Útþensla Bandaríkjanna komin að endamörkum.

 

Þeir hafa ekki efni á lengur að vera lögregla heimsins.  

Ríki sem eyðir pening í stríð á fjárlægum slóðum, en um leið sinnir ekki innviðum sínum, það grotnar niður, á meðan önnur friðsamari sigla fram úr.

Gömul saga og ný.

 

En vandi Bandaríkjamanna er dýpri en svo að einhver friðarpólitík bjargi þeim.  

Sjálf hugmyndafræði þeirra er gjaldþrota, þjóðfélag sem gerir allt fyrir auðmenn, en minna fyrir almenning, er ríki sem gliðnar í innri togstreitu.  

Það er ekki endalaust hægt að fangelsa þá sem verða undir í samfélaginu.

Í dag eru Bandaríkin einar risastórar fangabúðir fátæklinga, ef þeir eru ekki í grjótinu, þá eru þeir á skilorði, ef ekki á skilorði, þá eru þeir í vinnu sem dugar ekki fyrir lágmarksþörfum, næringarríkrar fæðu, menntunar og heilsugæslu.

Það þarf ekki alltaf gaddavír utan um braggahverfi, fólk er fangar samt, fangar fátæktar og vonleysis.

 

Vissulega þurfa stjórnvöld að rækta innviði samfélagsins, jafnvel þó auðleppar Repúblikanaflokssins grenji, enda hafa auðmenn tapað einhverju pappírum nýlega.

Lönd sem vilja framtíð gera slíkt.

Aðeins lönd sem lúta stjórn auðræningja fórna innviðum samfélaga fyrir skuldir auðmanna.

 

En það er ekki nóg, sjálf forsenda hagkerfisins er röng.

Í dag byggir þessi ríka þjóð tilveru sína á tvennu, dollaraprentun og innflutning á drasli frá Kína.

Enda er allt sem byggt hefur verð undanfarið ár, ónýtt eða hálfónýtt.

 

Það er meinsemdin, junk endar alltaf með junkþjóðfélagi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Of dýrt fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 5635
  • Frá upphafi: 1399574

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 4806
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband