"Snýst um ískalt hagsmunamat"!!

 

Segir Bjarni Benediktsson á fundi í Valhöll.

Gott og vel, það eru rök í málinu, það er þekkt að þeir sem brjóta lög og reglur, fara ekki eftir reglum réttarríkisins, að þeir vegi og meti þá hagsmuni sem þeir hafa af brotum sínum.

Að stinga undan skatti???, sekt + 25% álag er líklegasta refsing, en litlar líkur að skatturinn fatti, gróðinn gæti verið einhverjar millur.

Að ræna banka, fyrsta brot 5 ára fangelsi, ef ekki ofbeldi, ávinningur áhyggjulaust líf næstu 5 árin, spurning hvort vegur þyngra, en ef ránið er vel undirbúið, líkur að nást aðeins 25%.

 

En ef sá sem leggur ískalt hagsmunamat á lögbrot er ekki gáfulegur ef hann útilokar úr huga sér líkur á refsingu, metur aðeins ávinninginn.  

Í ræðu Bjarna Benediktssonar er hvergi minnst á þá áhættu sem hann tekur þegar hann ákveður að styðja skýlaust brot á stjórnarskránni og aðstoða um leið fólk eins og þau Jóhönnu og Steingrím sem sannarlega hafa framið landráð með lygum sínum og blekkingum til að fá þjóðina til að samþykkja fyrri ICEsave samninga.

Það er ekki þannig að veldi núverandi þings vari af eilífu, nýr meirihluti gæti tekið við, og hans fyrsta verk gæti verið að hefja sakamálarannsókn á öllu ICEsave málinu.

Svo ég vitni í Bjarna, núverandi samningur gæti verið 450 milljörðum hagstæðari en sá síðari.

Það þarf ekki mikinn vitring til að fatta að eitthvað fólk var að reyna að útvega bretum 450 milljarða af skattfé almennings, sem er þjófnaður.

Þegar að kreppir meira að þjóðinni, þá er útilokað annað en þeir sem báru ábyrgð á skuldaþrælkun almennings og endurreisn ræningjaefnahagslífsins verði gripnir og látnir svara til saka.

Og það er áhætta að standa að öðrum löglausum samningi, svo ég vitni í Bjarna sjálfan,  með því fólki

 

Pólitíska áhættan virðist líka vera  mjög vanmetin.  

Og þá er ég ekki bara að tala um hugsanlega útreið innan flokksins.

Hvað gerist ef Hæstiréttur dæmir þennan samning ólöglegan, að sú ríkisábyrgð sem veitt sé er ólögleg, að öll skattheimta vegna hans sé ólögleg, og allt samstarf við erlend ríki um löglausan samning (sbr Bjarni í Kastljósi) sé ólögleg.

Og Hæstiréttur felli þennan samning úr gildi líkt og hann gerði við kosningarnar um stjórnlagaþingið.

Eftir þann dóm, sem og þegar rétturinn dæmi gengistryggð lán ólögmæt, ætti enginn að veltast í vafa að Hæstiréttur dæmir eftir lögum, og hann stendur vörð um stjórnarskrána.

Ríkisábyrgð á opna upphæð er mjög skýrt brot á stjórnarskrá landsins, aðeins tilboð til breta um að þeir taki yfir stjórn landsins, vegna þess að það sé ískalt hagsmunamat að fjórflokkurinn sé ekki til þess hæfur, gæti hugsanlega slegið við þeim fáráðum að samþykkja opna ríkisábyrgð sem gæti gengið frá efnahag og fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

Og hvað gera bændur í Valhöll ef þeir fá á sig dóm Hæstaréttar, er vinátta breta þeim meira virði, svo ég tali um þá hagsmuni sem menn hafa af að samþykkja ICEsave samninginn??

 

Síðan má líka fjalla um vanmatið á áhættunni sem gæti fallið á þjóðinni, en ég reikna með að sú áhætta sé ekki inni í þessu hagsmunamati.  Byggi ég þá tilfinningu mína á þeim málflutningi að vitna í Gamma greiningu sem átti að hafa sagt hana óverulega, þegar staðreyndin er sú að áhættan er mikil, og það kemur skýrt fram í greinargerð Gamma.

Þegar menn blekkja fólk með því að gera lítið úr þeirri áhættu, þá er ljóst að slíkt er aukaatriði í þeirra huga, hvort þjóðin borgi 60 milljarða eða 220 milljarða, eða eitthvað þar á milli.

 

En það er ljóst að ávinningar Bjarna við það að taka þessa ákvörðun, hljóta vera miklir, þó þeir komi ekki fram í máli hans.  Rökin um hugsanlegan kostnað við að fara með málið  fyrir dómsstóla eru barnaskapur.  Það eru bretar sem þurfa að kæra, ekki við.  Og þeir væru fyrir löngu búnir að kæra til að þrýsta á samninga, ef þeir hefðu einhver rök fyrir sínu máli.

Í Kastljós viðtalinu komu ekki fram önnur rök, svo hagsmunirnir hljóta að vera persónulegir.  Hugsanlega viðkomandi fjármálum Bjarna eða skoðunum hans á Evrópusambandinu.  

Það er jú ískalt hagsmunamat ESB sinna að það þurfi að samþykkja ICEsave svo umsókn þeirra um aðild verði samþykkt í Brussel.

Eitthvað annað getur hangið á spýtunni, kemur vonandi í ljós, maðurinn hlýtur að gera grein fyrir máli sínu í þingræðu eða öðru.

 

En við greyin sem voru alin upp við að virða lögin og stjórnarskrá lýðveldisins, okkur er alveg sama.

Lögbrot og fjárkúgun eru lögbrot og fjárkúgun, jafnvel þó í þeim sé ávinningur fólginn.

Stjórnarskrá lýðveldisins verður að virða, henni þarf fyrst að breyta og segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, áður en Alþingi Íslendinga samþykkir óræða ríkisábyrgð á innlánum banka, eftir á.

 

Sumt er ekki flókið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Snýst um ískalt hagsmunamat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Snýst um ískalt hagsmunamat hverra/við erum þarna mikið sammála/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 5.2.2011 kl. 18:24

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nákvæmlega !! Þó við séum að lýsa eftir "betri" rökum en Bjarni kemur með (að mínu áliti engum rökum sbr. HÉR) báðir tveir, Ómar ! þá skifta einhver rök, þó svo þau væru á borðinu, engu máli, þegar nú liggur fyrir svo afrdáttarlaust að íslenskum almenningi ber engin skylda til að taka á sig einhverjar álögur og skuldir, tilkomnar vegna fjáhættuspils glæframanna á fylleríi, hugsanleg réttarhöld (ef B&H þora) myndu aldrei falla B&H í vil, en kannski væri best ef af því yrði svona bara til að fá fólk almennilega útúr þessar glýju sem veltalandi, gljáandi froðusnakkar eru búnir á dáleiða fólk inn í, semsagt vísa þessu til dóms, allavega þá væri kannski hægt að fara að gera það sem gera þarf, í stað þess að binda hundruðir manna í þessu Icesaverugli ár eftir ár.

MBKV að utan en fylgist vel með heima

KH

Kristján Hilmarsson, 5.2.2011 kl. 21:54

3 identicon

MITT ÍSKALDA MAT Á BJARNA VAFNINGI BENEDIKTSSYNI ER SÚ AÐ VELTA HONUM ÚTÚR ALÞINGISHÚSINU OG LÍÚ GENGI HANS.

Númi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 22:23

4 identicon

   

Ég er að velta fyrir mér hvort Bjarni, Þorgerður Katrín og aðrir sem beita mjög fyrir sig hinu »ískalda mati«, hafa misskilið orðið Icesave. Getur verið að þau telji að “save” merki “kuldi” ? Þau eru þá að tala um »Icesave mat«, sem merkir að almenningur á Íslandi greiðir skuldir bankaræningja en samstarfsfólk ræningjanna þurfi ekki að greiða sín kúlulán.

Mat þeirra hjúa er svo ískalt að þau gera sér vonir um að ekki þurfi að ræða þetta mál meira. Einungis þurfi að taka nokkra tugi milljarða úr ríkissjóði árlega og greiða »nágrönnum okkar og vinaþjóðum«, eins og komist er að orði í áliti fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd.

Eru þetta ekki dásamleg málalok, sem allir geta unað vel við ? Bretar og Hollendingar fá sína milljarða og Þorgerður Katrín þarf ekki að greiða til baka sitt kúlulán upp á 893 milljónir. Samkvæmt »ísköldu mati«, það er að segja »Icesave mati« eru þetta mjög sanngjörn viðskipti.

 http://altice.blogcentral.is/

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 22:45

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kristján, það er ekki bara að krafa breta sé ólögleg, og grímulaus fjárkúgun fyrst þeir fengu ekki dóm á áður en þeir lögðust í innheimtu, stjórnarskráin er skýr, og hún bannar óútfyllta ríkisábyrgð.

Og það þarf ekkert þjóðaratkvæði, ef Alþingi samþykkir samning, þar sem endanleg upphæð liggur ekki fyrir, þá dugar að kæra þann samning, Hæstiréttur getur ekki annað en fellt hann úr gildi, eða fellt sjálfan sig niður.  Hann sækir jú vald sitt í stjórnarskrána. 

Það er eins og menn haldi að Davíð hirti flokksforystuna út í loftið.

Loftur, einhver bilun er í þínum mönnum, fæ ekki betur séð en nokkrir flokkshestar séu farnir að tala um málefnalegan rökstuðning. Kíktu á Baldur stuðningsmann (???) Davíðs Oddssonar.

Haraldur, alltaf þegar sérhagsmuna og sjálftökulið reynir að réttlæta hagsmuni sína, þá talar það alltaf um þjóðina, og ég dreg það ekki í efa að þetta lið hafi knésett Bjarna.

Númi, sé reyndar ekki bein hagsmunatengsl við LÍÚ mafíuna, held að þræðirnir í þessu máli liggi í kjarna veldi flokksins á höfuðborgarsvæðinu, Loftur þekki reyndar þar betur til en ég.

En mér sýndist það á myndunum af fundinum.

En hvað sem öðru líður, þá eru gleðitíðindi dagsins, sá stóri hópur hægri manna sem hefur dug til að segja "mér finnst", en ekki taka ofan og tauta í barminn, "já herra".

Slíkt sama er ekki hægt að segja um íslenska vinstrimenn, þá langbörðu rakka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2011 kl. 23:32

6 identicon

Hverjir eru einir stærstu kaupendur olíu hjá Fjöldskyldufyrirtæki Bjarna Vafnings.?  Svar: Útgerðin.

Númi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 23:45

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Strákar þetta er mafía sem hér er að herja á okkur og ekkert annað! Okkur ber að verjast henni annars er úti um okkur!

Sigurður Haraldsson, 6.2.2011 kl. 01:16

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

!!!  Það verður að berjast gegn þessu IceSlave kjaftæði til síðasta manns....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2011 kl. 01:48

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Við erum flest hér á sömu skoðun og ritarinn. Næst er að skiptast á númerum og mæla okkur mót,ákveða mótmæli,vegna þess að við sættumst ekki á að leppstjórn kúgaranna,samþykki greiðslu fyrir okkar hönd. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2011 kl. 04:53

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er ótrúlegt segi ég bara, það er búið að leggja það á borðið fyrir Landsmenn að það sé ekki okkar að borga þessa Icesave skuld...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 07:19

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur vil ég þakka innlitið.

Vissulega er þetta mafía, sem á rætur í þeirri hugsun að láta almenning borga mistök og skuldir höfðingjanna.  Enda eru það höfðingjarnir og þjónar þeirra sem klappa.  

Og fagnaðarefnið er að þar er líka uppreisnin, hjá fólki sem maður til skamms tíma hélt að væru dyggir þjónar þessarar sömu mafíu.  Og þessi uppreisn er til muna alvarlegri en blástur þeirra sem ennþá nenna blása vinstra megin við miðjuna, vegna þess að seinþreyttir íhaldsmenn til vandræða, er jafn seinþreyttir að hætta vandræðum sínum þegar þeir á annað borð byrja. 

Sé ekki hvernig hægt er að leysa þetta mál án einhverjar sáttar við þjóðina.

Helga, það er þetta með skipulagða andstöðu.  Vandinn er tvennskonar.

Sá fyrri er að fólk hefur ekki skynjað næga ógn til að einbeita sér að verjast henni.  Mismunandi lífssýn, að því virðist óbrúanlegar skoðanir um hvað eigi að taka við, persónulegar krítur og skortur á aga í mannlegum samskiptum, allt hefur lagst á eitt að sundra andstöðunni, og þess vegna þorir valdaklíkan í Sjálfstæðisflokknum loksins að opinbera stuðning sinn við hið nýja auðmannsveldi.  Þeir einu sem eru nokkuð samhentir í andstöðunni, eru sjálfstæðismenn.

Seinni er að einhver þarf að byrja og leiða starfið út frá ákveðinni grunnhugmyndafræði.  Og vera ódeigur að skipuleggja þó undirtektir séu litlar.  Og hafa þor og kraft að leita eftir samstöðu ólíkra hópa.

Það er full vinna að bjarga heiminum, þar stendur hnífurinn í kúnni.   

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2011 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 446
  • Sl. sólarhring: 725
  • Sl. viku: 6177
  • Frá upphafi: 1399345

Annað

  • Innlit í dag: 375
  • Innlit sl. viku: 5230
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 340

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband