20.1.2011 | 12:21
Er ICEsave rökstuðningurinn ekki betri en þetta???
"Það er órökstutt að samþykkt nýs samkomulags um ICEsave myndi leiða til þess að gjaldeyrishöftin muni gilda hér næstu árin."!!!!
Er það svar gegn rökum að segja að þau séu órökstudd???
Vissulega er það rétt hjá fjármálaráðherra, að ICEsave samkomulagið sem slíkt, þýðir ekki sjálfkrafa lækkun gengis. Það fer náttúrulega eftir útstreymi gjaldeyris vegna samkomulagsins. Það útstreymi er komið undir endurheimtum á eignum Landsbankans, og ekki hvað síst, hvað breskir dómstólar gera gagnvart kröfum þarlendra kröfuhafa í þrotabú Landsbankans, munu þeir dæma kröfur þeirra óæðri vegna íslensku neyðarlaganna, laga sem annað ríki óháð breskri lögsögu setur.
Hvað verður um fjármálamiðstöðina Bretland, ef önnur ríki geta sagt til um forgang krafna í bönkum sem störfuðu á breskri grund????
Það svar veit aðeins tíminn, og breskir dómarar.
En rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin séu nauðsynleg forsenda ICEsave samkomulagsins,byggjast á þeim forsendum sem stjórnvöld gefa sér um þróun gengis á samningstímanum.
Það er ljóst, svo ljóst að jafnvel vitgrannir fjölmiðlamenn sjá það, að gengið sígur ef gjaldeyrishöftin verða afnumin. Ekki bara vegna krónueigna erlendra braskara, heldur líka vegna þess að allt vitiborið fólk á Íslandi, sem á pening, að það fer með hann úr landi, til landa sem hægt er að treysta fyrir geymslu eigna sinna.
En stjórnvöld segja að gengið haldi eins og enginn þrýstingur sé á það.
Aðeins ein forsenda getur látið þá sýn rætast, og það eru gjaldeyrishöft, að handstýra genginu.
Og af hverju má ekki segja það?????
Kveðja að austan.
Órökstutt að Icesave lengi gjaldeyrishöft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar pælingar, Ómar: Hvað verður um fjármálamiðstöðina Bretland, ef önnur ríki geta sagt til um forgang krafna í bönkum sem störfuðu á breskri grund???? - - - Já, nú halda þeir þarna að íslensk gamalmenni og æska skuli gjalda fyrir þá óvissu að ósekju með ICESAVE. Og ég tók eftir að þú notaðir orðið ´yfirræningjar´ um AGS í öðrum pistli. Held við getum vel notað það orð.
Elle_, 20.1.2011 kl. 23:10
Blessuð Elle, ég er lítið annað en að minna á almenn sannindi.
Fyrir nokkru kom frétt um málarekstur í Bretlandi, þá var haft eftir ágætum manni, Steingrími Joð, að þetta gæti valdið seinkun á útgreiðslum.
Og í þessu er einn hlutur sem pæla ekki í.
Þó málið tapist, þá geta klókir kröfuhafar hafið annað mál, á öðrum forsendum, sem aftur myndi tefja útgreiðslu, sem aftur myndi setja þrýsting á að við þá yrði samið á einhvern hátt. Mjög þekkt taktík, sem útskýrir af hverju menn semja oft þó þeir telji sig vinna að lokum. Kostnaðurinn við málarekstur, kostnaður vegna tafa og svo framvegis, er talinn meiri en ávinningurinn að semja.
Og ein aðalforsenda ICEsave svikasamningsins hins síðasta er sú að greiðslur komi hratt inn, þannig ætla menn að lágmarka vaxtagreiðslur.
Það sem ég er að segja, það er svo mikil áhætta, það eru svo mörg ef, og láta eins og ekkert slíkt er til staðar, það er ekki fáviska, það er meðvituð tilraun til að falsa forsendur svo samningurinn líti betur út.
Menn verða að geta svarað ef spurningum, vissulega er það ekki oft hægt, en sá sem lætur eins og þær séu ekki til staðar, hann er að ljúga.
Og það er því miður raunveruleikinn í ICEsave.
Annars sýnist mér málið vera dautt, þar til að Sjálfstæðismenn opna munninn og skýra loksins frá sínum sögulegu svikum. Einhverjar forsendur gefa þeir sér þá, og í þær á að hjóla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.