1.2.2011 | 20:40
Aðeins hálfur sannleikurinn sagður.
Hinir föllnu auðmenn notuðu þjóna sína hjá atvinnurekendum, mútufé í háskólanum og ESB sinna verklýðshreyfingarinnar til að þrýsta á stjórnvöld að kalla til Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Geir Harde stóð ístaðið í um tvær vikur, meðal annars vegna frægra andstöðu þáverandi Seðlabankastjóra, sem sagði að almenningur ætti ekki og mætti ekki greiða skuldir óreiðumanna.
En þegar þrýstingurinn var orðinn óbærilegur, hryðjuverkaárás breta hafði stöðvað allt gjaldeyrisflæði til landsins, og hræddir hérar þorðu ekki að nota þau tæki sem alþjóðalög og alþjóðasamningar þjóðarinnar buðu upp á til að mæta bresku glæpamönnunum, þá gafst Geir Harde upp, illu heilli.
Í kjölfar fylgdi yfirtaka ríkisins á skuldum fjárglæfra manna.
Samið var um gjaldeyrislán frá AGS og vinaþjóðum breta til að borga út krónubraskara, og AGS ábyrgðist að íslenska þjóðin myndi taka á sig einkaskuldir Björgólfs og Björgólfs, kennda við ICESave.
Þetta voru skuldir uppá 1.300 milljarða auk vaxta.
Greiðslubyrðin var áætluð 60% af árlegum tekjum ríkisins.
Bara vaxtagreiðslur á þessu ári áttu að vera 160 milljarðar.
Jafnvel illa greindur hálfviti sér að þjóðin stóð ekki undir slíkum skuldbindingum, gjaldþrot hennar blasti við.
Það er ótrúlegt að Stiglitz skuli ekki hafa kynnst sér þessar staðreyndir áður en hann fór í samanburðarfræði sína, hann er í raun að blekkja umheiminn.
Kannski áttaði hann sig ekki á þessu vegna þess að íslenskur almenningur felldi ICEsave svik ríkisstjórnarinnar, og þar með frestaðist allt plan AGS.
Þess vegna er ekki búið að ganga á gjaldeyrislán AGS.
Þess vegna er ekki búið að bera fólk í þúsunda tali út af heimilum sínum.
Þess vegna er ekki búið að stöðva rekstur gjaldþrota fyrirtækja.
Þjóðin á eftir að samþykkja ICEsave ríkisábyrgðina, og sannarlega er um skárri glæpasamning að ræða, þannig að greiðslubyrðin verður aldrei jafn svakaleg og eins og gert var ráð fyrir í uppgjöf ríkisstjórnarinnar gagnvart alþjóða handrukkarasjóðnum.
En að tala um að íslenska þjóðin hafi ekki tekið á sig gífurlegar skuldir vegna bankahrunsins, það er í besta falli hálfsannleikur.
Og eina spurningin er hvort Stiglitz viti ekki betur.
En ef hálfsannleikurinn verður til þess að þjóðir Vesturlanda endi á því að neita greiða skuldir fjármálakerfisins, þá má réttlæta lygina.
Svo lengi sem við trúum henni ekki sjálf.
Því framtíð barna okkar er í húfi.
Kveðja að austan.
Ítarleg umfjöllun um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 608
- Sl. viku: 5644
- Frá upphafi: 1399583
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 4815
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.