Uppreisn þjóðarinnar gegn ræningjunum er hafin.

 

Og hún hófst í Sjálfstæðisflokknum, af öllum flokkum.

Ekki í hjá vinstri mönnum, ekki hjá þeim sem kenna sig við jafnrétti og bræðralag, ekki hjá femínistum eða jafnaðarmönnum.

Heldur hjá flokki atvinnurekenda og burgeisa, sjálftökuliðs og kúlulánþega, en líka flokki hins venjulega borgarlega íhaldsmanns.

Og það er hann sem gerði uppreisnina, gegn öllum hinum í flokknum, gegn atvinnurekendum og burgeisum, gegn sjálftökuliði og kúlulánaþegum, sem ætluðu að koma óreiðu skuldum sínum yfir á börnin okkar, á sjálfa framtíðina.

Það var ekki verklýðshreyfingin, ekki sjálfskipaðir verðir alþýðunnar, það var hinn óbreytti Sjálfstæðismaður sem sagði hingað og ekki lengra.

"Svona gerir maður ekki" svo ég vitni í fleyg orð úr sögu flokksins, "þjóðin mun ekki greiða skuldir óreiðumanna".

Þessi einföldu sannindi voru forystu og þingflokki gleymd, en ekki grasrót flokksins.  Og skilaboðin eru skýr, ef þið gáið ekki að ykkur, þá verðið þið ekki forysta án flokks, heldur verðum við flokkur með nýja forystu.

Skýrar er ekki hægt að senda skilaboðin.  Flokkurinn líður ekki þjóðarsvik.

 

En smán íslenskra vinstrimanna er algjör.  Aumara lið hefur engin þjóð alið.

Að selja börn í þrældóm er alþekkt, en það voru annarra manna börn.   Sjálftökuliðið selur börn upp í skuldir sínar, en það eru annarra manna börn, okkar börn.

En fyrir völd í einn dag, eina klukkustund, eina tímansögn í eilífðinni, seldu íslenskir vinstrimenn sín eigin börn fyrir skuldir annarra.

Lægra hefur enginn ólýður lotið í gjörvallri sögu mannsins.

 

Og lægra mun enginn leggjast á meðan sögur verða skráðar.

Því lægra er ekki hægt að komast.

En að selja börnin sín fyrir völd.

 

Og þetta veit hinn venjulegi Sjálfstæðismaður.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Afstaða þingflokksins óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já nú fór í verra eins og okkur grunaði fjórflokksmafían er að sýna hvað í henni býr! Framsókn krafsar í bakkann en ekki allir í þeim flokki því Sif klauf sig út og ákvað að svíkja okkur. Ég er reiður og það ekki neitt smá mælir er fullur það fyrir löngu gegn þessari mafíu sem hér er allt að drepa!

Sigurður Haraldsson, 4.2.2011 kl. 00:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki allskostar rétt. Uppreisn af þessu tagi er þegar hafin í Vinstri-Grænum og hefur staðið yfir frá því í vetur þegar skipt var um stjórn í Reykjavíkurfélagi VG. Nú síðast sögðu af sér formenn flokksfélaga VG í Kópavogi og á Austfjörðum. Óánægja hluta þingflokksins ætti auk þess að vera öllum kunn.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2011 kl. 01:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þetta varð ekki eins slæmt og ég hélt, ég taldi að Framsókn myndi líka bila og fannst Höskuldur Þórhallsson staðfesta það þegar hann talaði um sanngjarna samninga.

Vanmat styrk Sigmundar Davíðs, hélt að Finnur og peningar hans réðu meira.  En Sif staðfestir aðeins að Framsókn sé heil, ef hún hefði verið með, þá hefði ég óttast undirmál, og breytingu á síðustu stundu, við einhverja sýndareftirgjöf.  

Þetta með fjármögnun bankanna er Svarti Pétur málsins, hrint af stað svikamyllu sem myndi endasvona "já, fyrst þjóðin þarf ekki að borga, þá styðjum við ICEsave þó það sé vafamál um bla bla bla", líkt og Þór Saari ýjaði að séráliti sínu.

En harkaleg viðbrögð út í þjóðfélaginu komu mér á óvart, og þar draga Sjálfstæðismenn vagninn.  

Þannig er það bara og ég vona að mönnum beri gæfu til að manna skotgrafirnar þó þeim geðjist ekki að lyktinni eða starfsgrein næsta manns.

Þetta er allt eitthvað betra en ég átti von á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2011 kl. 06:52

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Eða þegar ég bloggaði fyrstu færslu mína þar sem ég hélt því fram fullum fetum að ICEsave væri fjárkúgun og glæpur sem enginn siðaður maður samþykkti, man ennþá hlátrasköllin, það leið langur tími þar til aðrir notuðu svipað orðalag, þó allflestir geri það í dag.

En ég er ekki þjóðin, örfáir andófsmenn eru ekki þjóðin.

Ólgan í VG er ekki uppreisn, því þetta fólk hefur farið, látið flokksmafíuna eftir öll ráð.  Eins er það með ærlegu deildina, hún spilar alltaf með þegar á reynir.

Uppreisnin í sjálfstæðisflokknum er annars eðlis, þar standa menn ístaðið, heilu flokksfélögin álykta, og bjóða skýran valkost, "annað hvort endurskoðið þið stefnu ykkar eða við skiptum ykkur út".

Á því er reginmunur, að fara sjálfur eða segja upp forystunni.

Og flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur aldalangahefð fyrir tryggð við forystuna, í gegnum þykkt og þunnt, hann lætur ekki svona nema í algjöru grundvallarmáli.  Og hvort sem fólk er sátt eða ekki, þá er hann fjöldaflokkur, það er ekki 5-6 menn sem eru að mótmæla, heldur grasrót stærsta flokks þjóðarinnar.

Og það eru vatnaskil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2011 kl. 07:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa skýringu Ómar.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 626
  • Sl. viku: 5602
  • Frá upphafi: 1399541

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 4775
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband