Það þarf blóð til að endurreisa hagkerfi.

 

Segir krataprófessorinn.

Blóð almennings.

 

Áttum okkur á nokkrum grunnstaðreyndum mála.

 

Efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fólst í tvennu.

Gífurlega háum vöxtum sem lömuðu hagkerfið.  Á fyrsta árinu saug þessi vaxtastefna yfir 250 milljarða að óþörfu út úr hagkerfinu, frá einstaklingum, frá fyrirtækjum, frá hinu opinbera.  

Gjaldþrota stórfyrirtæki greiddu ekki þessa vexti, það voru þau sem stóðu í skilum, það er þau sem fóru varlega fyrir Hrun, einstaklingar í skilum greiddu þessa vexti, og hið opinbera greiddi þá.

Afleiðingin var samdráttur, samdráttur i verslun og þjónustu, óþarfa samdráttur í umsvifum hins opinbera. 

Vaxtastefnan dýpkaði kreppuna.  En langtímaafleiðingin hennar eru ennþá skelfilegri, því hún lagði drög af eyðingu langtímahagvaxtar, því fjárfesting er í sögulegum lágmarki, og án fjárfestinga, staðnar hagkerfið.

Þetta veit krataprófessorinn, pabbi hans hefði gefið honum 0,0 í einkunn ef hann hefði haldið þessu fram í prófritgerð.

 

Hitt meginþema Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að innleiða nýja skuldakreppu, með því að ofurskuldsetja ríkissjóð, og neita almenningi um sanngjarna skuldaleiðréttingu vegna forsendubrests verðtryggingarinnar.

Heil kynslóð mun ekkert leggja til hagkerfisins í formi neyslu og fjárfestingar, ráðstöfunartekjur hennar fara í Hrunskuldir.  Slíkt er ávísun á minni framtíðarhagvöxt.

Og greiðsluhlutfall ríkissjóðs af tekjum var áætlað um 60% sem þýðir annað af tvennu, aflagningu velferðarkerfisins eða greiðsluþrot ríkissjóðs nema hvorutveggja yrði.

Erlendir skuldasérfræðingar vöruðu strax við þessu, en hagdvergar eins og Þorvaldur Gylfason töldu sig vita betur.

En Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hugsaði um það eitt að innheimta fé krónubraskara og ólöglega fjárkúgun breta.

 

Hver eru svo rök krataprófessorsins????

Við þurftum lán frá AGS.  Og þar með þurftum við að sætta okkur við skilyrði sjóðsins.

Það sem hann og aðrir blóðþyrstir hagfræðingar gleyma, er að lán frá sjóðnum komu ekki til útgreiðslu fyrsta árið, vegna tafa á ICEsave fjárkúguninni.

Ef landið hefði verið í slíkri fjárþröng, af hverju varð ekki greiðslufall hér????

Staðreyndin er sú að gjaldeyrisskorturinn stafaði af hryðjuverkaárás breta, þeir beittu áhrifum sínum til að skrúfa fyrir innstreymi hans til landsins.  Vissulega afléttu þeir höftunum eftir að AGS kom til því sjóðurinn ábyrgðist að innheimta fjárkúgunina.  En það voru til aðrar leiðir, sú augljósasta að leita eftir stuðning Nató, og kæra breta til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Hryðjuverkaárásir eru jú bannaðar samkvæmt alþjóðalögum.

Annars sá útflutningurinn um að skaffa þann gjaldeyri sem uppá vantaði.  Og hann gerir það enn.  

Það varð aldrei hrun í útflutningsgreinum þjóðarinnar. 

Lygi er höfuðröksemd hinna blóðþyrstu.

 

Og höfuð af skömminni er að tengja AGS við árangur neyðarlaganna.  

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði ekkert með það að gera að landið sagði sig frá skuldum bankanna.  Hann beitti aftur á móti miklum þrýstingi til að sem mestar skuldir yrðu yfirteknar, en mætti ístaði i Seðlabankanum, og varð að gefa sig.

Og ríkisstjórn Geirs Harde markaði þá stefnu að bankarnir settu ekki allt í þrot, heldur yrði lífvænlegum fyrirtækjum leyft að halda áfram rekstri.

Það ásamt útgreiðslu séreignarsparnaðar, góðæri í útflutningi sem stafar fyrst og fremst af gengisfalli krónunnar, og þeirrar heppni að Ísland var eitt af tveimur löndum Evrópu sem lenti ekki í samdrætti i fjölda ferðamanna, útskýrir þann árangur sem náðist.

Það er ekki Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að þakka að hér varð ekki rekstrarstöðvun atvinnulífsins, heldur má rekja árangurinn til ávarðana sem voru teknar þrátt fyrir hann.

 

En Óráð hans hafa dregið úr hagvexti og skapað hér þjóðfélag misskiptingar og misréttis, þar sem skuldarar landsins eru skyldir eftir á köldum klaka.

Og sjóðurinn hannaði nýja skuldagildru, sambærilega við þá sem er að gleypa jaðarríki Evrópusambandsins.

Aðeins andspyrna þjóðarinnar i ICEsave  hefur hindrað það versta, þjóðin samþykkti ekki 500 milljarða fjárkúgunina, og á meðan voru lán AGS í frystinum.  Og þau eru þar ennþá á meðan ICEsave er ósamþykkt, gengið má ekki falla fyrr en sá samningur er í höfn.

 

En fólk getur spurt sig þeirrar spurningar hvernig hér yrði umlits að ef af 470 milljarða tekjum ríkisins færu tæplega 300 milljarðar í vexti og afborganir.  

Hvað yrði eftir af velferðarkerfi okkar????

Þeir sem hata meðbræður sínar, þeir sem hata samfélög hins venjulega manns, þeir klappa Óráð AGS upp.

Þetta eru ómennin sem án samviskubits fórna fólki fyrir fjármagn.

 

Og við hlustum á þá.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Réttar ákvarðanir í hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 509
  • Sl. sólarhring: 681
  • Sl. viku: 6240
  • Frá upphafi: 1399408

Annað

  • Innlit í dag: 431
  • Innlit sl. viku: 5286
  • Gestir í dag: 396
  • IP-tölur í dag: 390

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband