1.2.2011 | 14:05
Við líðum ekki ofbeldi segir ríkisstjórnin.
Þess vegna skerum við niður framlög til löggæslu niður fyrir öryggismörk.
Þegar lögreglan getur ekki sinnt hlutverki sínu, þá munu mafíurnar taka yfir, og þar með allt ofbeldi úr sögunni.
Það er ef fólk borgar glæpaklíkunum fyrir vernd sína.
Er þetta ekki bara svona AGS eitthvað????
Kveðja að austan.
Tekið á ofbeldishópum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágætis byrjun væri að gera eitthvað til að hafa upp á þeim mönnum sem hafa náðst á upptökur öryggismyndavéla við ofbeldisverk í miðbænum, en lögreglan þykist ekki hafa mannskap til að rannsaka. Eitt slíkt mál þar sem ráðist var að mér og tveimur félögum mínum hefur legið á borði lögreglunnar frá því í vetrarbyrjun, sem hefur ekkert aðhafst og segir bara "þið verðið sjálfir að finna út nöfn hinna seku, við megum bara ekki vera að því". Hvað ætli þurfi til svo að löggan á Íslandi standi upp af rassgatinu og vinni vinnuna sína í þágu almennings en ekki gegn? Ætli það hefði hreyft við þeim ef einhver af okkur vinunum hefði örkumlast við árásina?
En auk þess að taka á ofbeldishópum, hvernig væri þá að gera gangskör að því að loka þeim fyrirtækjum sem hér hafa stundað stórfellda skipulagða glæpastarfsemi í áraraðir og allir vita hver eru?
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 15:20
Löggan er upptekin við að eltast við löghlíðna borgara og refsa þeim fyrir of hraðan akstur, að parkera illa, fyrir að reykja þar sem ekki má. Það er nóg að gera við að bera fólk út úr húsum og innsigla... Hver má vera að því að eltast við glæpamenn. Það er alltof tímafrekt.
marat (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 15:38
Þannig að þú lítur kannski ekki á ofbeldismenn sem glæpamenn, marat ?
hilmar jónsson, 1.2.2011 kl. 16:07
Hin venjulegi rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu er með frá 70-150 mál á borðinu hjá sér og öll flokkuð eftir alvarleika. Venjuleg líkamsárás flokkast því miður ekki sem alvarleg þannig að það sér hver maður að mál þitt mun seint og illa komast fremst í bunkann hjá rannsakaranum.
Því er engu um að kenna nema niðurskurði ríkisins til löggæslumála. Ekki manninum sem var svo óheppinn að fá mál númer 135 (þitt mál) neðst í bunkann, og sannarlega ekki þér að kenna.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 17:06
Takk fyrir innlitið félagar.
Ætli kjarninn sé ekki sá, að þjóð sem sker niður grunnþjónustu, er þjóð í upplausn.
En krónubraskarar og fjárglæframenn eru ánægðir.
Sem og ofbeldis og glæpamenn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 18:00
Ef það eru 70-150 mál á hverju borði og ofbeldisglæpur er svona nálægt botninum á bunkanum. Hverskonar viðbjóður er þá eiginlega efst í bunkanum? Og ef það eru svona mörg mál, hvers vegna þá svona fáir dómar kveðnir upp yfir þeim sem fremja öll þessi voðaverk? Er kannski eitthvað svarthol í gangi þarna einhversstaðar?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2011 kl. 04:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.