Ólga vegna þjóðarsvika, vegna brota á stjórnarskránni.

 

Ólga vegna alls þess sem gerir þjóð að þjóð.  

Sjálfstæði hennar, reisn, framtíð.

Og vegna allra lyganna.

 

Ríkisábyrgð á eitthvað sem kemur almannahag eða almannaþjónustu ekkert við, er bönnuð samkvæmt stjórnarskránni. 

Það er enginn munur á ICEsave ábyrgðinni eða þeim gjörningi að öll kúlulán bankamanna hefðu verið baktryggð af ríkissjóði.  Rökin, kalt hagsmunamat til að tryggja meintan stöðugleika bankakerfisins.

 

Ríkisábyrgðin er svik við þjóðina því hún er samþykki á fjárkúgun erlendra ríkja.  Krafa breta styðst ekki við lög Evrópusambandsins, hún hefur ekki verð löghelguð af dómsstólum, hún er aðeins krafa þar sem afl er notað við innheimtuna.

Og til að borga hana eru barnabætur lágtekjufólks skertar, sjúkrahúsum lokað, öll almenn þjónusta borgaranna skorin niður.  Verr er ekki hægt að meðhöndla þjóð sína.

 

Og reisn þjóðarinnar er fyrir bý ef hún beygir sig fyrir kröfum glæpalýðs, sem meðreiðarsveina þeirra kalla vinaþjóðir.  

Þetta er eins og konan sem fékk þau svör hjá lögreglunni að hún ætti ekki að kæra og fara heim, ofbeldið var innan fjölskyldunnar.

Sá sem stendur ekki á rétti sínum, hann glatar sjálfsvirðingu sinni, hann glatar sjálfu sjálfinu, verður rekald án framtíðar.

 

Og þjóðin glatar sjálfstæði sínu ef hún gegnst undir drápsklyfjar sem hún ræður ekki við.  Það sem er öruggt er að hún ábyrgist 650 milljarða, auk vaxta.  Það sem kemur á móti er óvissunni háð.

Það óvisst að fjárkúgarar líta ekki við því sem greiðslu, þeir væru ekki að biðja um ríkisábyrgð, ef innheimtur þrotabús Landsbankans væru solid greiðsla.

Það er alltaf talað eins og engin óvissa sé til staðar, eins og engar aðrar greiðslur falli á þjóðina, en staðreyndin er sú að óvissan er gífurleg, og nú þegar getur þjóðin ekki haldið úti velferð sinni, það er ekkert borð fyrir báru ef allt fer á versta veg.

Annað en þjóðargjaldþrot, og skuldaþrældómur barna okkar.

 

Þjóð sem selur börn sín í skuldaþrældóm, er þjóð án framtíðar.

 

Þetta veit hinn almenni stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins en það sem hann svíður mest eru lygar flokksforystunnar. 

Öll andstaðan gegn svikasamningunum sem voru svo felldir af þjóðinni, var bara blekking, hún hentaði þá forystu Sjálfstæðisflokksins því hún vildi ekki í stjórn.  Núna er hún tilbúin að starfa með Samfylkingunni við að koma þjóðinni i Evrópusambandið af kröfu Samtaka Atvinnurekenda.

Þá eru alltí einu öll rök Samfylkingarinnar í ICEsave tæk, núna er gífurleg óvissa vegna svokallaðra dómsmála, núna gætu gífurlegar fjárhæðir verið dæmdar á þjóðina líkt og Jóhanna Sigurðardóttir hélt fram í frægu hótunarbréfi til forseta Íslands.

Og núna er mat Seðlabankans trausta heimild í heimi, alveg gleymt að þessi ágæti banki sagði allt það sama um fyrri samning, hann var besta niðurstaða sem hægt var að fá, og þjóðir réði léttilega við greiðslubyrðina vegna hins mikla fyrirsjáanlega hagvaxtar sem yrði ef ICEsave yrði samþykktur.

Og gengið myndi styrkjast við að taka á sig 507 milljarða skuldbindingu, sem reyndar Seðlabankinn kannaðist aldrei við að væru hærri en um 200 milljarðar.

 

Ef þetta er rétt í dag, þá laug Sjálfstæðisflokkurinn í gær, og dró stuðningsmenn sína á asnaeyrunum.

En heilbrigð dómgreind óbrenglaðs fólks segir því að lygi gærdagsins er líka lygi dagsins í dag.  

Engin rök forystu Sjálfstæðismanna standast skoðun, engin, nema náttúrlega þau að samþykkt ICEsave er forsenda þess að Evrópusambandið innlimi þjóðina.

 

En síðan hvenær var það stefna Sjálfstæðisflokksins???

Að fara í ríkisstjórn með Samfylkingunni til þess eins að innlima landið í ESB???

Nei, það er ekki hægt að segja fólki hvað sem er.

 

Uppreisn þjóðarinnar er hafin.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ólga vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég get ekki verið meyra sammála þér. Þetta er með ólíkindum, þjóðin verður að fá að ráða þessu annað væri landráð! Að mínu mati!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.2.2011 kl. 09:13

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Varstu búinn að sjá ályktun Samtaka fullveldissinna Ómar?

Axel Þór Kolbeinsson, 4.2.2011 kl. 09:13

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyjólfur, núna reynir á ykkur hægri mennina, trúið þið hverju sem er, til dæmis málflutningi Bjarna í Kastljósi í gær, eða trúið þið brjóstviti ykkar og heilbrigðri skynsemi.

Ég las blogg í morgun eftir mikinn flokkshest, hann sagði Bjarna hafa komist vel frá viðtalinu, líklegast toppaði þessi setning flest sem hægt er að toppa "bretar létu undan kröfum sínum".

Ef fleiri er eins og þú, þá mun þjóðin hafa sigur, ef ekki, þá er það ljóst að kúlulánþegar ráða öllu bak við tjöldin.

Núna er að duga eða drepast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2011 kl. 09:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel.

Já, ég las hana um leið og hún kom á netið.  

Og já, ég var ánægður, og mér var létt.  Gat ekki að því gert að ég hafði vissar áhyggjur af köldu skynsemismati, las vissan vafa út úr þessari setningu "En hún var gefin Bretum og ESB-löndum og má ræða hana þegar reynt hefur á hvað eignir landsbankans duga upp í kröfurnar." í annars ágætri greinargerð ykkar 14.01. Ekki það að greinargerðin var frábær, en í ljósi þess að í samtökum ykkar var fólk, sem þið umbáruð vegna ESB andstöðu, þó það væri borgunarsinnar, þá hafði ég vissar áhyggjur af InDefence syndróminu.

Að geta ekki sagt hreint út að menn ræða ekki fjárkúganir.  Aldrei, ekki undir neinum kringumstæðum.  Þó seinni kröfur séu skárri en þær fyrstu.

En áhyggjur mínar voru óþarfar, ályktun ykkar er stórgóð.

Og hún mun komast inn í umræðuna  eftir því sem fleiri átta sig á kjarna málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2011 kl. 10:06

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samtökin eru frábær í afstöðu sinni gegn Icesave þar er ég samála, við verðum að halda áfram að berjast fyrir þjóðina ekki neitt val!

Sigurður Haraldsson, 4.2.2011 kl. 12:14

6 identicon

Nú virðist ætlunin að kæfa mótmælaraddir innan Sjálfstæðisflokks með marklausu tali um þjóðaratkvæði um Icesave. Hvers vegna hefur þessi umræða ekki heyrst áður frá þessu fólki ?

 

Það er ekki verkefni Alþingis að segja til um þjóðaratkvæði, heldur er það mál á milli lýðsins og fulltrúa hans forsetans. Afskipti Alþingis af málum sem Alþingi koma ekki við eru afþökkuð. Ég hef megnustu skömm á loddarahætti eins og þeim sem Kristján Þór býður uppá, eins og kemur vonandi fram í eftirfarandi pistli.

 

Kristján Þór hefur talað - á Bankastræti 1

 

Ekki er vitað til þess að Kristján Þór hafi áður tekið undir þá óhjákvæmilegu málsmeðferð að Icesave-málið fari í þjóðaratkvæði. Hann hefur ekki áður nefnt einu orði, að hann styðji landsmenn í baráttunni við nýlenduveldin. Ætli honum hafi ekki bara verið svona mikið mál að míga, að hann stundi upp: jáááá ?

 

Menn ættu ekki að gleyma að Kristján Þór Júlíusson ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ásbirni Óttarssyni, skiluðu af sér þeirri þeirri afurð sem lengi mun í minnum höfð, að Íslendingar ættu að axla Icesave-klafann með bros á vör. Í niðurlagi álits síns í Fjárlaganefnd Alþingis sögðu þau:

 

»Það er út af fyrir sig markmið að ná að ljúka málum við nágranna- og vinaþjóðir í sátt en ekki fyrir dómstólum......er það mat 2. minni hluta að ekki sé ástæða til að standa gegn því samkomulagi sem nú liggur fyrir. 2. minni hluti fjárlaganefndar leggur til að málið verði samþykkt.«

Þeim níu þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem lögðu landráða-stjórninni lið, verður ekki tekið sem týnda syninum. Það er aumkunarvert, ef þeir ætla núna að stynja því upp að sjálfsagt sé að verða við óskum um þjóðaratkvæði. Íslendingar þurfa enga aðstoð frá þjóðsvikurum til að halda þjóðaratkvæði. Forsetinn - umboðsmaður þjóðarinnar, mun ekki bregðast kalli skyldunnar.

 

Þótt Kristján Þór hafi fengið niðurgang þegar atkvæði voru greidd um Icesave-samninga-III, verður nafn hans ekki afmáð af nefndarálitinu. Þótt hann hafi stunið upp einhverju ógreinilegu umli á Bankastræti 1, hefur þessi breytta afstaða hvergi annars staðar komið fram. Þegar Kristján Þór fer að greiða atkvæði með almenningi, er mögulegt að hlustað verði á stunur hans.

 

http://altice.blogcentral.is/  

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 13:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, Loftur, þú skefur ekki utan af þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2011 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 86
  • Sl. sólarhring: 587
  • Sl. viku: 5670
  • Frá upphafi: 1399609

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 4838
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband