til að skrifa um.
Núna er það sjálf dómsstóla leiðin sem segir þeim að borga.
Spurningin er hver verður næsta bábilja sem þeir gleypa hráa af munni áhugafólks um skuldaþrælkun barna okkar.
Ég lofa aðeins einu þar um.
Hún verður þyrnum stráð.
Kveðja að austan.
Ábyrgðin liggur nú hjá þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:05 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 543
- Sl. sólarhring: 643
- Sl. viku: 6274
- Frá upphafi: 1399442
Annað
- Innlit í dag: 462
- Innlit sl. viku: 5317
- Gestir í dag: 424
- IP-tölur í dag: 417
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða þjóð ætlar að senda ICESAVE til dómstóla?Og þá hvaða dómstól?
Ingvi Rúnar Einarsson, 21.2.2011 kl. 13:51
Góð spurning Ingvi, hver ætlar með málið fyrir dómsstóla???
ESA og útskýra fyrir dómsstólum af hverju þeir þögðu í 2 ár. Áttu íslensk stjórnvöld að bíða allan tímann?? Mikil neyð það ef slíkt hefði verið hægt.
Segir allt sem segja þarf um vinnubrögð ESA, að þeir leggja ríkisábyrgð út frá tilskipun ESB um innlánstryggingasjóði, nokkrum dögum seinna lýsir framkvæmdarstjórn ESB yfir að hún sé ekki til staðar.
Jafnvel trúgjarnasta fífl hlýtur að sjá í gegnum svona málatilbúnað.
Og trúgjörn fífl dæma ekki í dómsstólum Evrópu, þó þau myndi stjórnmálaflokk á Íslandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.