Á maðurinn ekki bara bágt???

 

Væri ekki nær að útvega honum læknisaðstoð, sálfræðihjálp????

 

Nei, alveg rétt, við erum þjóð hinna hörðu refsinga.

Við lokum súpuþjófa inni, og hótum reiðum ungmennum lífstíðarrefsivist á Brimarhólmi.

 

En fyrir öllu er samt takmörk.

 

Steli menn milljörðum, þá þykir ekki ástæða argast i þeim, nema einna helst i Bandaríkjunum, þar sem öruggt er að enginn kannist við málið.

Stelum menn tugmilljörðum, fá menn gefins fjölmiðlafyrirtæki, reyndar með því skilyrði að ráða Samfylkingarfólk sem er þegar komið í ESB.

Og hjálpi menn erlendum fjárkúgurum að stela skattpeningum þjóðarinnar, þá gerum við þá að þingmönnum og ráðherrum.

 

Já, Ísland er ekki land smákrimma, þeim er engin miskunn sýnd.

En það er gott að vera auðræningi á Íslandi.

Þeim er allt fyrirgefið, þeir mega eiga heilu ríkisstjórnina, bara ef þeir passa upp á að loka inni Sigurjón digra og Sigga Einars, einhvern tímann fyrir miðja þessa öld.

 

Já, misjöfn er mannanna gæfa.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Rekinn fyrir að liggja á pósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svipað gerðist hér í oslo fyrir nokkrum árum, sá hafði þann háttinn á að hann tæmdi úr póstpokunum inn í eitt herbergið á íbúðinni sinni.. það var orðið hálffullt þegar yfirvöld gripu kauða.. hann fékk fangelsi fyrir vikið því þetta er talinn alvarlegur glæpur hér í noregi.. spurning hvernig lögin afgreiða þetta á íslandi þar sem menn komast upp með það að stela milljörðum fyrir hádegi og fá svo aðra milljarða afskrifaða seinni partinn.

Óskar Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 18:19

2 Smámynd: Vendetta

Einhvern tíma á síðustu öld var spænskur bréfberi dæmdur í rúmlega 41 þúsund ára fangelsi fyrir að hafa trassað að bera út rúmlega 41 þúsund bréf. En þrátt fyrir langan fangelsisdóm gat hann glatt sig yfir að hafa komizt í af Guinness Book of Records (mig minnir að það hafi verið 1982-útgáfan). 

Vendetta, 19.1.2011 kl. 18:44

3 Smámynd: Vendetta

Það var einu "af" ofaukið í síðustu athugasemd. Ég mun bæta fyrir það með því að sleppa einu orði í næstu athugsemd.

Vendetta, 19.1.2011 kl. 18:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Vendetta, það er alveg óþarfi að spara orðin hérna, naumhyggja er sjaldnast í heiðri höfð hér á þessum síðum.

Óskar, var þetta ekki á svipuðum tíma og Kári fyrrum íhaldsformaður varaði við niðurbroti samfélagsins vegna sjálftöku og græðgi.

En annars finnst mér það alltaf jafn fyndið þegar talsmenn svona láglaunafyrirtækja koma fram og hneykslast.  Ef það er kona þá er dragtin, og skartgripirnir hátt í árslaun þessa fólks.  Ef það er framkvæmdarstjórinn, þá er laun hans margföld á við aumingjana sem hann hneykslast á, þetta ógurlega fólk sem vogaði sér að bregðast á þeim smánarlaunum sem hann borgar.

Menn ættu aðeins að sjá samhengið, að lágum launum fylgir misjafn starfskraftur, og þeim væri nær að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum, en að krossfesta þá.  Það þýðir einfaldlega að næsti sem missir móðinn, hann leggur ennþá meira á sig til að fela glæpinn.

Vissulega er ég að hæðast að forganginum í þjóðfélaginu, og hvað telst glæpur og hvað ekki, en mér var alvara með innganginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 269
  • Sl. sólarhring: 646
  • Sl. viku: 5275
  • Frá upphafi: 1401102

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 4581
  • Gestir í dag: 234
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband