Foreldrar vakna upp við martröð.

 

Þeir sitja í skuldahelsi Hrunverja en það er ekki nóg, stjórnmálamenn okkar vilja nota skattgreiðslur þeirra í að greiða skuldir þessara sömu manna.

"Manni finnst svolítið blóðugt að það sé verið að taka af þeim menntun sem þau fá aldrei til baka. Við erum að arfleiða þau að skuldunum okkar, nú erum við að ræna af þeim menntuninni líka,"

Það er slæmt að vakna af martröð, en martröðin er fyrst að byrja þegar maður áttar sig á að maður sé staddur í henni miðri.

 

Um það er ekki deilt að tiltölulega fámennur hópur auðmanna, með aðstoð tiltölulega stórs hóps meðreiðarsveina í stjórnmálum, hjá samtökum atvinnurekenda og launþega, í háskólunum og á fjölmiðlunum, tókst að skipuleggja hér þjóðfélag auðráns og sjálftöku þannig að við Hrunið 2008 var allt í rúst.

Stærstu fyrirtækin voru skel ein um skuldir, einstaklingar og fyrirtæki voru  flækt í ólögleg gengislán og í viðjum verðtryggingar, og almannasjóðir voru ofurskuldsettir.

Óhætt er að segja að einhvern tímann í aðdraganda Hrunsins hafi heilbrigð skynsemi og ráðdeild flúið á fjöll, úthrópuð sem afturhaldsarfleið eldri tíma.  Aðeins örfáir héldu tryggð við þau skötuhjú.

 

Þjóðin vaknaði upp af værum blundi, krafðist uppstokkunar og uppgjörs, og réttlætis.

Í framhaldi urðu stjórnarskipti, heitstrengingar að nú yrði ráðdeildin og heilbrigða skynsemin sótt á fjöll, en Nýfrjálshyggja og sjálftaka hrakin þangað í staðinn.

Og allt varð svo gott.

 

Eða þangað til að fólk vaknaði af martröð sinni.  Og var statt í henni miðri.

Alþingi er enn einu sinni að ræða ríkisábyrgð á skuldum fjármálafursta.  Segist eiga til þess 60-220 milljarða.  

Sama almannavald sagðist ekkert geta gert fyrir skuldug heimili landsins, jú reynda ætlar það að framlengja tímabundið framlag í vaxtabætur, upp á 2 milljarða.  

Og það ætlar ekki að loka sjúkrahúsum landsbyggðarinnar, núna, það á að gerast á næsta ári.

Um þau mál ræðir ekki Alþingi.

 

Fjármálastofnanir geta ekkert fyrir þennan sama almenning, jú reyndar afskrifað það sem þegar er tapað, en það sem hægt er að ná út úr þrautpíndum almenningi á meðan hann stendur í lappirnar fram á gamals ár, því á að ná.

Á sama tíma heyrum við milljarða hér, tug milljarða þar, hér og þar og allsstaðar, afskrifaðar hjá stórfyrirtækjum og eignarhaldsfélögum.

Og hjá meðreiðarsveinum auðmanna, kúlulánsþegum landsins.  Þeir fá líka afskriftir, þeir áttu kennitölu, aukakennitölu.

 

En almenningur á bara sína eigin kennitölu, og hann á börn, og hann á heimili.

Og á að borga, sínar skuldir, skuldir fjármálamanna, og borga út krónubraskara.  

Og síðan taka börnin hans við.

 

Og fólkið sem sagðist ætla að senda Nýfrjálshyggjuna og sjálftökuna til fjalla, það var bara hrekkjusvín, með svartan húmor.  Það meinti ekki neitt, það vildi að aðgang að kjötkötlum valdsins, og hefur síðan verið upptekið við að koma sér og sínum fyrir í kerfinu, jafn þrotakerfinu sem almannakerfinu.

Því í draumaheimi martraðarinnar svíkja alltaf þeir sem maður treysti.  

Það er í martröðinni þar sem björgunin snýst upp í gildru, skrímsli á bak við bros.

 

Í þessari martröð lifa íslenskir foreldrar í dag. 

Og sönnun þess að þetta er martröð, ekki raunveruleiki, er mjög einföld.

Ef þetta væri raunveruleiki, þá væru þau í þúsundatali niðri á Austurvelli að hrekja Óbermin burt, svæla út stjórnarráðið af allri spillingu og sjálftöku, og hefja réttsýni og mannúð til vegs og virðingu.

 

Í heimi lifanda þá verja foreldrar börnin sín, og annarra manna börn.  Það er grunnkjarni mennskunnar.

Í heimi martraðarinnar segja þau aðeins að það sé dálítið blóðugt að það sé verið að ræna börnum þeirra framtíðinni, og skunda svo niður í Kringlu á næstu útsölu.

 

Þetta vita foreldrar innst inni, en þegar þau vöknuðu þá voru þau ennþá stödd í hina myrka draumlandi auðráns og sjálftöku og allt sem þau gera lýtur lögmálum martraðarinnar. 

Hið góða, trúin vonin og réttlætið leiðir aldrei fólk út úr erfiðleikum sínum.  Ekki í martröð.

Fyrst þarf fólk að vakna.

 

Og spurningin er; Hvað vekur íslenska foreldra svo þau hætti sjálfsvorkunn sinni og taki framtíð barna sinna í eigin hendur????

Ekki veit ég það svar.  En ég vona að það gerist, fyrr en seinna.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Blóðugt að taka menntun af börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég var nú búinn að stinga upp á óblóðugri byltingu, enda þótt ég viti að stjórnarbylting sé ekki í anda stjórnarskrárinnar. En hef verið baulaður niður jafnóðum af stuðningsmönnum helstjórnarinnar.

Vendetta, 5.2.2011 kl. 14:53

2 Smámynd: Vendetta

Eða er bezt að sofna aftur, fyrst maður vaknaði inn í martröð?

Vendetta, 5.2.2011 kl. 14:55

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Vendetta, stundum dugar að sofna, sú tækni er mikið notuð í dag, fólk lætur eins og ekkert sé, heldur áfram sofandi fljótandi að feigðarósi.

En svo er líka sagt að besta ráðið sé að hrista fólk, vekja það upp af martröðinni.  Samt er viss hætta segja sálfræðingar, fólk getur fests í martröðinni, þannig að vakan heldur áfram að vera tremmi, mæla þá með svæfingu og hvíld, og vona síðan allt hið besta.

En þetta með óblóðugu byltinguna, það verður að sætta sig við baulið, mesta virknin er í þessu liði, hinir eru sko sofandi.

En í alvöru talað, þá er ástandið dálítið spúkí, þanþol fólks nálgast hið óendanlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2011 kl. 22:54

4 identicon

Að kjósa Icesave er að leggja blessun sína yfir siðlaust arðrán á þriðja heims þjóðum sem eru að slignast undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að bregðast fátækustu þjóðum heims á úrslita stundu í stað þess að koma með gott lagalegt fordæmi um undankomuleið frá þjóðarskuld. Þjóðarskuldir drepa lítil börn á hverri sekúndu, og drepa fleiri en sjúkdómar og matarskortur til samans. Það eru þjóðarskuldir sem lama Afríkuríkin umfram allt. Að kjósa Icesave, eða leggja blessun sína yfir það á nokkurn hátt, er að vera siðleysingi og viðbjóður sem getur ekki kallað sig manneskju, og á sjálfur skilið að deyja eins og börnin sem eru að deyja núna undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að vera hugleysingi og ragmenni sem þorði ekki að berjast fyrir réttlætinu, og á ekkert gott skilið.

Ef við bregðumst heiminum á slíkri úrslitastundu eigum við bara skilið fátæktina sem þá kemur niður á okkar eigin börnum, því ÞAÐ ER TIL RÉTTLÁTUR DÓMUR!!!

BREYTUM RÉTT = SEGJUM NEI! 

Að kjósa Icesave er að vera viðbjóður.

Ég kýs ekki Icesave!

En ÞÚ?!!!

Make Poverty History!

http://www.makepovertyhistory.org

mPH (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband