16.2.2011 | 16:40
Hvenær skuldbundu Sjálfstæðismenn þjóðina?????
Það er ljóst að EES samningurinn felur í sér enga skuldbindingu að greiða erlendum þjóðum útlagðan kostnað þeirra vegna innlánstrygginga.
Það er líka ljóst að ef íslensk stjórnvöld vilji bakka upp þrotabú Landsbankans, þá gerir evrópsk reglugerð aðeins ráð fyrir 20.000 evrum í innlánstryggingar. Margföld sú upphæð er til í þrotabúi Landsbankans, sú upphæð sem bretar rukka íslensk stjórnvöld um er vegna þess að þeir ákváðu einhliða að greiða þarlendum sparifjáreigendum fimmfalda lágmarkstryggingu og senda íslenskum skattgreiðendum reikninginn.
Það er líka ljóst að vegna þessarar umframtryggingar, greiddi Landsbankinn í breska tryggingasjóðinn, það hefur verið skriflega staðfest. Með öðrum orðum þá voru viðskiptavinir Landsbankans tryggðir í Bretlandi fyrir umframtryggingunni.
Í ljósi þessa staðreynda er furðulegt að heyra fullyrðingu formanns Sjálfstæðisflokksins um að Íslendingar yrðu að standa við skuldbindingar sínar.
Og hann sakar aðra þingmenn, og 98% þeirra sem felldu síðasta ICEsave samning, um falsmálflutning.
Þetta eru alvarlegar ásakanir gagnvart fólki sem vill að lög og regla gildi í landinu, og líður ekki geðþótta ákvarðanir stjórnmálamanna sem fara á svig við lög. Það er dýrt fyrir gjaldþrota þjóð að borga 60-220 milljarða svo stjórnmálamenn hennar séu gjaldgengir í kokteilboðum Brussel.
Og þann kostnað hefur fólk ekki viljað axla. Nema fyrir því séu skýr lagaleg rök.
Þau rök hafa aldrei komið fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur sjálfur talað um lögleysu og kúgun.
Núna kannast hann við lagalega skuldbindingu, hún hlýtur þá að vera háleynileg, aðeins innvígðir sem vita af henni.
Gott og vel, en eftir að hann kallar þjóð sína "falsara", líklegast á hann við lýðskrumara, þá er lágmarkið að hann aflétti leyndinni af þessari háleynilegu skuldbindingu.
Sanni í eitt skipti fyrir öll að um skuldbindingu sé að ræða í ICEsave deilunni.
Ella teljist minni maður vera.
Það sakar enginn þjóð sína um falsmálflutning án þess að hafa fyrir því skýr rök.
Og ef hann gerir það ekki, þá hefur hann ekki aðeins lítillækkað sjálfan sig, hann hefur líka lítillækkað flokk sinn.
Ef Sjálfstæðismenn láta bjóða sér það ofan á allt annað, þá er allavega ljóst að þeir eru ekki mjög sjálfstæðir menn. Sem ég trúi ekki.
Bjarni Benediktsson þarf að útskýra orð sín.
Kveðja að austan.
Falsmálflutningur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Best sem gæti hent er að Bretar sæktu kröfur sínar á hendur Íslensku vinnuafli fyrir EU dómstól. Þá er tryggt að allur heimur fengi að fylgjast með. Einnig fengju Bretar ekki að skipa dómara í Dómstólinn. Þeir leifðu og mæltu með innlögnum í útibú á sínum markaði, útibúum séreignabanka í greiðsluerfiðleikum vegna mikilla lántöku hjá Breskum bönkum, vegna áhættu fjárfestinga í UK sjálfu.
Það getur vel verið að Bretar hafi eitthvað tak á mörgum viðskiptatengdum aðilum á veð-bólgu góðæristímabilinu með Íslenskar kennitölur. EU dómara verða að dæma eftir laganna bókstaf.
35101 Undirskriftir jákvæðra Íslendinga. 30 þingfulltrúar vildu leifa þjóðinni að eiga síðasta orðið um 30 ára skuldbindingu svipað og Íslenskt Íbúðalán.
Júlíus Björnsson, 16.2.2011 kl. 19:42
Já Júlíus, dómarar EU dæma eins og aðrir dómarar, eftir lögum, ekki hagsmunum. Svona heilaþvottur er ekki einu sinni stundaður i Norður Kóreu.
Það eru takmörk fyrir allri afskræmingu á raunveruleikanum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 22:30
Gott að ég er ekki einn um að lýsa eftir haldbærum rökum hjá formanni sjálfstæðisflokksins, hina var maður búinn að gefa upp á bátinn hvort eð var, en Bjarni verður að koma með skýringu, svo mikið eiga inni hjá honum, ekki bara meðflokksmenn hans, heldur öll þjóðin.
Já það eru daprir dagar á Fróni Ómar, en því miður ekki óvænt, en baráttunni er ekki lokið, fylgjumst með Írlandi og HÉR.
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 16.2.2011 kl. 22:41
Blessaður Kristján.
Ég held að allflestir sjálfstæðismenn sjái í gegnum Bjarna, þó nokkrir hafi kosið að róa galeiðuna fyrir hann. Það er náttúrulega þeirra val.
Bjarni lét kúga sig, það er bara þannig.
En núna er ég búinn að skrifa pistil dagsins, a la Ómar.
Kíktu á hann við tækifæri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 23:59
37004 Undirskriftir
Júlíus Björnsson, 17.2.2011 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.