31.1.2011 | 20:22
Vinstrimenn ná nýjum lægðum í lágkúru.
Það er óumdeilanleg staðreynd að allflest fórnarlömb Hrunsins sem hafa verið borin út af heimilum sínum, er venjulegt fjölskyldufólk.
Þetta er fólk með mikla ómegð, einstæðar mæður, fólk sem hefur lent í áföllum eins slysum, sjúkdómum eða atvinnumissi, fólk sem hefur lent í óvæntum útgjöldum til dæmis vegna veikinda barna sinna.
Áróðursmeistarar bankaskrímslanna hafa reynt að telja trúgjörnum stuðningsmönnum vinstri stjórnarinnar í trú um að um óráðssíufólk sé um að ræða. Fólk sem hafi ekki gætt sér hófs í neysluæðinu. En það fólk er góðkunningjar bankanna, með miklar tekjur, góðir kúnnar eins og sagt er, og það hefur fengið skuldir sinar afskrifaðar á viðráðanlegan grunn.
Það er líka óumdeilanleg staðreynd að vinstristjórnin ætlaði að eyða sjúkrahúsaþjónustu landsbyggðarinnar, og vegna 4 milljarða króna meints sparnaðar, ætlaði hún að reka 960 manns í heilbrigðiskerfinu, við mikið uppklapp ungra frjálshyggjudrengja sem hatast við almannakerfi.
Það er óumdeilanleg staðreynd að börn sem standa höllum fæti vegna einhverja líkamlegra eða andlegra annmarka, eru fórnarlömb niðurskurðar ríkis og sveitarfélaga. Það er sagt að við höfum ekki lengur efni á þeim lúxus að veita þeim þjónustu við hæfi. Í sumu er verið að fara áratugi aftur í tímann.
Það er líka óumdeilanleg staðreynd að sá niðurskurður í velferðinni sem þegar hefur átt sér stað, er aðeins fyrsta skrefið af mörgum sem stjórnvöld þurfa að stíga til að ná markmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að ráðstöfunartekjur ríkisins fari í vexti og afborganir vegna skjaldborgar auðmanna og krónubraskara.
Það er líka óumdeilanleg staðreynd að ríkisvald sem styður bankaskrímsli við að bera út samlanda okkar og sker niður þá þjónustu sem hlífa skyldi, að það á næga peninga þegar kemur að því að borga fjárkúganir glæpamanna.
Sexföld sú upphæð sem átti að spara með brottrekstri 960 lækna, hjúkrunarkvenna, sjúkraliða og annarra starfsmanna heilbrigðiskerfisins, á að veita á þessu ári í fjárkúgun, kennda við ICEsave.
Og rökin eru eingin önnur en þau að annars myndu fjárkúgararnir skemma svo mikið fyrir þjóðinni. Það er ekki vísað í lög eða reglur, í samþykkt Alþingis um ríkisábyrgð á skuldum Björgólfs og Björgólfs, eða neitt það sem gæti réttlætt þetta fjáraustur.
Aðeins sagt að við vorum beðin um að greiða, og við ákváðum að greiða. Ekki okkar peninga, heldur skattpeninga almennings, fengna með blóðugum niðurskurði heilbrigðis og velferðarmála.
Það er líka óumdeilanleg staðreynd að líkt og í fyrri lögbrotum ríkisstjórnarinnar að þá er verið að skrifa upp á óuppfylltan tékka, sem enginn veit hvað verður hár. Skýrar er ekki hægt að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar um skilyrði ríkisábyrgðar, sem á að vera endanleg upphæð vegna löglegs tilefnis, ekki óræð upphæð vegna erlendrar kúgunar.
Það er líka óumdeilanlegt að hinu jákvæðu umsagnaraðilar sem styðja þessi lögbrot, að þeir eru hinu sömu sem studdu þá fyrri, sem þeir segja í dag að hafi verið mörg hundruð milljarða króna hærri en nú liggja fyrir.
Það er óumdeilanleg staðreynd að í öllum réttarríkjum þá sætu viðkomandi aðilar í gæsluvarðhaldi vegna játningar sinnar að aðild að mesta þjófnaði Íslandssögunnar, það kemst jú enginn upp með að aðstoða við þjófnað sem nemur um fjórðungi af landsframleiðslu þjóðar sinnar.
Allt þetta og meira til vita vinstrimenn í ríkisstjórn Íslands.
Og þeir hafa áhyggjur af því að almenningur láti ekki bjóða sér enn einn þjófnaðinn, enn eina fjárkúgunina.
Og þá er gamla ráðið um stríð við "óvini" boðað.
Klúðrinu vegna stjórnlagaþingsins var mætt með árásum á sægreifa sem á einhvern dularfullan hátt áttu að hafa vélað Hæstarétt til að dæma gegn lögum og reglum sökum hagsmuna sinna.
Og bankarnir eiga að borga ICEsave, að vísu eftir Helgi, en þessi Helgi reyndist svo vel þegar kom að því að blekkja almenning vegna skuldavanda heimilanna.
Aðeins tvennt fyrir þá sem sjá ekki í gegnum blekkingarvef þessa Helga.
Hvar fá bankarnir tekjur sínar??? Frá fjármálafurstum eða vaxtapíndum almenningi????
Finnst einhverjum líklegt að eigendur Nýju bankanna, amerískir vogunarsjóðir, samþykki ólöglega skattheimtu vegna ólöglegrar fjárkúgunar????
Spurningin er því hvort íslenskir vinstrimenn setji nýtt met í trúgirni, ef það væri mælt í lengdarmetrum þá ætti það að duga langleiðin í næsta sólkerfi, eða sjá þeir loksins í gegnum lygavaðal leiðtoga sinna.
Svarið er óljóst, hallast samt að hinu fyrrnefnda.
En það búa fleiri á Íslandi er trúgjarnir vinstrimenn, þjóðin býr hér líka.
Að bera svona bull á torg hennar er þvílík lágkúra, að öll met hafa verið slegin, og voru þau þó mörg fyrir.
Ég vorkenni fólki sem á eftir að vitna í hann eins og guð almáttugur hafi fullyrt að bankarnir munu greiða ICEsave.
Staðreyndin er sú að blóð okkar almennings mun greiða þessa fjárkúgun.
Ekki nema frelsislogi mennskunnar muni fylla hér götur og torg.
Ég spái því.
Kveðja að austan.
Skoðað hvort fjármálafyrirtæki beri kostnaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldeilis rétt hjá þér Ómar, að lægra verður varla komist en að samþykkja hinar forsendulausu Icesave-kröfur. Svo bætist við þessi heimskulega hugmynd meirihluta fjárlaganefndar, að tekið verði til skoðunar hvort Icesave-klafanum verði komið á Íslendsk fjármálafyrirtæki. Veit þetta fólk ekki að fjármálafyrirtækin eru öll gjaldþrota og skugginn af þeim lifir bara frá degi til dags í forsælu ríkisins ?
Eftirfarandi setning er sérstaklega vítaverð:
Þetta er hrein lygi því að skýrt er tekið fram að lögsaga Bretlands mun gilda um deilumál sem tengjast Icesave-samningum-III. Engu máli skiptir í hvoru nýlenduveldinu úrskurðar-dómstóll situr. Það er lögsagan sem skiptir máli og með þessu ákvæði er sjálfstæði Íslands vanvirt.
Menn ættu að gefa gaum að því að eitt af ágreinings-efnunum mun verða úthlutun úr þrotabúi Landsbankans. Kjánarnir í Icesave-stjórninni eru að gera sér vonir um að slitastjónirnar veiti TIF forgang til krafna. Þetta verður ekki svo, því að Íslendskri lögsögu verður hafnað, í samræmi við samningana. Heimskingarnir segja:
Auðvitað eru svona hugleiðingar fullkomlega merkingarlausar. Réttarstaðan byggist á þeirri lögsögu sem um er samið, ekki skilningi einhverra Alþingismanna. Hefur þetta fólk enga hugmynd um hvað lögsaga merkir ? Ber þetta fólk enga virðinu fyrir sjálfstæði Íslands ?
Hvílík flón fara með völd í þessu landi !
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2011 kl. 22:03
Blessaður Ómar ég er tilbúinn að taka þátt í hertum aðgerðum gegn mafíunni því að við höfum ekki lengur val.
Sigurður Haraldsson, 31.1.2011 kl. 22:36
Blessaður Loftur.
Staðreyndin er sú að þetta eru bjánar, bullandi út í eitt. Hafa ekkert lært þó þeir viðurkenni að þeir hafi næstum því stuðlað að fjárkúgunin yrði 507 milljarðar í stað þeirra 60-220 milljarða sem þeir spá núna.
Og vitna í sömu fíflin sem spáðu methagvexti á næstum árum, slógu meira að segja Stalín við í 5 ára áætlunum sínum. Tíminn hefur þegar sannað rangindi þeirrar spár. Hvað þá forsendan að ekkert yrði greitt annað en ICEsave og AGS þessi hörmungarár sem þjóðin ynni fyrir breta og alþjóðlega handrukkara.
Eins og aðrar skuldir okkar skulduga lands, hefðu gufað upp.
Það er móðgun við fávita að bendla þá við svona forheimskt lið.
En metið niður á við slógu þeir samt þegar þeir sömdu um að þrotabúið léti tryggingasjóðinn aðeins fá fasta tölu miðað við gengi ákveðins dags, þar með er þjóðin varnarlaus gegn gengisfalli krónunnar.
Er hægt að toppa þessa heimsku, er hægt að toppa trúgirni fréttamanna Ruv sem munu mæra hinn góða samning út í eitt.
Eða Höskuld greyið Þórhallsson, sem lætur hafa það eftir sér að samningurinn sé sanngjarn. Að vísu ólöglegur, ólöglega til hans stofnað, engin greiðsluskylda og mikil óvissa fólgin í forsendum hans. En sanngjarn, og hann styður hann.
Og þessi maður var formaður Framsóknarflokksins í 5 mínútur.
Það er hrós að kalla þetta svikalið flón.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2011 kl. 23:24
Blessaður Sigurður.
Erum við ekki mörg sem bíðum eftir leiðsögn, eftir einhverju andófsafli sem er trúverðugt, og setur framtíð barna okkar í forgang. Mæta myndi ég, það er allavega víst.
En ef þessi samningur verður samþykktur af Alþingi, þá hefur löggjafarvaldið rofið friðinn. Og þetta lið án allra griða.
Öll barátta gegn því er þá réttlætanleg, líkt og barátta frjálsra Frakka gegn Vichy stjórninni. Hún var þó nauðbeygð með skriðdreka á bakinu, þetta lið sveik þjóð sína sjálfviljugt. Án æru og án sóma.
Ekkert fær réttlætt þennan svikasamning, ekki einu sinni þó ríflegur meirihluti þjóðarinnar samþykki hann í þjóðaratkvæði. Pétain marskálkur var ekki löglegt stjórnvald þó hann hefði í upphafi valdatíma síns mikinn meirihluta þjóðarinnar að baki sér.
Stjórn hans var vanhelgun á sjálfstæði þjóðarinnar, brot á stjórnarskrá landsins.
Það sama hér ef fjárkúgun breta verður samþykkt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2011 kl. 23:35
Það er ekki ónýtt að vita af baki þínu þegar við þurfum að snúa þeim saman gegn mafíunni! Kveðja úr norðri.
Sigurður Haraldsson, 31.1.2011 kl. 23:57
Hvað kallið þið trúverðugt andófsafl og í hvaða skilningi? Pólitískt? Byltingarsinnað? Eða einhverskonar skæruhernað? Á það einungis að varpa stjórnvöldum af stóli eða á það líka að taka völdin að byltingu lokinni? Á hvaða markmiðum ætti slíkt framtak að grundvallast og síðast en ekki síst hversu langt eru menn tilbúnir að ganga svo að þeim verði náð? Í Egyptalandi virðist þetta hafa farið tiltölulega vel fram miðað við mannfjölda, hvernig sjáið þið þetta fyrir ykkur í landi sem hefur engan her heldur bara óeirðalögreglu og litla sérsveit. Ég spyr meðal annars því ég veit ekki svörin sjálfur. Þar sem þetta er opinn vettvangur bið ég ykkur að fara varlega í að skrifa svör við þessum áleitnu spurningu, heldur frekar að hugleiða þær í einrúmi því ef í hart færi eru þetta atriði sem þarf að taka afstöðu til
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 02:50
Blessaður Guðmundur, við Sigurður erum engar kellingar og förum ekkert í felur með skoðanir okkar.
Ítreka aðeins að þegar stjórnvöld rjúfa grið við þjóðina með samstarfi sínu við erlend kúgunaröfl, þá er almenningur í fullum rétti til að grípa inn í og koma viðkomandi stjórnvöldum frá. Ætli Niðurlendingar hafi ekki verið einna fyrstir til að orða þessa hugsun um skyldur stjórnvalda og rétt almennings til uppreisnar, ef stjórnvöld bregðast skyldum sínum.
ICEsave samningurinn er skýrt brot á stjórnarskránni, hann felur í sér ólöglega ráðstöfun á skattfé almennings, og samstarfið við breta er landráð samkvæmt skýrum orðum landráðakafla almennu hegningarlaganna.
Hvernig svo þjóðin bregst við, fer svo eftir því hvað reiðin nær að gerjast lengi áður en hún brýst út. Egyptar eru bara með sína útgáfu af tunnumótmælunum, þau virkuðu í haust hjá okkur, en fólk fylgdi þeim ekki eftir.
Í því samhengi má túlka orð mín um skort á skýrum valkosti.
Og sá skortur stafar af ólíkri sýn fólks á hvað þarf að gera, og hvert beri að stefna. Á meðan er andófið forystulaust, fjórflokkurinn innlimaði Hreyfinguna, sem var hvort sem er andvana fædd tilraun því henni skorti hugljómun um betri framtíð, og það er ekkert formlegt afl til sem fólk samsinnar sig við.
Í Egyptalandi urðu ákveðin kaflaskil þegar þjóðþekktur öldungur gekk til liðs við unga fólkið og gaf þar með mótmælum þess þann virðuleika og vigt að fólk trúir að bylting þess sé möguleg án stjórnleysis.
Það sama hefur ekki gerst hér, og það er líklegast stærsta skýringin á því stjórnleysi sem nú ríkir. "Okkar besta fólk" styður skuldaþrælkun barna okkar.
Og ef hið siðlega bregst, þá eru svo miklu meiri líkur á ofbeldi.
En um það er ekki lesið á þessari síðu, gamli refurinn Mandela er minn maður.
Hann leiddi byltingu fólksins frá ofbeldi til hljóðlátrar valdtöku, með aðferðarfræði sannleiksnefndarinnar, og hann hafði þann innri styrk að fólk trúði á hugljómun hans um betri framtíð.
Trúi menn á betri framtíð, þá eyðileggja þeir ekki þann draum með tilgagnslausu ofbeldi. Það eina sem er öruggt með beitingu ofbeldis, er að ofbeldisseggir komast til valda.
Af hverju??? Jú, þeir eru sérfræðingarnir og breytast ekki í neina friðardúfur þegar i valdastóla er komið. Gömul saga og ný.
En stundum er bein andspyrna nauðsynleg, en það er önnur Ella, sem ég ætla ekki að ræða hér.
Bretar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ekki ennþá formlega yfirtekið stjórn landsins. En ef og þegar það gerist, þá ræði ég það í rólegheitum yfir kaffibolla við gott fólk. Ekki á blogginu.
Eðli málsins vegna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 08:45
Gott svar. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2011 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.