Sýndarverðbólga.

 

Það er einkenni á stöðnun, að það mælist ekki verðbólga.  

Næsta stig hnignunarinnar er verðhjöðnun, hún mælir samdrátt hagkerfisins.  Hún getur endað í vítahring þar sem allt hjaðnar nema skuldirnar. 

Nóbelsverðlaunahafinn Krugman talaði um efnahagslega eyðimörk.

 

En við þurfum ekki að óttast slíkt, ekki ennþá.

Einbeittur vilji stjórnvalda til að skuldsetja þjóðina i erlendri mynt, mun valda því að gengið mun falla, þegar greiðslur á vöxtum og afborgunum hefjast.

AGS lánið fellur eftir nokkur ár, eitthvað hljóta menn að ætla að greiða af því láni, eins er það með ICEsave, skuldabréf Landsbankans, erlend lán sjávarútvegsins, allt þetta þarf að greiða með beinhörðum gjaldeyri.

Og þjóðin þarf að fjárfesta, í bílum, í vélum og tækjum, búnaði, í öllu því sem krefst þess að reka nútíma þjóðfélag.  Þó það sé ekki gert í augnablikinu, þá þarf að gera það fyrr en síðar.

 

Það er óhjákvæmilegt að gengið mun falla frá því sem nú er, og þar með mun verðbólgan fá sitt eldsneyti.  Og brenna hratt.

Kjarni málsins er sá að næstum árum mun þjóðin greiða af erlendum lánum sínum, en ekki auka við skuldir sínar.  Við fórum jú á hausinn, höfum bæði af því kostnað, sem og hitt að aðgengi að erlendu lánsfé verður ekki eins auðvelt og var.

Krónan mun því falla, hvað mikið veit enginn, en hún verður ekki varinn í núverandi gildi, jafnvel þó gjaldeyrishöftum verði beitt.

Eina vörnin sem virkar, er að hætta erlendum lántökum þar til jafnvægi næst við útlönd.

 

Aðeins slíkt jafnvægi er forsenda gengisstöðugleika, allt annað er sjónhverfingar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Verðbólgan komin í 1,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband