Eru þetta hálfvitar????

 

Skilaði uppreisn almennings bara vitleysingum inná þing????

Var Þráinn Bertelsson sá skásti????

Hvaðan heldur þetta vesalingsfólk að tekjur bankanna komi????

Eru þeir að afskrifa skuldir almennings????, eða eru þeir að afskrifa skuldir auðmanna og fyrirtækja þeirra????

Hvaða hópur í þjóðfélaginu er það sem fær aldrei aflsátt af vöxtum sínum????   Þeir sem eiga peninga, þeir sem eiga ekki peninga????

Almennur skattur af tekjum, er þrátt fyrir allt líklegri til að velta byrðunum á herðar þeirra sem standa undir þeim, en bankaskattur er tekinn beint úr vösum almennings, og þá þeim hluta hans sem verst stendur fjárhagslega, þeim sem skulda, þeim sem greiða dráttarvexti og vanskilagjöld.

Fólkið sem Borgarahreyfingin þóttist vera að vernda.  

 

Hver er svo brúin í málflutningi Hreyfingarinnar.????

Man einhver eftir spánni um yfirvofandi greiðslufall almennings???

Yfir helmingur heimila komin með neikvæða eiginfjárstöðu uppúr næstu áramótum.

Hvernig stendur bankakerfið þá ef almenningur sameinast um að láta ekki bjóða sér lengur að borga Hrunskuldirnar???

Eða það þarf að afskrifa veð sín ennþá meira vegna lækkunar á fasteignaverði???

Eða þarf að innleysa veðin vegna greiðslufalls???

 

Hvert er samhengi á milli þess og fjárhagslegrar stöðu bankakerfisins????

Hvernig fer bankakerfið að greiða ICEsave skatt þegar það uppfyllir ekki lengur kröfur um lágmarks eigið fé, er fallit nema til komi frekari fjárframlög ríkisins?????

Fékk þjóðin ekki nóg af svona Exel æfingum í aðdraganda Hrunsins.  Þegar bankamenn reiknuðu allt út í ofsagróða og greiddu sér milljarðana í arð út úr gjaldþrota fyrirtækjum.

Af hverju er Hreyfingin af öllum flokkum að ástunda slík vinnubrögð, að reikna út tekjur þar sem ekkert er til annað en misverðmikill pappír???

 

Nei hvort sem bráðavírus heimskunnar hefur lagst á þingmenn Hreyfingarinnar eða eitthvað annað, veit ég ekki.  

En það er sorglegt að heyra ungt vel meinandi fólk bulla svona.

Sérstaklega vegna þess að það á að vita að þau hafa engan rétt til að ráðstafa skattpeningum almennings í að greiða ólöglegar kröfur, sama hver krefst þess.

Fjárkúgun er glæpur og á að meðhöndlast sem slík.

Og að ætla sér að margbrjóta stjórnarskrá landsins  vegna þessarar fjárkúgunar, það er eitthvað sem maður hefði ekki að óreyndu trúað uppá þær stöllur, Birgittu og Margréti.

Það er sorglegur endir á hugsjónabaráttu að verða sekur um höfuðglæpinn.

Þann að svíkja sína eigin þjóð.

 

Lægra er ekki hægt að komast.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Innistæðutryggingagjald í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég er dofinn hvað er Margrét að fara er hún virkilega að meina þetta eða er þetta hæðni?

Margrét, Birgitta og Þór eru ekki flokksbundin við eigum að geta treyst þeim ef ekki þá er fokið í flest skjól!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2011 kl. 11:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

"Þeim var ég verst sem ég unni mest" sagði góð kona, ætli svipaðar tilfinningar fari ekki um huga manns, ég átti ekki von á svona svikum frá flokknum sem ég kaus, og treysti til allra góðra verka.

Vissulega má margt gott segja um þetta fólk, mér fannst Birgitta frábær í AGS andstöðu sinni,  og þau hafa haldið sjó í skuldamálum heimilanna.

Annað er verra, og framkoma Þórs Saari gagnvart landsbyggðinni, er sérkapítuli, orðið hroki lýsir honum best.

En að láta plata sig svona upp úr skónum, að trúa því eina mínútu að bankarnir borgi fyrir þjóðina, það er svo barnalegt, að það er grátlegt að fullorðið fólk skuli trúa þessu.  

Stjórnarliðar eru ekki svona grænir, en valdaseta þeirra byggist á blekkingum og áróðri, en andófshreyfing, til hvers er hún að kóa með????

En þetta virðist ganga ágætlega í Egyptalandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 13:32

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki örvænta strákar mínir.  Hreyfingarfólkið er með hjartað á réttum stað ennþá.

http://www.visir.is/hreyfingin-leggst-gegn-icesave-samningnum-/article/2011604308654 

Axel Þór Kolbeinsson, 1.2.2011 kl. 20:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel, ég held að það sé mikið í lagt að lesa örvæntingu út pistlinum hér að ofan, held ég hafi frekar verið að afhausa liðið, þá í þeirri góðu meiningu að forða því að verða afhausað í alvörunni þegar þjóðin gerir endanlega uppreisn gegn glæpaklíkunni sem rændi hana fyrir Hrun, og er núna á fullu að koma skuldum fjárglæfra manna yfir á almenning. 

Eiginlega er það góðmennska að skamma þau svona, ef nógu margir gera það, þá taka þau kannski aftur stöðu með þjóðinni.

En ég játa tregann í innslagi mínu þar sem ég var að spjalla við Sigurð, þetta er jú fólkið sem ég hef sagt einu sinni í mánuði að ég kysi í viðhorfskönnun Gallups (er einhver fasti hjá þeim í sambandi við markaðskannanir).  Og ég batt vonir við þau, játa það líka.

Pistillinn er um þessa frámunalega heimskulegu hugmynd Margrétar, og ég trúi því ekki að blaðamaður Mbl.is sé að skálda viðtalið við hana.  Svona hugmynd er mikill skaði, hún hljómar vel, og margir gætu látið glepjast.  Sem er slæmt.

Þar að leiðandi færi sjálfur páfinn á aftökulistann, ef hann héldi þessu fram í predikun í Kristskirkju.  Það eru blekkingarnar sem eru erfiðast að kveða i kútinn, eitthvað sem virðist vera satt, en er það ekki.

Sbr það að ICEsave sé skráð í EES samninginn, eða einhver mismunaregla setur samasem merki á milli Raufarhafnar og London.

Þegar þjóðarsvik eru annarsvegar, þá daðra menn ekki við sannleikann, annað hvort þekkja menn það sem er rétt, eða menn styðja glæpinn.  Það er tildæmis ekki alltí lagi að nauðga, þó þú notir smokk, svo dæmi sé tekið.

En hvað á ég að segja um þessa frétt Vísis, hún er vissulega á skjön við brainstorm Margrétar Tryggvadóttir, sjálfsagt er fundaherbergið það hlutfallslega stórt, að öll samskipti á þingflokksfundum eru brengluð.

Vissulega fagna ég ef þetta er skoðun Hreyfingarinnar, en því miður er þetta hálfvelgja.  

Það eru ekki uppi siðferðisleg álitamál, þeir sem átta sig ekki á að það er rangt að koma skuldum einkaaðila yfir á almenning, þeir eru í það minnsta ekki tækir í andófshreyfingar almennings gegn arðráni og kúgun höfðingjanna. 

Og þú segir ekki nei við ICEsave vegna þess að þú efast um að þjóðin ráði við kostnaðinn, þú segir Nei vegna þess að ICEsave er glæpur, skipulögð fjárkúgun, og skýrt brot á stjórnarskránni.  Ríkisábyrgð er ekki veitt á opin tékka.  Ríkisábyrgð er ekki veitt eftir á.  Ríkisábyrgð þarf að vera vegna löglegs tilefnis.

Það og aðeins það, á að koma fram í áliti þeirra sem í hjarta sínu er á móti kúgun og lögleysu.

Síðan eiga þeir að segja sig frá frekari starfi, því þingnefnd fjallar ekki um glæp.  Það er engin munur á þessu eða ef Steingrímur og Össur myndu leggja fram frumvarp á nauðgun á öllum rauðhærðum konum, og menn myndu ræða hvort það svaraði kostnaði að framkvæma slíkt, hverjir ættu að framkvæma þær, hvort þeim yrði ekki of kalt miðað við veðurfar í febrúar og svo framvegis.

Þú ræðir ekki praktískar hliðar á glæp á löggjafasamkundu þjóðarinnar.

Málið er ekki flóknara en það.

Jú, ég afstaða Hreyfingarinnar í ICEsave hefur valdið mér miklum vonbrigðum.  Ég kaus jú þetta fólk á þing.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 21:22

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú hressist þegar þú lest ályktun okkar ef hún verður þá birt einhversstaðar.  Líklega mun nú mogginn og evrópuvaktin birta hana.  Væntanlegt á næstu dögum.

Annars er ýmis "terrorismi" væntanlegur.

Bestur kveðjur. 

Axel Þór Kolbeinsson, 1.2.2011 kl. 21:28

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Bíð spenntur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband