28.1.2011 | 12:35
Er Ólafur svona auðplataður???
Eða er hann að tala upp væntingavísitöluna???
Allir vita að efnahagur Íslands er á niðurleið.
Peningar sem voru i umferð eftir þensluárin er að þorna upp.
Sparifé almennings er á þrotum.
Heimili ráða illa við skuldir sínar.
Allt að helmingi fyrirtækja landsins stefna í gjaldþrot.
Gegn þessu ástandi er fátt gert til bóta.
Endurskipulagning skulda fyrirtækja er í pípunum, og mun sjálfsagt stöðva gjaldþrotahrinuna að stórum hluta. Vextir hafa lækkað
En þetta dugar skammt, hagkerfið sjálft er frosið.
Munar þar mestu um stöðvun fjárfestinga, það er ekkert að gerast. Hvorki hjá hinu opinbera eða hjá einkageiranum.
Og stór hluti almennings, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, er lamaður vegna skulda sinna. Þær hirða ráðstöfunarfé, lítið er afgangs í neyslu, sérstaklega þegar sparifé er á þrotum.
Þú eyðir ekki séreignasparnaði þínum nema einu sinni.
Svo bætist við að blikur er á lofti i helstu viðskiptalöndum okkar.
Þar munar mestu um stórlegan niðurskurð hins opinbera, með tilheyrandi atvinnuleysi og eftirspurnarminnkun.
Og evran er að hrynja.
Það er því ofurbjartsýni að trúa að ferðamennska og útflutningur sjávarafurða skili sömu rauntekjum og verið hefur.
Svo á Katla eftir að gjósa, svo ég vitni í Ólaf sjálfan, "you ain´t see nothing yet".
Hvaðan hefur Ólafur upplýsingar um hinn meinta bata???
Jú, hann vitnar í skýrslu AGS og um hana má segja að framfaraáætlanir Norður Kóreska ríkisins eru trúverðugri.
Stóraukin einkaneysla á að knýja hagvöxt áfram.
Af hverju, fyrst menn eru á annað borð að skálda, af hverju fengu menn ekki skáld í verkið???
Þau hefðu til dæmis geta sagt að geimverur myndu hlaupa undir bagga, eða þá að álfar og huldufólk myndu mæta og kaupa.
Eða það fyndist gull í Esjunni.
Eða þá eitthvað sem enginn trúir, en samt hægt að glotta af.
Þá gæti til dæmis Ólafur sagt þetta hlæjandi, það fer honum svo vel.
Það eina sem ég vona að hann trúi sér ekki sjálfur, og noti hinn meinta bata til að samþykkja fyrirhugaða ICEsavesvikasamninga.
Það liggur eitthvað í loftinu.
Kveðja að austan.
Efnahagsbatinn fram úr væntingum manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 473
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 6204
- Frá upphafi: 1399372
Annað
- Innlit í dag: 401
- Innlit sl. viku: 5256
- Gestir í dag: 369
- IP-tölur í dag: 364
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er dimm mynd, en því miður trúverðug, sem þú dregur upp Ómar ! varðandi þetta útspil ÓRG, og líklega rétt hjá þér að hann styðjist við síðustu endurskoðun AGS, sem sýndi að allt var á "Áætlun" í því að kúga almenning til að borga óreiðuskuldirnar.
En þó hann sé ekki alveg búinn að átta sig á samhenginu varðandi AGS, virðist hann þó vera á réttri braut sbr.þetta HÉR og mitt blogg við þetta HÉR svo ég allavega vil ekki gefa hann alveg á bátinn ennþá.
Meðan ég var að finna þetta, þá datt ég um þetta HÉR líka, við verðum að ríghalda í vonina að nógu margir fari að vitkast til að "Helferðinni" verði snúið í "Velferð"
MBKV að utan, en alltaf að hugsa heim
KH
Kristján Hilmarsson, 28.1.2011 kl. 14:44
Við skulum vona það Kristján, en það er undir okkur komið.
Og við eigum að vera hreinskilin, flestir eru sáttir við það sem við köllum Helferð.
Þegar tjöld blekkingarinnar hrynja, þá er ég hræddur við ýkt viðbrögð í hina áttina, að fólk fari þannig séð úr öskunni í eldinn.
Sérstaklega sorglegt því þannig sér er mjög auðvelt að núllstilla íslenskt þjóðfélag, og þá þannig að allir megi vel við una, líka þeir sem eiga lán.
Því forsenda endurheimtu, er velferð skuldara.
Eitthvað sem bjánabelgir íslenskrar umræðu fatta ekki. Hvað þá almenningur.
En það er eitthvað í loftinu (og ég er ekki að beinþýða, "something in the air"), en ég skynja ekki hvað það er.
Þetta er logn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2011 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.