1.2.2011 | 13:59
Þjóð sem setur það í forgang að borga skuldir fjárglæframanna
Hefur ekki efni á ríkisrekinni menningu.
Hún hefur ekki efni á tónlistarskólum.
Hún hefur ekki efni á opinberi heilsugæslu nema í skötulíki.
Eða eins og landsstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði í viðtali við Boga Ágústsson, "við skiptum okkur ekki að hvernig stjórnvöld ráðstafa tekjum ríkisins, ÞEGAR þau hafa staðið skilum á skuldum sínum.
Þess vegna er það í forgang hjá stjórnvöldum að skera allt niður, nema vaxtagreiðslur af krónubraskaraláninu sem kennt er við AGS, og síðan þarf að vera peningur fyrir ICEsave, að sjálfsögðu.
Þess vegna er fyndið að sjá alla þessa stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar mæta og mótmæla aftöku tónlistarskólanna.
Það er eins og þeir skilji ekki stefnu sinnar eigin ríkisstjórnar.
Skilji ekki að líf skuldaþrælsins er vinna.
Vita menn ekki úr hvað jarðvegi Blúsinn varð til????
Kveðja að austan.
Margir styðja tónlistarskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 542
- Sl. sólarhring: 646
- Sl. viku: 6273
- Frá upphafi: 1399441
Annað
- Innlit í dag: 461
- Innlit sl. viku: 5316
- Gestir í dag: 423
- IP-tölur í dag: 416
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er Samfylkingin sem stendur fyrir þessu...Margir í Besta Flokknum eru í raun mjög mótfallnir þessu, enda mikið af menningarfólk þar. Sorglegt þau hafi ekki náð meirihluta. Samfylkingin beitir alls konar brögðum til að kúga þau til hins og þessa...Ég hef fulla trú á Jóni til að koma í veg fyrir þetta. Hann er jú listamaður, enginn plebbi, og þetta er gáfaður maður og hlýtur að skilja mikilvægi lista hér á landi.
Áfram Jón Gnarr og Áfram Tónlist! (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 15:26
Jón Gnarr beitir sér ekki gegn skuldaþrælkun almennings og að endurreisn auðmanna hafi forgang.
Þar með er hann í engu betri en þeir sem stjórna, líklegast verri því hann gæti gert eitthvað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.