Logi byltingarinnar mun líka hrekja ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út í hafsauga.

 

Össur ætti ekki að hreykja sig hátt á hanapriki sínu, röðin mun koma að honum.

 

Í dag er íslenska þjóðin dofin.  Stöðugt berast henni fréttir af græðgi og sjálftöku.  Fyrirtæki og félög á hvínandi kúpunni greiddu sér hundruð milljóna í arð, bankaræningjar nokkra milljarða.

Og innst inni veit þjóðina að þetta sama lið ræður öllu í dag. 

Það fær afskrifaðar skuldir sínar, það eignast skuldaþvegin fyrirtæki. 

Það á stjórnmálamennina á bak við tjöldin.

 

Og almenningur veit að hann borgar brúsann, hann fær ekki afskrifaðar skuldir, hann er settur á gaddinn við fyrsta tækifæri.  Það eina sem honum býðst, ef fólk er hraust og hefur þokkalegar tekjur, er greiðsluaðlögun og greiðsludreifing svo hann geti unnið fyrir fjármálabraskarana það sem eftir er af starfsævinni, eignalaust og allslaus vegna verðtryggingarinnar.

 

Hvenær þrýtur þolinmæði almennings.  Hvenær fer einhver út á göturnar og mótmælir????

 

Í Helgardagblaðinu var lítil frétt um hlutskipti fólk í skuldafangelsi ríkisstjórnarinnar.  Tilsjónarfulltrúi sendi einu af fórnarlömbum Hrunsins tölvupóst, sagðist ekki geta sinnt hennar málum sökum anna, aðallega handboltaanna, reyndar var hann ekki að spila heldur að horfa.

Fórnarlambið var 6 manna fjölskylda.  

Móðirin hafði lenti í vinnuslysi og var óvinnufær.  

Eitt barna þeirra var það sem kallað er langveikt barn, og við minnumst oft á á hátíðarstundum.

Fjölskyldunni hafði verið vísað á gaddinn síðastliðið haust.

 

Hve lengi sættir þjóðin sig við að fólk í erfiðleikum mæti meiri grimmd en ekkjum og munaðarleysingjum var sýnd þegar þjóðin var ein sú fátækasta í Evrópu og fámenn stétt höfðingja og embættismanna réði öllu.

Hefði Thor Jensen rekið  6 manna fjölskyldu með langveikt barn á gaddinn vegna þess að hún gat ekki staðið í skilum með leigu vegna veikinda eða vinnuslyss.  

Hefði Jón Þorláksson borgarstjóri íhaldsmanna hagað sér svona???'

Svarið er Nei, um það eru til fjöldamörg dæmi.

 

En fyrsta hreina vinstristjórnin leyfir bankaskrímslum að gera slíkt.

Aftur og aftur.

Og þessi vinstri stjórn ætlar að greiða bretum fjárkúgun þeirra á meðan hún fækkar starfsfólki í heilbrigðiskerfinu.

Skerðir alla þjónustu sem tók áratugi að byggja upp.

En á næga peninga til að greiða tugi milljarða í vaxtakostnað vegna krónubraskaralánsins.

 

Hvenær sem það verður, en það verður fljótlega, þá er öruggt að íslenska þjóðin mun reka þessa ræningja af höndum sér.  Hún mun ekki sætta sig við þá ómennsku að almenningur sé borinn út úr húsum sínum en risalán séu tekin til að slá skjaldborg um braskara.

Hvort sem hún þarf að heyra fleiri dæmi um milljarða arðgreiðslur þjófa, eða sögur af langveikum börnum sem hrakin eru af heimilum sínum, veit ég ekki.

En enginn Íslendingur var alinn upp við þau gildi að telja svona þjóðfélag sjálftöku og grimmdar eðlilegt hlutskipti barna okkar.  

Að mannvonska marki framtíðina.

Og skuldaþrældómur svo þjófar geti áfram haldið að maka krókinn.

 

Nei, Össur og Jóhanna, ykkar tími mun koma.

Á meðan megið þið skammast ykkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Logi byltingar fer yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Húrra og þakka þér,-  mikið að einhver segir hlutina eins og þeir eru. Því miður erum við orðin  dofin og dauf.

Sigurjón Benediktsson, 31.1.2011 kl. 16:47

2 identicon

Galgopinn hann Össur gæti verið næstur,þjóðin hans er að fá sig fullsadda á yfirganginum í honum og ESB-dindlum hans.

Númi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:48

3 identicon

Þakkir Ómar :)

Það mun jú hægt að sæla egg á afturendanum á Vinstri lúsablesum innan skamms enda á fáum stöðum á jarðríki gengið fram með jafn öfgafylltri kommúnismastefnu og hér, þá ef vera skildi verra í S-Kóreu en þaðan berast engar fréttir..... hér heima er nú á tímum einmitt túlkað svo að engar fréttir séu góðar fréttir!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Sigurjón, það er oft talað um logn á undan storminum.  Ytri skilyrði þjóðarbúsins munu ekki gera neitt annað en að versna, þar með eykst verðbólgan og lánin okkar hækka.  Allt hækkar, allt nema laun fólks. 

Síðan á að skera og skera, vega að undirstöðum byggða landsins.   

Það mun allt springa í loft upp, aðeins spurning um tíma.  En það er miður að svona frétt eins og var í DV um fjölskyldu langveika barnsins, að hún skuli ekki fá athygli og viðbrögð.  

Í henni kristallast áður óþekkt ómennska.  Sem til skamms tíma hefði aldrei verið látin viðgangast hér á landi.

Númi, þau verða næst, eins öruggt og að sólin muni koma upp eftir dómsdag Mayja á næsta ári.

Óskar, þar sem þú ert hægri maður, þá er gott að fá fram staðfestingu á kenningu mína um þann óskapnað sem ranglega er kenndur við frjálshyggju.  

Kommúnismi og auðrán eru sitthvorar hliðar á sama peningnum, auðnin ein fylgir í kjölfarið. 

Það eru ekki fátæklingarnir sem falla fyrst fyrir AGS, það eru kapítalistarnir.

Og tími til kominn að hægri menn átti sig á því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2011 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hvers vegna eru þeir sem mótmæla sem harðast litnir hornauga? Það er fólk eins og við sem er að mótmæla af hörku en á stundum er gert grín af því og maður spyr sig hvers vegna? Ég hef helgað mig réttlætinu og mun ekki kvika frá þeirri stefnu meðan ástandið er eins og það er hjá okkur! Því segi ég lifi byltingin og lýðræðið niður með spilltan fjórflokkinn og bankamafíuna ásamt dómskerfinu!

Sigurður Haraldsson, 31.1.2011 kl. 23:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Sigurður, það er vegna þess að við Íslendingar erum svo spéhræddir.

Svona andóf fær enga vigt fyrr en unga fólkið rís upp.  Þannig varð það í Frakklandi, fyrsta veturinn dó næstum andspyrnan út.  Úr hungri.  

Þetta voru aðeins nokkrir sérvitringar sem fundu sig ekki í fortíðarhjali um spillingu og vanhæfa stjórnmálastétt (alveg satt, umræðan var öll á þeim nótum þó landið væri hertekið).  Leiðtogi þeirra, De Gaulle var annálaður stórbokki sem átti ekki skap með nokkrum manni.  Enda mannaði útlagastjórn hans ekki eitt lítið fundaborð þegar hún hélt fyrstu fundina í London. 

Það var tvennt sem hélt lífi í andspyrnunni, matar og fjárstuðningur Breta, og góðsemi gamalla kvenna sem gátu ekki hugsað sér að þessi grey dæju úr sulti, þó skrýtin væru.  Hinn almenni Frakki leit á andspyrnuliðið sem vitleysinga sem sættu sig ekki við raunveruleikann, sem var að landið var hernumið sökum innbyrðis klofnings og dugleysis stjórnmálaelítunnar.

Ástandið breyttist ekki fyrr en Þjóðverjar fóru að innheimta sitt ICEsave, þeir neyddu ungt fólk í nauðungarvinnu í Þýskum verksmiðjum.  Þá fóru margir til fjalla, kusu það frekar en eymdarvist ICEsave þrældómsins..

Svo jókst harkan, og æ fleira ungt fólk tók þá ákvörðun að framtíð barna þess væri meira virði en þess eigið líf.  Vendipunkturinn var veturinn 1942-1943, þá loksins varð til það afl sem Frakkar minnast með stolti í dag, Franska andspyrnuhreyfingin.  

Andspyrnan kostað um 200.000 ungmenni lífið, af báðum kynjum.  Stelpurnar voru ennþá harðari ef eitthvað var.

Hér sjá þær ekkert athugavert að ala börn sín upp sem ICEsave þræla.

En það mun breytast Sigurður.  Að lokum mun unga fólkið mæta í mótmæli, og þá er þessi stjórn fallin, líkt og spillingarstjórnin í Túnis, eða sú sem er að falla í Egyptalandi.

En öll svona barátta á sér þá byrjun, að fyrst er einn, svo tveir, og svo aðeins fleiri.  

Þeir sem byrja eru mestu hetjurnar, þið hin staðföstu í mótmælunum eigið alla mína virðingu.

Og ég er ekki einn um hana.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 31.1.2011 kl. 23:53

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Haf þú þakkir fyrir Ómar. Lifi byltingin og lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 1.2.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband