31.1.2011 | 09:35
Egyptar fylgja eftir mótmælunum á Austurvelli.
Og boða til allsherjarverkfalls. Til að fella spillta stjórn auðræningja og kerfiskalla.
Þeim var lofað bót og betrun eftir Helgi, en þeir tóku hóflega mark á því. Sögðust vilja Nýtt Egyptaland núna.
Og það þarf engan að undra að hýenur auðræningja, Moodys tilkynnti að lækkun á lánshæfimati sínu. Plottið augljóst, Ruv þeirra Egypta mun hafa það sem sína fyrstu frétt að skuldir landsins hækki vegna óróans. Hafi jafnvel áhrif á ICEsaveskuldina.
En langþreytt þjóð blæs á slíkar blekkingar, hún vill ráða sínum málum sjálf. Og almannavaldið sé fyrir almenning, en ekki matarkista auðræningja.
Hann vill pening í menntun og heilsugæslu, ekki her og lögreglu, ekki spillta embættis og stjórnmálamenn.
Þegar þjóðin skundaði niður á Austurvöll og mótmælti skjaldborg auðmanna og skuldaþrælkun almennings, þá vissi ég að stjórnin stæði tæpt, frekari aðgerðir almennings myndu hrekja þessa leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá völdum.
En aldrei grunaði mig að þeim yrði framhaldið á fjarlægum slóðum, í Túnis og Egyptalandi.
Að við hæfum aðgerðir gegn auðræningjum, og aðrar þjóðir myndu klára dæmið, losa sig við spillingarliðið fyrir fullt og allt.
Að eftir Helgi væri í Túnisborg og Kairó, ekki Reykjavík þar sem óróinn byrjaði.
Hvað gerðist, hvernig fór Litla ljóta auðmannsklíkan að því að snúa sig út úr klemmu sinni???
Rúin trausti og trúverðugleik.
Jú, hún notaði gamalt gott ráð spilltra valdhafa á fallandi fæti, hún fór í stríð.
Stríð við Hæstarétt, stríð við sægreifa.
Skuldavandi heimilanna, gjaldþrot atvinnulífsins, ICEsave fjárkúgunin, risagjaldeyrislán AGS handa fátækum krónueigendum, hvað mál eru nú það???
Hvaða máli skiptir þó fjölskyldur með langveik börn séu hrakin á gaddinn, að fólk sem veikist eða slasast sé látið gista þann sama gadd??
Hvaða máli skiptir að framtíðarskattgreiðslur almennings fari ekki í menntun og heilsugæslu barna okkar, heldur í vasa fjármagnseiganda, innlendra og erlendra??
Hvaða máli skiptir að Nýju bankar okkar séu reknir af spillingarklíkum og eigi síðan að afhendast amerískum vogunarsjóðum, eða að "fjárfestar" eignist fyrirtæki landsmanna fyrir slikk???
Við erum í stríði segja íslenskir vinstrimenn og blása í lúðra.
Megum við eiga von á að á morgun verði Mubarak kominn í stríð við Ísrael????
Spurning en þá þarf egypska þjóðin að vera arfavitlaus.
Og hverjar er líkurnar að í einu sólkerfi, með þróað líf á einni plánetu, með mörgum sjálfstæðum ríkjum, að slíkt geti gerst á sama augnablikinu í tveimur löndum??
Að spillt valdaklíka auðræningja nái að bjarga völdum sínum með stríði????
Erum við Íslendingar ekki einstakir????
Kveðja að austan.
Allsherjarverkfall boðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.