21.1.2011 | 16:08
Tek undir með Stuðmönnum.
"Og réttlætið sigraði að lokum, og almenningur endurheimti sitt fé".
En aðeins fólk af ætt strúta sættir sig við stjórnvöld sem beita sér fyrir órétti gagnvart almenningi, að þeir sem rændu og rupluðu, geti eftir Hrun gengið að fórnarlömbum sínum eins og ekkert hafi gerst.
Hvort sem það er með fólk sem var ginnt í allskonar fjármálagjörninga, fólk sem var talið í trú um að efnahagur landsins og stjórn væri traust, og því væri óhætt að gengistryggja lánin, eða fólk sem gerði ekki neitt annað en að sinna kalli náttúrunnar, stofnaði fjölskyldu og útvegaði henni Þak yfir höfuðið, að allt þetta fólk hefur aðeins átt von um réttlæti frá dómsstólum.
Og í hvert skipti sem dómsstólar dæma í þágu almennings, þá upphefst grátkór stjórnvalda um að nú fari auðránskerfið á hausinn, og það megi ekki ske.
Það er mikið að samfélagi þar sem óréttlæti er talið sjálfsagt.
Það er samfélag án framtíðar, því það molnar innan frá. Fólk hættir að finna til samkenndar, hver reynir að bjarga sér eins og best hann getur. Og undir þá kennd róa stjórnvöld öllum árum.
Hver man ekki eftir gleðióðnum, Nýár, sem hún Ágúst Eva söng af svo mikilli snilld í áramótaskaupinu??? Hver urðu viðbrögð stjórnvalda við honum????
Jú, það var kippt í spotta, og hinir vitgrönnu á Ruv fengu þrjá úrtölumenn í viðtal til að sannfæra almenning að allt væri á réttri leið.
Það er ef hann sætti sig við að bera allar byrðarnar.
Drengstauli, varla kominn með hýjung, sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir að ekki væru til peningar fyrir almennri skuldaleiðréttingu. Menn yrðu bara að hætta þessari vitleysu að tala um slíka hluti.
Það voru samt til miklu meiri peningar til að borga inn í peningamarkaðssjóðina.
Það voru og eru samt til peningar til að afskrifa margfalda þessa upphæð hjá skuldugum stórfyrirtækjum.
En almenningur, hann á að sitja upp i með rán sitt óbætt.
Og svo kemur dómari og segir, "við líðum ekki rán og rupl".
Það voru ekki þeir sem áttu að gæta almannahagsmuna sem sögðu þetta, það var ekki ríkisfjölmiðil okkar sem kallaði á réttlætið, það var dómari.
En dómarinn gat alveg eins dæmt á hinn veginn, út frá hagsmunum ræningja, líkt og Hæstiréttur gerði þegar hann ákvað einhliða að breyta samningum fólks í gengisdóm sínum. Og sýndi þar og sannaði, að hann lýtur pólitísku forræði því dómur hans studdist ekki við lög og reglur, heldur ég tel og svo framvegis.
Og hvað þá, hvað ef allir dómar hefðu fallið gegn almenningi???
Værum við þá ennþá bara strútar, að þreyja þorrann í von um að við lifum af??'
Af hverju erum við að eignast börn, ef við höfum ekki manndóm til að verja framtíð þeirra??? Ef líf okkar er aðeins flatskjár og jeppi, af hverju höfum við þá tekið að okkur að koma lífi á legg???
Ef við höfum ekki manndóm og dug að hafa stjórnvöld sem ástunda réttlæti en ekki rangindi.
Ef við treystum á einstakling út í bæ, að hann geri það sem við höfum ekki sjálf kraft til að gera.
Að verja okkur gegn ræningjum og ruplurum.
Nei, við þurfum öll að horfa í eigin barm.
Það verður ekki friður á Íslandi fyrr en öll fórnarlömb Hrunsins hafi fengið úrlausn sinna mála.
Það er ekki nóg að við sjálf séum í góðum málum, við öll þurfum að vera í góðum málum.
Og við þurfum að fara drífa í því að svo verði.
Og við segjum Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
Stofnfjáreigendur sýknaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 409
- Sl. sólarhring: 761
- Sl. viku: 4833
- Frá upphafi: 1401913
Annað
- Innlit í dag: 348
- Innlit sl. viku: 4157
- Gestir í dag: 325
- IP-tölur í dag: 316
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt Ómar.
Ég hef haft oft gaman af að lesa pisla þína,þú skrifar og vænti ég talað bara umbúðalaust um hlutina og lætur vaða.
Enda er vissulega nauðsynlegt að við almenningur getum fengið að tjá okkur,eins og okkur lætur best hverju sinni.
Ég blogga að vísu ekkert orðið lengur og var það mest til að ég sjálfur bara hreinlega missti mig í tíma og ótíma,enda alltaf verið frekar skapstór og yfirleitt óttalaus og segi bara hluti eins og ég sé þá.Nú hefur verið tiplað á tánum í rúm 2 ár og við lýðurinn vinsamlegast beðin um að sýna þessu biðlund,það sé verið að vinna í okkar málum um allann bæ.
Svo þegar loks koma einhverjar lausnir,erum við ávallt undir og hreinlega í verri málum eftir því hve úræðum fjölgar.Enda eru þessi úrræði alltaf til verndar bönkum og fjármálafyrirtækjum,og öll þessi blessuðu eftirlitsstofnanir og neytenda verndarar sem skipaðir hafa verið fyrir fólkið oftast úrræðalaus.Enda flest sem lagt upp er með verndað af lögum banka og eignaréttar sem ekki er mögulegt að hrófla við,samt var hægt að setja neyðarlög og síðan allkonar lög og reglugerðir til að blóðmjólka nú þrælana sem við erum orðin almenningur þessa lands.
Þetta getur bara endað á einn veg,og það er að fólkið bara hættir að taka þátt,og bjóða þessu liði að hirða þetta drasl bara og borga svo sjálf allt klabbið.Það eru miklu fleirri farnir héðan en tölur gefa til kynna,helmingurinn hefur ekki einusinni fyrir að tilkynna sig héðan,og bara lætur ljósin loga það skiftir engu máli lengur hvað þú borgar mikið eða borgar ekki mikið,þú munt ekki eignast neitt hvort eð er.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 21.1.2011 kl. 17:20
Hressandi pistill svona í helgarbyrjun! Þakka þér Ómar.
Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 18:06
Blessaður Úlfar.
Þín lýsing er um margt svipuð og hjá Stuðmönnum í fyrra, þegar Karl Ágúst var búinn að sjá í gegnum þau Jóhönnu og Steingrím. Þá einmitt var sá síðasti beðinn að slökkva.
Ég veit ekki hvernig þetta lið hugsar dæmið, en samt skil ég enn minn í að fólk skuli láta bjóða sér þetta.
Það sem þú kallar að segja hlutina umbúðalaust, sem ég tel reyndar það minnsta sem hægt er að gera því í raun ætti maður að taka þátt í vopnaðri uppreisn gegn leppum AGS líkt og þjóðir Evrópu gerðu gegn síðustu þrælahöldurum sem reyndu að ræna almenning í Evrópu, að það er ágætis hitamælir á hvernig stemmingin er þarna úti.
Og síðast þegar blogg mitt mældi hita, það var dagana fyrir og 2-3 dögum eftir stefnuræðu forsætisráðherra, þegar allt átti að skoðast eftir helgi. Það er þannig að þegar fólk er heitt í hamsi, þá leitar það þá uppi, sem reyna að tjá tilfinningar þess.
En síðan hefur lítið gerst, eins og fólk sé búið að gefast upp, eða það er sátt. Ekki þekki ég það, hér fyrir austan er engin keppa, sjávarútvegurinn og álverið mala gull.
Fólk hér var vissulega reitt þegar það átti að stórskaða sjúkrahúsaþjónustu hér fyrir austan, en þegar það var tilkynnt, að það ætti að gera það á 2-3 árum, í stað þess að gera það strax, þá fjaraði andstaðan út.
Eins fannst mér það vera með fólk í skuldakreppu, það beið svo lengi eftir "eftir helgi", að það hefur ekki séð ástæðu til að mótmæla síðan.
Vissulega er það aðferða að flýja, en hún er mjög sorgleg því þá sigra Hrunverjar okkur, hirða allt sem við eigum. Og ICEsave og AGS hirða skatttekjurnar.
Og það fyndna er að það þarf aðeins að blása, þá hrynur þessi ríkisstjórn, og þar með tekur önnur við, sem allavega veit hvað hún má ekki.
En svona er þetta, lítið við þessu að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2011 kl. 18:36
Takk Björn, þessi tíðindi dagsins voru mjög ánægjuleg. Raunar alveg ótrúleg því það er svo mikið í húfi.
Byggðin er nógu veik, þó svona samfélagslegar hörmungar af mannavöldum, gangi ekki endanlega frá þeim.
Og fólk á að finna til með öðrum, þó það eigi ekki í erfiðleikum sjálft.
Og samfagna þegar það fær leiðréttingu sinna mála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2011 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.