Var heimildarmaðurinn þjófur???

 

Þegar menn telja að tilgangur helgi meðalið, þá er tími til kominn að staldra við.  

Aldrei er það þannig að ekki megi færa rök fyrir því við vissar kringumstæður.  En það er ákaflega auðvelt að breytast úr riddara sannleika og réttlætis yfir í verri skúrk en þann sem á að negla.

Upplýsingar eru vald, en þær geta líka verið vopn, vopn i valdabaráttu, vopn til kúgunar.

 

Dagblaðið er málaliðablað, þar er þjónusta boðin til sölu þeim sem eiga pening til að borga reikninga blaðsins.  Annars væri það sjálfsagt hætt að koma út.

Og ekki verður borið á móti því að það á til að birta fréttir, það er ekki þannig að kostunaraðili þess samþykki ekki högg á þá sem honum er í nöp við eða ekki tengdur á þann hátt að hann vilji vernda hann með þöggun.

En almennt séð hefur það stutt skuldaþrælkun almennings og upprisu auðmannakerfisins.  

Það fíflast í föllnum mönnum, en styður þau öfl sem NÚNA ráða, sem núna skipa öllu í réttar hendur peningafursta og fjárfesta.

Dagblaðið styður ICEsave og Dagblaðið styður Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  

Og það birtir svo harmsögur fórnarlamba auðránsins.

Það er eins og eiturlyfjasalinn sem lætur hluta gróða síns renna til æskulýðsmála, og fær þannig ásýnd mannkærleika, þú uppspretta fjármunanna kemur úr svartasta víti. 

 

Og Dagblaðið stelur upplýsingum og birtir.

Er það rétt,, er það rangt???

Eigum við ekki bara að segja að það verður ekki logið uppá Reyni Traustason, þetta gæti allt verið satt.

Ég held að stóra spurningin sé, hvernig blað væri Dagblaðið ef það hefði ekki selt sálu sína.

Væri þá eitthvað að marka það????  Eða yrði þetta alltaf slúðurblað, það væri ekki markaður fyrir annað á Íslandi.

 

En hvað um það, munum að besta vörn alþingismanna gegn upplýsingaleka, er að þeir hafi engu að leyna, að þeir starfi eftir lögum og reglum.

En styðji ekki fjárkúgun og níðist á saklausu fólki sem þeir sjálfir komu á kaldan klaka með óstjórn sinni og auðmannsþjónkun.

Almenningur þarf stundum þjófa til að stela glæpnum.

 

Og upplýsa hann.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 


mbl.is Tengsl DV og WikiLeaks rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert merkilegra við að þessi tölva skuli vera sömu vinsælu gerðar, sem fæst í öllum tölvubúðum hér á landi, og talva einhvers hakkara...heldur en ef ég og Martha Stuart ættu sömu gerð brauðristar, eða þú og Julian Assange skilduðu nota sömu gerð farsíma. Þetta er EKKI frétt. Baggalúttur greinilega kominn í vinnu hjá Mogganum!

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:22

2 identicon

Ímyndaðu þér skelfinguna..... ef það finndist vinsæll farsími til sölu í öllum búðum á alþingi......og svo myndi uppgötvast að ..........Ó NEI!!!!!..........Bin Laden átti einu sinni alveg eins síma! Hjálp!!! :/ Geisp...

Fréttir? (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:25

3 identicon

Ég þori varla að viðurkenna það en mig grunar að ég eigi sama gerð sjónvarpstækis á heimili mínu og eitt sinn var í eigu Enron glæpamanns :/ Það hljóta að vakna grundsemdir sko..

Fréttir? (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:25

4 identicon

Ipod spilari fannst á læknabiðstofu í Reykjavík sem einhver hafði skilið eftir þar. Lögreglan rannsakar málið þar sem íslenskur fjárglæframaður á sömu gerð ipod spilara, en þeir fást í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Elko...Spennandi að fylgjast með málalyktum

Stórfrétt! Frétt aldarinnar! (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Alltaf gaman að sjá ný andlit, og ný nöfn.

En læsir eru þið ekki þó ég dragi það ekki í efa að þið viljið verja æru einhvers sem á tölvu, eða brauðrist.

Vissulega er það rétt, að það er ekki frétt að einhver á tölvu, og það er einmitt einkenni heimskra lögreglumanna, að nota plöntuð sönnunargögn sem vísbendingu um sekt saklausra.  Sá sem fremur glæp, skilur til dæmis ekki eftir morðvopnið alblóðugt í skottinu á bíl sínum eða sá sem stelur upplýsingum notar ekki heimilistölvu sína með nafni og kennitölu við verknaðinn.

Það er ekki Frétt að benda á hið augljósa.

Fréttin í fréttinni er það sem var kveikjan að þessum pistli og um það var bloggað.

Morgunblaðið slær því upp á forsíðu að DV láti stela fyrir sig upplýsingum og stolnar upplýsingar séu síðan heimildaruppspretta blaðamanna DV.  Og það er fréttin, stríð Morgunblaðsins og DV hefur náð nýjum hæðum, landsmönnum til skemmtunar.

Og pistill minn fjallaði um aumt fólk sem styður kúgun landa sinna.

Í alvöru talað krakkar, lífið er ekki bara leikur, hvað þá tölvuleikur.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2011 kl. 09:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var búið að skrapa af einhver auðkennisnúmer á tölvunni sem fannst og það bendir til að hún hafi verið þýfi. Ég held að menn ættu að anda rólega þar til sannleikurinn kemur í ljós.... ef hann kemur í ljós

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 09:59

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Persónulega tel ég að menn sem hafa tæknikunnáttu og vit til að framkvæma svona, þeir hafi líka vit til að beina athygli rannsakenda í einhverjar villuáttir.

En ítreka sem ég benti á hér að framan, Wikilekatengingin í fréttinni er algjört aukaatriði, hún var aðeins notuð til að koma því áleiðis að blaðamaður DV væri grunaður um að borga strákling pening fyrir að brjótast inn í tölvur þriðja aðila til að afla gagna við fréttaskrif.

Og eins og góðri plöntun sæmir, þá les fólk þetta en heldur að fréttin snúist um eitthvað annað, til dæmis Wikileka, eins og sú ágætu samtök gætu haft nokkurn áhuga á leyndarmálum íslenskra þingmanna.

Hvað þá að heimsbyggðin bíði spennt eftir nýjasta lekanum frá Alþingi Íslendinga.

Sumt er svo broslegt að menn eiga ekki að taka mark á því, vissulega gat Emil maur sagst hafa tekið fílinn glímutökum, en að trúa því, ja allir vita að "taktu hann Emil", að það var bara brandari.

En forsíðuskotið á DV var grimmt, og verður að skoðast í ljósi umfjöllunar Jóhanns Haukssonar um vanhæfni Hæstaréttar.

Kallast þetta ekki að svara fyrir sig, Davíð var alltaf góður í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2011 kl. 10:35

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll ómar minn

Mig langar að varpa fram alveg nýju sem sumir virðast ekki hafa kveikt á

Hvenær hefur lögreglan gefið fullar upplýsingar á meðan á rannsókn stendur, það er sagt að "var tölvan sömu gerðar og tölva sem lögreglan lagði hald á í febrúar í fyrra", gerð getur átt við fleira en módel eða tegund. Gerð getur líka átt við innihald eða uppsetningu. Jafn vel hverslags hún er(búið að skrapa burt öll einkennismerki). Það gæti verið að tölvurnar séu það "svipaðar"að um sömu kunnáttu er að ræða, hvort sem um drenginn er að ræða, kennara hans eða hóp

Brynjar Þór Guðmundsson, 31.1.2011 kl. 17:20

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brynjar.

Vissulega er þetta flötur og ekki er ég maðurinn til að upplýsa það.

Endurtek aðeins að mér finnst það hæpið að þeir sem hafa kunnáttu, að þeir séu síðan svoddan apakettir að skilja eftir sig slóð sem vísar beint á þá, það var ekki þannig að tölvan hafi verið í leynum.

Síðan get ég ekki að því gert, að mér finnst tengingin við Wikileka broslega. Það væri svona harikari hjá þeim að tilkynna, "næst á eftir bandarískum topp secret skjölum, þá birtum við leyniupplýsingar frá Alþingi Íslendinga".

Eina spurningin er hvenær heimsbyggðin myndi hætta að hlæja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 487
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 6218
  • Frá upphafi: 1399386

Annað

  • Innlit í dag: 413
  • Innlit sl. viku: 5268
  • Gestir í dag: 380
  • IP-tölur í dag: 375

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband