20.2.2011 | 21:14
Bretar staðfesta að ICEsave draugurinn hefur verið kveðinn í kútinn.
Engar frekari samningaviðræður þó Steingrímur komi skríðandi á hnjánum og vilji endilega fá að semja aftur.
Þetta þýðir að þegar þjóðin hafnar ICEsave, þá muni ekki duga fyrir fjórflokkinn að skipa nýja samninganefnd, jafnvel þó Bakkabræður myndu bjóða sig fram til verksins.
Búið, dautt, segja bretarnir, vita eins og er að það er fullkominn ósigur að íslenska þjóðin fái að greiða atkvæði um fjárkúgun þeirra.
Það samþykkir jú enginn fríviljugur að greiða fjárkúgun.
Þeir sem vildu greiða, þeir ætluðu öðrum að greiða, þeir ætluðu að greiða bretum með því að loka sjúkrahúsum landsbyggðarinnar, neita skuldugu fjölskyldufólki um aðstoð, lækka bætur niður fyrir hungurmörk, og svo framvegis.
Það er athyglisvert að breta skulu átta sig á staðreyndum mála, sérstaklega í ljósi þess að þríflokkurinn gerir það ekki. Hvað þá vitgrannir íslenskir fjölmiðlamenn sem spiluðu sömu plötuna í dag og þeir gerðu fyrir ári síðan.
Það er eins og hinir vitgrönnu haldi að endurunnið efni dugi núna, þegar það dugði ekki síðast. Átta sig ekki á að tíminn hefur afsannað allt í hræðsluáróðrinum. Ísland breyttist ekki í Norður Kóreu vetrarbrautarinnar.
En bretar eru hvorki vitgrannir eða fæddir í gær. Þeir vita hvenær tímabært er að hætta.
Það er sá tímapunktur þegar öllum er ljóst að kröfur þeirra er löglausar, innheimtar með aðferðum mafíunnar.
Núna munu þeir einbeita sér að gifta einhvern prins, og láta svo lífið halda sinn vanagang.
Dómsstólar?????
Fjárkúgari fer aldrei með mál sitt fyrir dómsstóla.
En við getum stefnt bretum og það eigum við að gera.
Tilraun til stærsta þjófnaðar nútímasögu á aldrei að líðast.
Það gilda lög í heiminum og þau á að virða.
Líka á Íslandi.
Kveðja að austan.
Bresk stjórnvöld bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gordon Brown var svikari við Vestræna menningu, alla hennar sögu og allar hennar hugsjónir, þegar hann setti Ísland, eitt friðsælasta og þróaðasta land heims, á lista með óvinum hennar!!!
David Cameron virðist hafa allt annan mann að geyma. Hann hefur sagt margt gott um Ísland og Íslendinga, er maður sem vil helst losna frá Evrópubandalaginu, og hefur kvatt Íslendinga til að ganga til ganga þess í stað í sitt eigið Norðurbandalag, skipað Norðlægum, auðlindaauðugum, frelsiselskandi og friðsömum þjóðum, sem fer betur að stofni sitt eigið bandalag, bæði fyrir þær sjálfar og eins heiminn...Hann er af mikið merkilegra sauðahúsi en Brown. Maður má vona.
Geym Drottinn okkar dýra land, er duna jarðarstríð. Svo aldrei framar Íslandsbyggð, sé öðrum þjóðum háð.
Víkingur (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 22:07
Það féllu af mér fjötrar í dag, ég upplifi þennan viðburð þannig. Mig langar ekki að nefna nöfn né skrifa þau,sem hafa lostið mig vonbrigðum og furðu. Þau sömu upplifa sig hafna yfir stjórnarskrá Íslands,vegna þess að þau eru búin að starfa í umboði okkar í 28 ár,eða meir. Forseti vor veit betur guði sé lof fyrir það. Mb.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2011 kl. 22:13
Við erum komin framhjá stigi samninga og er það gott, nú
er boltinn hjá Hollendingum best væri að þeir sæktu meinta kröfu gegn almenning
Íslands, fyrir EU dómstól , með Þýskum og Frönskum Dómurum, sem byggja á
tilskipun 94, eru læsir og vandir að virðingu sinni. þeir bera saman sjónarmið
og komast að niðurstöðu sem er í samræmi við lög og regur Evrópsku Sameiningar.
Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa, heldur að réttlætið fái að njóta
sín.
Innri keppnin í EU er staðreynd, eins Dauð er annrs brauð.
Ísland átti aldrei séns í að semja við Risa eins og UK og Holland.
Júlíus Björnsson, 20.2.2011 kl. 22:17
Ef farin verður dómstólaleiðin í Icesave málinu, og við vinnum, hverja á þá að hengja?
Og ef við töpum, hverja á þá að hengja?
Svavar Bjarnason, 20.2.2011 kl. 22:26
EF UK og Hollendingar hafa og þora að fara með lögtækar kröfur fyrir dómstóll, þá farið með þetta ekki eins og sakarmál heldur gerðarmál þar sem báðir tapa og vinna. Það gerð sátt í málinu. Sáttargerð sem aðilar verða að sætta sig við.
Júlíus Björnsson, 20.2.2011 kl. 22:45
Ekki hengja neinn Svavar ! bara byrja að byggja "Brave new World" nú er tækifærið.
En af hverju fáum við ekki að vita hverju "handrukkarar" B/H eru að hóta eiginlega ??
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 20.2.2011 kl. 22:46
í dag er mikill gleðidagur fyrir íslenska þjóð....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2011 kl. 23:53
Ofsalega fagna ég forsetanum, Ómar og hin, og bjóst ekki við neinu öðru frá honum. Hann gerði það eina rökrétta. Rosalega var þetta gott á Bretana og Hollendingana og alls ekki síst ICESAVE-STJÓRNINA. Og nú ætti málið að vera steindautt.
Elle_, 20.2.2011 kl. 23:56
Já ég er líka glaður og kátur með forsetan. En til hvaða ráðstöfunar eigum við nú að taka til að finna þá er ábyrgð bera á tilvist þessa Icesave skelfing. Nú þurfa hreinsanir að fara fram,í stjórnmálakerfinu,bankakerfinu,embættismannakerfinu. Hvað skyldi standa í skýrslunni sem við vorum að fá fyrir örfáum dögum frá Kaupþing banka í Luxemburg.? En um leið og Saksóknarinn í Luxemburg gaf grænt ljós á að Sérstakur Saksóknari fengi þessi gögn,þá gjörbreyttist Bjarni Ben.?????
Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 00:31
Takk fyrir innlitið félagar.
Vikingur, það má vera að Cameron sé af öðru sauðarhúsi, en ég þekki ekki það hús. Veit aðeins að hann makkaði við Steingrím, og þar var lögbókin ekki upp á borðum.
Helga, þetta var góður dagur, ekki bara vegna staðfestu forsetans, heldur líka vegna þess hvað hann afhjúpaði algjörlega málefnaskort andstæðinga þjóðarinnar. Hafi hann mikla þökk fyrir það.
Júlíus, breskir og hollenskir dómarar eru líka læsir, það tæki þá innan við dag að fella sektardóm yfir stjórnvöldum landa sinna. Minni á að FT bullar ekki út í loftið í leiðara, og enginn hefur þorað í þá. Segir allt sem segja þarf.
Svavar, ætlar þú þessa dómsstóla leið???, og á hvaða forsendum ?????
En fyrst þú spyrð um hengingar, þá vil ég ólmur nota þjónustu böðuls hennar hátignar við þá kumpána, Brown og Darling. Þar fer saman vanur maður, og skálkar sem mættu alveg þiggja smá rakstur.
Kristján, "sælir eru trúgjarnir því þeir munu mörgu trúa" stendur einhvers staðar. Áróðurinn er allur í heimi furðusagna, og ennþá finnst fólk sem trúir á ógnir dómsstóla Evrópu, en sér samt ekki samhengið við þær meintu ógnir, og þess að enginn hefur upplifað þær.
Sammála Jóna, hef sjaldan sé aðra eins afgreiðslu eins og hjá Ólafi. Hvílíkir vanvitar eru þessir vitgrönnu sem héldu að þeir hefðu eitthvað í sjálfa reynsluna að gera. Ætli þeir séu ennþá rauðir á rassinum????
Elle, spurningin var alltaf hvort þríflokkurinn væri virkilega svo vitlaus að leggja í þetta ferðalag án þess að hafa stuðning forsetans. Og svarið var já, honum tókst að toppa sjálfan sig.
Númi, þetta er þjóðsaga, Bjarni hefur alltaf verið fylgjandi samningum, en hann kaus að róa á mið óánægjunnar alveg þar til hann varð að halda í sína ICEsave höfn. Atvinnulífið hefur alltaf krafist ICEsave, og aðeins stórir formenn ganga gegn því.
Vil svo þakka öllum þeim sem aldrei biluðu og trúðu alltaf á rétt þjóðar sinnar. Hef stundum efast um fjöldann, en alltaf vitað að hann væri góðmennur.
Loks megum við aldrei gleyma framtaki Þjóðarvarða og hinu óeigingjarna starfi þeirra við undirskriftarsöfnunina Kjosa.is. Ég var skeptískur á þá söfnun, óttaðist að hún yrði flopp. Sá ótti var ástæðulaus, og ég hef sjaldan haft eins mikla ánægju af röngu stöðumati. Hún var einn meginþungi raka Ólafs fyrir ákvörðun sinni.
Heiðurskarlarnir Loftur og Jón Valur, ásamt heiðurskellingunni Elle, á vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn þjóðarkúgun og ofbeldi, kennt við ICEsave, er samt það fólk sem mér finnst standa upp úr í dag.
Það hefði átt að standa við hlið forsetans, og átt að fá fjórfalt húrrahróp þjóðarinnar.
Takk fyrir mig og kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 01:23
En kvað ég var feginn að heyra hann segja "Nei" í annað sinn, við Icesave.
--------------
Kannski Bretar geri okkur þann greiða, að blokkera ESB aðild okkar um óákveðinn tíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2011 kl. 01:36
Það væri sterkur leikur að lögsækja Breta fyrir yfirgang og kúgunartilburði. Hryðjuverkalögin, þetta Icesave-mál, og jafnvel hægt að henda makríldeilunni þarna inn í leiðinni. Lækka aðeins rostann í þessum Bretum. Ef slík málsókn kostar 1 milljarð á ári þá væri hægt að halda henni til streitu í 26 ár og samt koma út á "sléttu" miðað við Icesave "best case scenario".
Geir Ágústsson, 21.2.2011 kl. 08:55
Blessaðir félagar.
Einar, við skulum ekki treysta um of á greiðasemi bretanna, þó þeir séu tannlausir þá kunna þeir valdapólitík frá fornu fari, þeir vita að það þýðir ekki að hóta greiða.
Geir, bresk löggjöf er skýr, hún bannar alla fjárkúgun. Þetta á sér sögulegar rætur, IRA fjármagnaði sig með kúgunum, bæði á Norður Írlandi, og eins meðal Íra í atvinnurekstri á Englandi. Löggjöfin varð að vera skýr svo hægt væri að stöðva slíkt.
Það tæki ekki nema nokkrar vikur að vinna málið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 10:00
En á það við, ef þeir halda að það sé ógreiði?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2011 kl. 11:38
Það er spurningin Einar. Enska kerfið veit það örugglega, það hefur haldið þessu landi gangandi í hundruð ára, yfirleitt með þokkalegum árangri og það er frábært miðað við eðlislæga vanhæfni yfirstéttarinnar.
En ef stjórnmálamennirnir taka ákvörðunina, þá er ekki gott að giska.
Trúa þeir til dæmis sjálfum sér þegar þeir tala um skuldbindingu Íslands samkvæmt EES???
Ef ég vissi svarið við því, þá vissi ég svarið við hinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 11:48
Mikið stolt af forseta okkar að standa með þjóð sinni í þessu máli. En er ekki alveg tilefni til þess að bæta við í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram eftir mánuð og athuga hvort þjóðin vill lögsækja Breta fyrir hryðjuverkalögin sem þeir beittu okkur ?? Ég er ansi hrædd um að þeir hugsi sig tvisvar um áður en þeir færu að sækja á ICESAVE ef þeir væru með það yfir höfði sér að við íslendingar hefðum í farvatninu lögsókn vegna þess á hendur þeim.
Berglind (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 14:39
Takk Berglind, mikið sammála þér.
Gegn kúgun og ofríki er sókn besta vörnin, að mæta kúgaranum með öllum þeim vopnum sem réttarríkið býður upp á.
Það eina sem má ekki gera, er að láta undan, það er aðeins ávísun á meiri kúgun.
En ítreka aðeins að það eru engin þekkt dæmi um að fjárkúgari leiti til dómsstóla. Sá sem telur sig hafa lögmæta kröfu á hendur öðrum, hann hringir ekki í handrukkara, hann fer með kröfu sína fyrir dóm, og fær hana löghelgaða.
Sá sem veit að hann er með tapað mál, til dæmis innheimtu á eiturlyfjaskuld, hann notar handrukkun.
Bretar notuðu ekki dómsstóla, heldur hótanir, af hverju ættu þeir að leita til þeirra núna??? Og útskýra kúgun sína???
Meikar ekki neinn sens, en lýsir trúgirni þeirra sem slá þessu fram.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.