1.2.2011 | 17:56
Skoðanalaus maður, hefur áhyggjur af þjóð sinni.
Telur hann það vænlegra til árangurs að segja pass í öllum málum???
Hver er afstaða Bjarna Benediktssonar gagnvart innlimunarferlinu að Evrópusambandinu, er hann með eða á móti, eða hefur hann ekki skoðun???
Hver afstaða Bjarna Benediktssonar gagnvart fjárkúgun breta, vill hann borga hana sjálfur, prívat og persónulega, eða ætlar hann þjóð sinni að greiða hana????
Hver er afstaða Bjarna Benediktssonar gagnvart samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hefur hann einhverja skoðun á því??? Til dæmis finnst honum rétt að þjóð hans skuldsetji sig fyrir 650 milljörðum í beinhörðum gjaldeyri til að borga út krónubraskara???
Eða finnst honum það út í hött eins og fyrrverandi formaður flokksins og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins????
Og af hverju er Bjarni Benediktsson að tala um skuldavanda heimilanna????
Var Pétur Blöndal ekki sammála aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem komu eftir Helgi????? Og réð Pétur Blöndal ekki þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins???
Sagði ekki varaformaður flokksins að mestu máli skipti að fólk hefði vinnu, ekki að það réði við skuldir sínar?????
Hvernig getur hann gagnrýnt ríkisstjórnina þegar flokkur hans styður aðgerðir hennar í skuldamálum heimilanna???
Hvernig getur hann yfir höfuð gagnrýnt þessa ríkisstjórn þegar enginn lifandi maður veit um stefnu hans í mikilvægustu málum þjóðarinnar????
Er hann virkilega svo grænn að halda að lántaka hálfgjaldþrota orkufyrirtækja munu bjarga efnahag landsins??? Hefur hann ekki frétt af því að alvöru fyrirtæki þurfi að greiða skuldir sínar til baka, þó félagar hans í braskinu hafi sloppið við það???
Stundum ættu menn að staldra við fyrir framan spegil og spyrja; Hver er ég???? Fyrir hvað stend ég??? Veit annað fólk fyrir hvað ég stend????
Ætla ég að svíkja mína þjóð og styðja ICEsave fjárkúgun breta??????
Því sannleikurinn er sá að hinn almenni flokksmaður Sjálfstæðisflokksins hefur áhyggjur af Bjarna. Og Bjarni ætti að hafa áhyggjur af því.
Það er alvarlegt mál að það sé engin stjórnarandstaða í landinu.
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því.
Kveðja að austan.
Miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einmitt þetta sem ég hef áhyggjur á. þessir menn fljóta bara í lausu lofti með stefnu eftir hentugleikum.
Valdimar Samúelsson, 1.2.2011 kl. 18:03
Blessaður Valdimar.
Ég vildi ekki vera stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í dag, vitandi innst inni að flokkurinn er í meginatriðum sammála öllu því sem ríkisstjórnin gerir.
Eini raunverulegi ágreiningurinn felst í skattamálum, flokkurinn leggur til að séreignalífeyrir sé skattlagður.
Ef hugsandi fólk hugsar málið aðeins, þá man það að flokkurinn var á móti því á meðan hann var í ríkisstjórn, en kom með þessa tillögu eftir að hann lenti í stjórnarandstöðu. Hvað veldur??? Kannski neitunarvald AGS.
Þeir sem styðja AGS, styðja allar þær hörmungar sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir.
Sumir aðeins kannast ekki við það.
Kveðja að austan.,
Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.