Dugar ekki að hóta almenningi í Egyptalandi???

 

Almenningur um allan heim er að rumska, frelsisvindar leika um mörg þjóðfélög.

Í sumum orðinn að gný uppreisnar gegn spilltum stjórnvöldum, í öðrum segja þeir ungu fólki að tími kúgunar og harðstjórnar sé senn á enda. 

En valdið verst, það stjórnar fjölmiðlum, og það stjórnar matsfyrirtækjum.

Í morgun bárust fréttir að lánshæfimat Egyptalands hefði verið lækkað, skýr skilaboð til kúgaðs almennings að hafa sig hægan, annars hafi hann hærri skuldir upp úr frelsisþrá sinni.

Við því á almenningur eitt svar, ættað frá smáeyju norður í Ballarhafi, sem sagði fock you við fjárkúgun, fock you við fjármálastofnanir sem ætluðu að innheimta skuldir fjárglæpamanna hjá almenningi.

 

Í dag hugsar almenningur í harðstjóralöndum um annað en skuldir, en þegar valdaskipti eru afstaðin, þá munu leiðtogar hans snúa sér að þeim sem núna hóta öllu illu.

Hugsanlega nota íslenska svarið, Fuck you.

Það væri því skelfilegt ef íslenskur almenningur segði aftur fuck you við stjórnmálaelítu sína, við borgum ekki skuldir auðmanna, sama hvað þið samþykkið margar samninga við breta, þeir geta rukkað rétta aðila, ekki okkur.

Og það á að hindra.

 

Þessi frétt Morgunblaðsins er dæmi um keyptan áróður, spurning hvort Mogginn sem slíkur er keyptur, eða einstaka fréttamenn, en þetta er Ófrétt.

Íslenskum almenningi er nákvæmlega sama um öfugmæli hýena og handbenda handrukkara.  Jafnvel fáviti veit að hærri skuldir draga úr greiðslugetu ríkja, ekki öfugt.  

Íslenskur almenningur hlær af svona hótunum, ekkert sem þetta fólk sagði um Frostaveturinn mikla í kjölfar fyrra Fuck you, hefur gengið eftir.  

Hótanir fjárkúgara eru alltaf innantómar, settar fram til þess eins að hræða.  

 

Líkt og almenningur í Bandaríkjunum beygði sig ekki fyrir hótunum síðskeggjaðra glæpamanna, þá hræðist íslenskur almenningur ekki jakkafataklætt glæpahyski, hvað þá gjammandi hýenur þess.

Það dugar ekki að hóta almenningi í Egyptalandi.

Það dugar ekki að hóta almenningi á Íslandi.

 

Tími auðræningja er liðinn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Lánshæfiseinkunn gæti hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Atburðirnir í Egyptalandi og ekki síst Túnis eru einmitt meðal annars afleiðing af áratugalöngum afskiptum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar um slóðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 01:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, skítugar krumlur þeirra eru víða, og afleiðingarnar alltaf þær sömu.

Þetta er óþurftarlið.,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband