24.1.2011 | 07:06
Röng spurning gefur falska niðurstöðu.
Ísland á ekki í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Það eru meira en tíu ár síðan að Evrópusambandið skrúfaði fyrir þann möguleika, að ríki gætu tékkað á réttunum og síðan ákveðið hvort þau ætluðu að neyta.
Það er ekki lengur neitt um að semja, reglur og lög Evrópusambandsins liggja fyrir.
Það eina sem er í boði er á hvernig hátt aðlögun að sambandinu á sér stað.
Hver hefur á móti aðildarviðræðum ef það friðar þjóðina???
En hver vill aðlögun að sambandinu?????
Vissulega getur leiguþý Jóns Ásgeirs ekki gert betur en stóra spurningin er, á hann líka allflesta þingmenn???
Af hverju segja Alþingismenn ekki satt um hvað þeir eru að gera???
Af hverju tala þeir ennþá um aðildarviðræður, þó þeir hafi ekki vitað betur þegar þeir sóttu um, þá vita þeir betur í dag.
Það las nefnilega einhver fyrir þá lög sambandsins og núna er fáfræði ekki afsökun.
Þó að hún hafi oft dugað vel, þá er hún lygi í dag.
Og það er ljót að ljúga, ekki nema menn þiggja há laun fyrir.
Þá kallast það mútur.
Kveðja að austan.
Meirihluti vill halda viðræðum áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill eins og venjulega. Enn það er ekkert ljótt að ljúga, bara að það sé gert fallega og sannfærandi. Og að sjálfsögðu án greiðslu til að vera löglegur...Þegar aðildaviðræður fara fram í einhverju landi sem sækir um, þá er það ESB sem skoðar landið og ekki landið ESB...ég neita bara að trúa því að fólk haldi eitthvað annað...
Svíar fengu undanþágu á snusi (ógeðslegt munntóbak) begna þess að landið var á barmi borgarastyrjaldar út af því máli. Aðrar undanþágur hafa þeir ekki fengið. Salmonnellusmitað kjöt og sérstaklega kjúklinga urði þeir að taka við inn í landið við inngöngu í ESB. Áður var landið alveg frítt frá þessum ófögnuði.
Íslendingar eiga von á vænum niðurgangi og öll dýr verða veik, sérstaklega kindur, kýr og hestar, vegna fóðurreglna ESB verði aðild samþykkt...
Óskar Arnórsson, 24.1.2011 kl. 12:09
Takk fyrir innlit þitt Óskar.
Þér er alveg óhætt að trúa hinu, almenningur hér hefur æfingu i að láta sama fólkið ljúga sig fullan. Vona samt að trúgirni þess endi ekki með langvinnri skitu.
Hvort það sé ljótt að ljúga, má deila um. Amma mín sagði alltaf að það væri ljótt, og hef ég alltaf haft það bak við eyrað, lýg kannski frekar með því sem ég segi ekki. Eða hvernig ég set upp hlutina.
En annað er hvort ráðamenn eigi að ljúga beint, eða óbeint, vissulega má segja að ef þeir leggja það í mikinn vana, þá er það sökum eftirspurnar, fólk vill frekar lygi en staðreyndir.
En á síðustu og verstu tímum, þá finnst mér persónulega ljótt af þeim að ljúga, og ég vorkenni fjölmiðlungum sem endurróma lygina sí og æ.
En það er auðvita mitt mat, og kannski sterkt að alhæfa, en samt, ég segi og stend við það, það er ljótt að ljúga.
Og ég er sjálfur að reyna að stórminnka þann löst.
Get kannski orðið góður afi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2011 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.