Ólafur er gunga segir Össur Skarphéðinsson.

 

Hann þorði í okkur en hann þorir ekki í Sjálfstæðisflokkinn.

Og sjálfsagt veit Össur hvað hann er að segja, hann var jú nánasti samstarfsmaður Ólafs á velmektardögum hans í Alþýðubandalaginu sáluga.

En hvað sem sagt verður um Ólaf þá ber öllum saman um að hann sé ekki heimskur.

 

Og hann veit því mæta vel, eftir dóm Hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu, að Hæstiréttur hefur skilgreint sig frá framkvæmdarvaldinu, að þegar framkvæmdarvaldið brýtur lög, þá dæmir Hæstiréttur eftir lögum, ekki eftir hagsmunum framkvæmdarvaldsins.

Ólafur veit því eins og er að ef hann samþykkir ICEsave ríkisábyrgðina, ábyrgð sem formaður Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem Össur segir að Ólafur sé svona skíthræddur við, segir að sé lögleysa, að þá mun hann upplifa mestu niðurlægingu í sögu íslenska lýðveldisins.

Að hann, maðurinn sem guggnaði fyrir Bjarna Ben, að hann var dæmdur vanhæfur gjörða sinna.

Því Hæstiréttur mun ógilda ICEsave vegna þess að skýrar getur framkvæmdarvaldið ekki brotið stjórnaskrá Íslands, en að samþykkja ólöglega fjárkúgun, á þann hátt að gefa út ríkisábyrgð þar sem endaleg upphæð er ekki þekkt.

Þó Alþingi samþykkti að skattgreiðendur ættu að greiða þingmönnum og fjórflokknum tíund, þá væri sú samþykkt minna lögbrot en ICESave, upphæðin væri jú þekkt.

 

Ólafur mun aldrei stuðla að slíkri niðurlægingu, þó Bjarni Benediktsson sé með sama nafn og mikill kommaskelfir fyrri tíma, þá er hann ekki svo ógurlegur sjálfur, enda byrjaði Ólafur sinn feril þegar menn voru ennþá í pólitík. 

Og Ólafur man eftir Davíð Oddssyni og hélt jafnvel sjó í deilum við hann.  Hann hefur því kynnst ægilegri mönnum en Bjarna Benediktssyni, þar á meðal frænda hans, Birni Bjarnasyni.

 

Telur einhver trúlegt að Ólafur taki þá áhættu að vera úthrópaður gunga, forsetinn sem sveik sína eigin ákvörðun og taldi lögbrot réttlætanleg vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn studdi þau, ásamt öllum flokksrökkum sínum.

Vissulega má margt leggja á sig til að losna við það gjamm, en sagan skráir ekki gjamm.  Sagan skráir nafnið á forsetanum sem guggnaði og skrifaði undir áfellisdóm á sína eigin ákvörðun. 

Og var síðan felldur í Hæstarétti sem stuðningsmaður lögleysu og fjárkúgunar..

 

Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að vera sá maður.

Hann ætlar að verða skráður í sögubækurnar sem maðurinn sem lét þjóðina taka endanlega ákvörðun í grundvallarmálum.  

Og það er ekki til stærra mál en framtíð barna okkar, ætlar þjóðin að selja þau í skuldaþrældóm breta.

 

Ekki veit ég svarið, Ólafur veit það ekki heldur, en hann veit að hvernig sem fer, þá verður niðurstaðan alltaf sigur fyrir lýðræðið.

Og Hæstiréttur mun alltaf dæma ICEsave ríkisábyrgðina ógilda vegna þess að upphæð hennar er óljós en gæti ef allt fer á versta veg, bundið enda á efnahagslegt sjálfstæði landsins.  Og stjórnarskrá lýðveldisins fyrirmunar stjórnvöldum að taka slíka áhættu.

Þjóðaratkvæðið skiptir því ekki máli, nema ef þjóðin lætur ekki vinnumenn breta blekkja sig til að samþykka ICEsave, þá er málið sjálfkrafa dautt.   Og slíkt er alltaf betra en átök um Hæstarétt.  

En naumur meirihluti þjóðarinnar mun aldrei getað komið ólöglegri skattheimtu yfir á minnihlutann sem styður lög og rétt.

Því stjórnarskráin er skýr.

 

Fjárkúgun breta rúmast ekki innan hennar.

Og Hæstiréttur dæmir eftir lögum, ekki eftir vilja Bjarna Benediktssonar.  

 

Og Ólafur Ragnar mun aldrei láta hengja sig fyrir mistök annarra.

Gunga eða ekki, það er ekki málið.

Hann er ekki fífl.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave samþykkt í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lúffa fyrir fjárkúgurum og treysta ekki til dæmis dómstól skipuðum Þjóðverjum og Frökkum, sannar hvað Össur er og líka að hann er óhæfur utanríkisráðherra.

Júlíus Björnsson, 11.2.2011 kl. 21:09

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hann hefur sannað það fyrir þjóðinni að ótrúverðugur er hann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.2.2011 kl. 21:20

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er hefð fyrir því að lagatextar er skrifaðir þannig að vefjist fyrir leikmönnum, enda þetta mikil atvinnuvegur í enskumælandi löndum þar sem líka eru stórar fjámálmiðstöðvar.

Hinsvegar eru grunnlaga textar Frakka og  Þjóðverja yfirleitt á skiljanlegu yfirstéttar. Þar deila sennileg lögfræðingar meira um túlkun lögiltra einkamálasamninga. 

EU [áður ESB] er ekki bara UK. Það er ekkert tvírætt við frönsku útgáfu  tilskipunar 94. Enda er franska löggilt tungmál síðan um 1715 og þess vegna aðal tungmálið í millríkja samningum  og þýska þar á eftir.

Þetta eru staðreyndir sem allir góðir stúdentar ættu að vita.

Viðtengingarháttur og skildagatíð eru notuð í lagamáli. Því miður er stór hluti þjóðarinnar sem hefur ekki máltilfinningu fyrir þessum í dag. Varla hæfur til að lesa lög á nokkru máli og marga texta eldri en 50 ára. Svo af eldri kynslóðinn eru margir ekki sem hafa lært nákvæmlega hvernig þetta var notað í Rómverska réttarríkinu: latínugrunnur.  Rökfræði [Setningafræði] er lítt eða ekki kennd hér þannig að auðvelt er að  mynda setningar sem rugla marga í ríminu. 

Í samhengi þess að 1994 voru ríki í EU mismunandi langt komin með setja upp séreignartryggingkerfi  til tyggingar almennum láraunvaxta innstæðum með áherslu á fjölda frekar en upphæð einstakra innlána, þá var setning sem segir að um leið og slík eru komin á fellur ábyrgð ríkisjóðs niður. [hafi hún verið fyrir áður]. Þarna treður enskan in "if" til að valda efa, fyrir þá sem þekkja staðlað lagmál í UK og setningarfræði með tilliti til rökfræði. Vegna þess hve enska er ófullkomin málfræði og setningarlega þurfa Bretar oft að notast við sértæk orða sambönd í staðinn. 

Á Íslandi gengur sú goðsögn að Íslendingur skilji allt ritað mál, hinsvegar vita allir Bretar að fá gera það, fleiri í Þýkalandi og í Frakklandi  þar sem lyklar að merkingum eru löggiltir og opinberir. Þessi lönd búa öll við síu kerfi í Menntamáli, sem var lagt allfarið niður hér 1972 og líka á Norðurlöndum.  Það er slæmt því þau lönd neyðast til að þýða alþjóðalög úr ensku.  Þýðandi laga verður líka að vera rökréttur til að bein þýða lög milliríkja sem ekki er hægt að heimfæra: sérhver tunga hefur sitt siðferði og áherslur .

Júlíus Björnsson, 11.2.2011 kl. 22:27

4 Smámynd: Elle_

Nei, fjárkúgun rúmast ekki innan laga og stjórnarskrárinnar og mun aldrei verða hvað sem Össur og co. halda. 

Elle_, 12.2.2011 kl. 00:15

5 Smámynd: Benedikta E

Undirskriftasöfnun gegn Icesave er hafin www.kjosa.is

Benedikta E, 12.2.2011 kl. 00:37

6 Smámynd: Elle_

Elle_, 12.2.2011 kl. 12:38

7 identicon

   

Í Silfrinu á morgun mun Ólafur Ragnar veita Icesave-stjórninni og öðrum ESB-sinnum áminningu. Hann mun segja skýrum orðum að Icesave-málið verði sent almenningi til úrskurðar í þjóðaratkvæði. Enginn mun geta sagt, að forsetinn hafi ekki varað Jóhönnu og Steingrím við afleiðingum yfirgengilegra svika.

 

Ólafur Ragnar hefur svo sem sagt þetta áður, en skilningur ríkisstjórnarinnar er takmarkaður. Vegna undirskrifta-söfnunar Samstöðu mun áminning Ólafs Ragnars fá aukið vægi. Margt er samt að óttast í þessari stöðu.

 

Ég óttast að spunameistarar Icesave-stjórnarinnar muni smyrja sig kattahlandi til að komast hjá beinum átökum við sanna Íslendinga. Vonandi verður venjulegur hroki þeirra þó óttanum yfirsterkari og við fáum færi á að veita ESB-genginu rothögg. Við þurfum tækifæri, að veita þessum þjóðsvikurum ráðningu í þjóðaratkvæði.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 14:36

8 Smámynd: Benedikta E

Sæll Ómar - Ég verð að leiðrétta mig frá í gær það á að vera  www.kjosum.is ekki (kjosa eins og misritaðist hjá mér.

Með góðri kveðju.

Benedikta E, 12.2.2011 kl. 14:45

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Loftur, vona að rétt sé.

Og munum að skrifa undir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2011 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 496
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 6080
  • Frá upphafi: 1400019

Annað

  • Innlit í dag: 452
  • Innlit sl. viku: 5216
  • Gestir í dag: 434
  • IP-tölur í dag: 429

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband