20.1.2011 | 07:01
Aumingja hagsmunaðilarnir.
Vita þeir ekki að Samfylkingin og forysta Sjálfstæðisflokksins ætla að koma landinu með góðu eða illu, inn í Evrópusambandið.
Þó aðallega með illu.
Miðað við stefnu þessara flokka að leyfa örfáum einstaklingum að eignast landið með því að kaupa allt upp á krít, var Hrunið óumflýjanleg afleiðing.
Og þar sem stefna þeirra hefur ekkert breyst, þá er það óhjákvæmilegt, á meðan þessir flokkar njóta trúnað meirihluta kjósenda, að hið gamla auðmannsþjóðfélag, með spillingu sinni og hrossakaupum, að það sé endurreist án þess að þjóðin sé spurð álits.
Það er engin tilviljun að nýr ICEsave samningur liggur fyrir Alþingi, það er meirihluti fyrir honum þar.
Meirihluti flokka sem líta á ICEsave sem nauðsynlega forsendu þess að Brussel taki þjóðina undir verndarvæng sinn.
Og leiðin til Brussel er ekki farin, nema að öll andstaða sé brotin niður. Þess vegna er Jón Bjarnason hrakin úr ríkisstjórninni, og VG hefur ekki afl til að standa á móti.
Menn sem í gegnum tíðina hafa barist gegn drauminum um sæluríki, þeir eru yfirleitt fjarlægðir af valdaklíkunni.
Og það er ekki hlustað á neikvæða hagsmunaaðila.
En það fyndna í þessu, er að allir skamma Steingrím Joð.
Hvað kemur hann þessu máli við????
Kveðja að austan.
Aðgerð til að brjóta niður ESB-andstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvað er hægt að gera við þessa ó stjórn er einginn þarna með neinu viti
gisli (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 07:25
Nú er stórt spurt og svarið er að líklegast er að nóg fólk þarna með viti.
En það er fangar fortíðar, sér ekki hvað það hefur gert þjóð sinni, og veðjar í örvæntingu sinni að aðild að ESB nái að bjarga hinu fallna kerfi.
En fólk þarf að fara að horfast í augun á þeirri staðreynd, að stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar eru þrír, fjórir ef ærlega deildin er talin með, en stuðningur hennar er einna sístur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2011 kl. 08:07
Alltaf jafn hressandi að lesa ruglið að austan! Nú eru Samfylking komin í samkrull með forystu íhalds um að leiða Ísland inn í ESB gegn einarðri forystu alþýðuleiðtogans JB, alþýðusamtakanna LÍÚ og bændaforystunnar sem hugsar svo vel um minn hag -- og þess vegna vill hún ekki sameiningu ráðuneyta. Já, samsærin taka á sig ýmsar myndir!
Pétur (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 09:47
Blessaður Pétur.
Það verður að hressa lýðinn á þessum dimmum dögum svika og skuldaþrælkunar.
Þó skal ég játa að að Áfram Ísland er miklu hressara, og sú stórfrétt, sem er frétt mánaðarins, jafnvel vorsins, sem er:
Ryan Giggs ætlar að spila eitt ár í viðbót.
Hvað er hægt að biðja um betra???
En hinsvegar skil ég ekki alveg flöt þinn. Les það einhvern veginn að þú sért mjög hlynntur múlbindingu JB, og vilt glaður í sinni halda á braut hins breiða vegar sem liggur til himnasælu Brussel.
Sem er gott og vel, ekkert út á það að setja, að fólk hafi skoðanir og slái þeim fram.
En hvaða samsæri minntist ég í þessum hógværa skaftelska pistli???
Varla heldur þú að Samfó, 30% flokkur hafi einn styrk til að koma þjóðinni í ESB.
Af hverju er það samsæri að benda á hið augljósa????
Þú heldur varla að Norðmenn vinni í kvöld?????????????????????????????????????????????????????????????????????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2011 kl. 10:35
Hlustuðuð þið á Landið sem rís Njörður P. Njarðvík ræddi málin við Ævar Kjartansson sem var útvarpað núna eftir hádegið?
Hvet ykkur til að hlusta á endurtekninguna.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2011 kl. 13:56
Blessaður Guðjón.
Ertu að tala um sama Njörð og ljáði útrásarvíkingum ímynd sína. Og taldi þá síðan vera verstu menn, eftir að þeir áttu ekki lengur til pening??
Og mætti í sjónvarp og sagði að Ísland væri spilltasta land í heimi, eins og hann væri nýkominn frá Mars???
Og sagði með bros á vör að við ættum að borga ICEsave, vegna þess að honum fyndist það. Ekki vegna þess að lögin segðu það, eða réttlætið segði það, heldur vegna þess að það fróaði aðeins sjálfsfyrirlitningu hans vegna vændis hans við útrásina.
En nota bene, þá ætlaði hann ekki að borga krónu, það áttu þeir sem þurftu á stuðning velferðarinnar að halda.
Hvað hefur sá ágæti maður að segja, annað en "fyrirgefið mér, ég vissi ekki hvað ég sagði"????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2011 kl. 14:21
Njörður hefir ætíð verið varkár í yfirlýsingum og kappkostar að vanda sitt mál. Kannst því ekkert við að hann hafi mært útrásarvargana enda þvert á lífskoðanir hans. Ertu ekki að rugla honum við einhvern annan?
Kveðja austur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2011 kl. 18:47
Kallar þú það að vera varkár í yfirlýsingum, að nota virðuleika sinn til að mæta í sjónvarp, slá því fram með vandlætingu að Ísland sé spilltasta ríki heims (þetta er til á bandi, óþarfi að mótmæla þessu, þó þú hafir ekki séð það), og nota svo það sem röksemd fyrir því að við ættum að greiða ICEsave.
Maður sem er prófessor og á því að ráða við rökhyggju, veit að það er sjúkt, að refsa þjóðum, refsa almenningi, vegna afglapa eða spillingar elítunnar.
Og hvað hefur hann fyrir sér þegar hann fullyrðir þetta, hvað þarf hann að greiða mútur oft á dag???? Til að fá að lifa eðlilegu lífi, fá frið fyrir lögreglu, fá ríkisstarfsmenn til að vinna vinnuna sína, og svo framvegis.
Ef þú kallar þetta að vera varkár í yfirlýsingum, þá ert þú súper yfirsúper varkár í yfirlýsingum Guðjón, því þú ert einmitt dæmi um mann sem er varkár, og fullyrðir ekkert vanhugsað eða harkalega um málefni eða þá sem eru þér á öndverðu meiði í þessu þrasi öllu saman.
Njörður hljóp illilega á sig, og er ómarktækur með öllu þegar hann lét pólitíska bræði gagnvart Sjálfstæðisflokknum bitna á þjóð sinni.
Og þess vegna fær hann enga silkihanska frá mér allavega.
Mörgum þykir örugglega dæmi mitt gróft, því hann vann að góðu málefni. En það er þekkt í fræðunum, hann Machivelli orðaði það svo vel, að sá sem er gjörspilltur (og illur) að hann notar stuðning við eitthvað gott sem yfirvarp yfir sín fólskuverk.
Á meðan Ólafur í Samskipum fór sína mannúðarför til Tógo, með Nirði, þá var hann á fullu að ræna þjóð sína, og það rán var talið í tugmilljörðum, hann var einn sá stærsti sem veðjaði gegn krónunni.
En hver spáði í það á meðan Njörður ljáði honum yfirbragð mannúðar og manngæsku????
Þekkt, árþúsunda gamalt trix.
En svo ég haldi sanngirni til haga, þá reikna ég með að báðir hafi ekki séð hlutina þessum augum.
En þeir voru samt svona, vegna ýmissa þjóðþrifamála vöru auðkýfingar okkar ósnertanlegir, þeir máttu kaupa upp landið, og þegar einhver vogaði sér að gagnrýna, þá var sagt, þeir láta svo margt gott að sér leiða.
Ef þetta voru svona hrikalegir glæpamenn, ef við vorum svona spillt, vegna ítaka þeirra í þjóðlífinu, af hverju var Njörður P. Njarðvík í þeirra liði?????
Vissi hann ekki að framlög til góðgerðamála, eru auglýsing, og valdatæki??????
En þar fyrir utan, svo ég haldi því líka til haga, þá finnst mér gott að hlusta á hann, eða alveg þar til að hann missti sjálfan sig, og tók þátt í ICEsave lyginni. Og reyndar þykir mér ennþá gott að hlusta á hann.
Fróður og vitur maður.
Og þar með er ég kominn í hring að hætti sannra Hriflunga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2011 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.