Reyknesingar halda áfram að hlusa á lygalaupana.

 

Sem gerðu þá gjaldþrota.

Og stálu hitaveitunni þeirra.,

Það fyndnasta var að hlusta á jakkafatamann tala um eignarnám á orkufyrirtækjum.

 

Síðan hvenær varð skúffufyrirtæki orkufyrirtæki???

Og hvaða erlenda fjárfestingu er hann að tala um???

Pennann sem Árni bæjó fékk fyrir að skrifa undir gjöfina????

Eða kúlulánið sem Magma fékk og Reyknesingar munu síðan borga með hærri orkuverði???

 

Lygalaupadeildin, sem gerði þetta land gjaldþrota, og skilur eftir sig þúsunda milljarða slóð, hún vílar sig ekki við að nota keypta stjórnmálamenn til að véla almannaorkuveitu frá almenningi, og greiðslan er verðlaus pappír.

Hvernig gat Geysir Green, gjaldþrota fyrirtæki, sem hefur aldrei látið neitt af hendi, annað en pappírsverðmæti, selt Magma Orkuveitu Suðurnesja???

Hvernig gat skúffufyrirtæki, í engum rekstri komist yfir almannaveitu, án þess að láta nokkur verðmæti af hendi, fyrir utan smáskiptimynt???

 

Og hvað ætlar hrekklausir íhaldsmenn á Suðurnesjum að láta spila með sig lengi????

Munu þeir halda áfram að mæta á fundi, og vitna eins og þeir væru á fundi í Krossinum, líka þegar þeir hafa misst allt sitt, bæjarsjóð, hitaveituna, fyrirtæki sín, atvinnuna, húsnæði sitt.

 

Er eitthvað í vatninu þarna suður frá sem skýrir þetta svarthol heilbrigðrar skynsemi???

Allavega kemur þetta heiðarlegum kapítalisma ekkert við.   En ræningjabarónar miðalda þekktu vel til þessa vinnubragða.

En þeir áttu sverð, og hjuggu mann og annan, þeir treystu aldrei á trúgirni fórnarlamba sinna.

 

Suðurnesjaránið er auðveldara en það er fyrir Banditos að stela sælgæti af barni sem er rígbundið í barnavagni, það er auðveldara en það er fyrir þungvopnaða sérsveit að afvopna aldraðan ellilífeyrisþega.

Suðurnesjaránið er smán Sjálfstæðisflokksins.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Margir á fundi um atvinnumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hinn viðbjóðslega undirföruli, einskis virði og ógeðslegi Vilhjálmur Egilsson mundi aldrei sætta sig við 4- föld þau laun sem ASÍ er að krefjast sem lágmarkslaun (200.000,) fyrir sig eða sína umbjóðendur. Þetta rauðþrútna gerpi er ekkert nema vesæl hóra fyrir LÍÚ og fær borgað í samræmi við það.  2+ milljónir á mánuði allavega fyrir að sleikja eitthvað sem við viljum helst ekki vita hvað er.

Gylfi hálviti er nú lítið skárri. Þetta er ógeðslegt pakk.

Guðmundur Pétursson, 24.1.2011 kl. 23:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur, það var alltaf meiningin að ég væri hinn orðhvati á þessu bloggi.

Ég læt innslag þitt standa því hvað sem hver segir, þá verða menn að gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að rústa lífi þúsunda, og halda að það veki ekki sterkar tilfinningar.

Ég nota orðið lygalaupar, því ég treysti mér að rökstyðja það ef einhver nennir lengur að elta ólar við slíka orðanotkun.

En sterk lýsingarorð, sem margir myndu kalla gífuryrði, gera lítið annað en að styrkja stöðu þessara manna, og það er varla tilgangur okkar sem ofbýður gjörðir þessara manna.

En þó við spinnum öll sterkustu skammaryrði íslenskrar tungu, þá náum við ekki því níði, að segja að fólk í skuldaerfiðleikum, geti sjálfu sér um kennt, og eigi gaddinn skilið.

Og ekkert nær ljótleika þeirra orða auðleppa að þjóðin hafi "ekki efni á að hjálpa heimilum landsins", allur peningur sé búinn þegar auðmenn og krónubraskarar hafa fengið sitt.

En það líta ekki allir hlutina þeim augum, vinsamlegast gerðu mér þann greiða, að nota "sönn" orð, í merkingunni að þau sé hægt að sanna eða rökstyðja, næst þegar þú mætir hér og tjáir tilfinningar þínar.

Nógu umdeildur er ég samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 1193
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1052
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband