2.2.2011 | 22:40
Aumingja Bjarni greyið.
Af hverju sagði hann það ekki hreint út að þetta væri gjaldið fyrir að hann og hans fjölskylda yrði ekki gerð gjaldþrota.
Sem aðrir dyggir flokksmenn sem fá afskrifaðar alla sína milljarða í einkahlutafélögum. Það var alltaf áhætta að stjórnvöld myndu rifta þeim gjörningum að almenningur sæti upp með tapið en þeir gróðann.
Hvernig var þetta aftur?, þessi og þessi kennitala fór á hausinn, en þessi og þessi greiddi sér arð. Löglegt en siðlaust, en kannski ekki ef stjórnvöld hefðu farið í stríð við auðmenn og sjálftöku þeirra.
Hefðu gert meira en að stofna brandaraembættið sem heitir Sérstaki, og gerir allt eftir Helgi.
Það hefði verið hreinlegra hjá Bjarna að viðurkenna hagsmunatengslin, og segja flokksmönnum satt, í stað þess að bulla svona.
Það eru engir hagsmunir sjálfstæðrar þjóðar að greiða erlendu ríki ólöglega kröfu, engin sjálfstæð þjóð lætur kúga sig.
En spilltir stjórnmálamenn geta vissulega samþykkt slíka kúgun ef þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð, og aðrir borga.
Og vissulega eru rök hans tæk ef hann væri formaður Samfylkingarinnar, Baugur á jú þann ágæta flokk.
En reyna að bulla svona til að blekkja Sjálfstæðismenn, það er bara hreinlega barnalegt. Vissulega er flokkurinn hagsmunaflokkur, en hann er bara svo miklu meira, hann á sér rætur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og hann á sér sín gildi, borgarleg gildi.
Fjárkúgun er ekki meðal þeirra gilda.
Og uppreisn flokksins er hafin, það er ekki bara Heimdallur, það er ekki bara SUS, það er sjálfur flokkurinn, fólkið í flokknum.
Flokksmenn eru hreinlega ekki tilbúnir að greiða hærri skatta svo Þorgerður Katrín, Bjarni Ben, Illugi og hvað sem allt þetta lið heitir, fái fyrirgefningu skuldasynda sinna.
Og á morgun mun Davíð flengja Bjarna, og það verður sárt.
En verðskuldað.
Kveðja að austan.
Óánægja kemur ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 424
- Sl. sólarhring: 715
- Sl. viku: 6008
- Frá upphafi: 1399947
Annað
- Innlit í dag: 382
- Innlit sl. viku: 5146
- Gestir í dag: 370
- IP-tölur í dag: 367
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enginn ætti að halda að þeir sem styðja hættulega og niðurlægjandi lögleysu geri það af umhyggju fyrir þegnunum. Og voðalega er undarlegt að heyra menn tala um betri samning. Já, skárri kúgun. Jafnvel Pétur Blöndal talar nú þannig, Ómar.
Elle_, 3.2.2011 kl. 11:18
Og ég heyrði Sigðurð Inga núna nota þessi orð, samt hefur hann verið einn af þeim sterkustu gegn ICESAVE lögleysunni. Hví sjá menn þetta ekki? Vona að þeir fari nú að hætta að nota svona vægt orðalag um ofbeldi.
Elle_, 3.2.2011 kl. 12:11
Blessuð Elle, Pétur er hinn illi andi Sjálfstæðisflokksins, og tímabært að fólk átti sig á því. Hann á aðeins eina hugsjón í lífinu, og hún heitir buddan hans. Hann mun ekki verja þjóðina þó hann taki að sér það hlutverk að dempa óánægjuna, það vantar sko líkindareikning, ef fólk skyldi ekki vita það.
En það urðu tímamót í gær, fjöldi einstakling steig fram með rökum sem við þekkjum svo vel, en voru ekki svo margra fyrir 2 árum síðan. Þá þótti skynsamlegt að semja, hafa bara svona fyrirvara, núna lítur fólk á þetta sem grundvallarmál.
Og til þess var leikurinn gerður, að hamra á þessum viðhorfum þar til þau urðu almenn.
Ótti minn um hvort hjörðin myndi fylgja forystunni, reyndist ástæðulaus. Björn sló tóninn í morgun, fleiri "öldungar" munu fylgja á eftir.
Þetta er allt á betri leiðinni Elle, og mun enda vel, einhvern tímann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.2.2011 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.