11.2.2011 | 16:18
Svandís er of dýr.
Hún lagði stein í götu þeirra sem hugðu koma Landsvirkjun í eigu erlendra lánardrottna.
Sem notabene er hluti af hinu alþjóðlegu auðvaldi sem lagði Vesturlönd í rúst.
Handbendi þeirra á Íslandi gerðu það sama, rændu okkar góða samfélag þannig að aðeins skuldirnar standa eftir.
Við sitjum uppi meðal annars uppi með hálfgjaldþrota orkufyrirtæki, eftir 10 ára góðæri og orkuframkvæmdir. Verktakafyrirtæki okkar eru allflest gjaldþrota.
Og núna finnst það heimskt fólk sem trúir að algjört gjaldþrot orkufyrirtækja okkar sé eina leiðin til að endurreisa landið.
Þekkt hugmyndafræði, síðast voru það Rauð Kehmrar sem fóru eftir henni. Þeir eyðilögðu samfélag sitt því þeir töldu að það væri leið endurreisnar.
Í dag trúir margt íhaldsfólk að Hrunið hafi þvi verið að kenna að Svanhvít hefði mörgum árum seinna hindrað gjaldþrot íslenskra orkufyrirtækja.
Þetta ágæta fólk sér ekki samhengið á milli gjörða sinna og þess ástands sem er í dag.
Það trúir því að fyrst að Ísland er ekki algjörlega gjaldþrota, þá sé það eina eftir að gera þjóðina endanlega gjaldþrota.
Þess vegna segir það að formaður flokksins sé svo málefnalegur þegar hann vill greiða 220 milljarða krónur til breta.
Og hún Svanhvít sé svo ljót að vilja ekki afhenda erlendum lánardrottnum orkufyrirtæki landsins.
Já, hún Svanhvít er dýr.
Alltof dýr.
Hún skilur ekki náðina að fá að vinna fyrir hið alþjóðlega auðmagn.
Hún veit ekki að vinna göfgar manninn.
Jafnvel þó það sé þrælavinna.
Kveðja að austan.
Of dýr ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 15
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1239
- Frá upphafi: 1412793
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1089
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.