19.1.2011 | 08:14
Don Kíkóti íslenskra vinstrimanna.
Heldur ennþá að hugsjónir og stefna skipta meiri máli en völd.
Enda var hann kallaður á teppið í gær, og honum tilkynnt að hann yrði rekinn um leið og unnt væri.
Um leið og Kíkóti er farinn á braut himnalenda brostinna hugsjóna VinstriGrænna, þá mun landbúnaðarkerfið vera aðlagað að regluverki ESB.
Yfirlýsing sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytisins er því marklaust plagg, það á að reka Jón Bjarnason.
Og þó fjármálaráðherra hafi ekki fundið pening til að halda uppi sjúkrahúsaþjónustu á landsbyggðinni, þá á hann glommu i nýjar stofnanir, og endalausa yfirvinnu kerfiskalla vegna aðlögunarferlisins að Evrópusambandinu.
Fjármálaráðherra kann nefnilega að forgangsraða, völdin fyrst, fólkið svo.
Já, VinstriGrænir er flokkur mikilla hugsjóna.
Kveðja að austan.
Engu breytt vegna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem austfirðingi í móðurætt rennur mér til rifja hvað þér líður alltaf illa Ómar minn.
Þórir Kjartansson, 19.1.2011 kl. 11:01
Takk fyrir samúðina.
Veit að þér mun líka líða illa þegar þessar vaxtagreiðslur streyma úr ríkissjóði,
Kostnaður við greiðslur af AGS láni
Vextir .................86,9.ma..112,3.........113,9........111........102,5........100,6
En auðræningjum mun líða mjög vel.
En þeir eiga ekki mína samúð, þó þeir eigi þína, þeir búa ekki hér fyrir austa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2011 kl. 11:49
Heill og sæll Ómar; sem og aðrir gestir þínir !
Heldur; skautar Þórir Víkverji (Austfirskur; að hálfu) létt yfir þína heitu sannfæringu, í málafylgju þinni, Ómar minn.
Honum finnst kannski; sem taka megi létt, á glæpaverkum Jóhönnu og Stein gríms - eins og, nú er málum komið ?
Þú hefir; allan minn stuðning, í baráttu þinni, gegn Stjórnarráðs hyskinu, Ómar minn, þó svo;; Þórir gefi ekki út, svo eindrægna afstöðu, af sínum parti, til mála allra.
Þeir hafa löngum; hógværir verið, frændur mínir Skaftfellingar, Ómar minn.
Einum of; í þeirri orrahríð, sem yfir Ísland gengur, nú um stundir, fornvinur góður.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 12:44
Austfirzkur; átti að standa þar - ekki; með S í orði kveðnu !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 12:58
Takk fyrir hlýhug þinn Óskar.
En auk þess að pistlar mínir eru hugsaðir sem hvatning fyrir verðandi byltingarfólk, sem og núverandi, þá er nú ekki minna hlutverk þeirra að vera skemmtilestur fyrir stuðningsmenn auðræningja og landsölulýðs. Og mér þykir ekki verra að þeir þakki mér fyrir, hafi þeir ánægju af.
Ég er nú reyndar ættaður úr Vestur Skaftafellssýslu að hluta. Móðir mín er níundi kvenleggur frá Jóni Eldklerki. Og langamma mín kom frá Meðallandinu á harðindaárunum kringum 1890.
Hógværð mín er kannski úr þeim frændgarði.
Svo þarftu ekki að hafa fyrir því að leiðrétta prentvillupúkann, ég las þetta strax sem austfirzkur, og geri enn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2011 kl. 14:20
Sælir aftur Ómar og Helgi. Þar sem ég nú er hálfur austfirðingur og hálfur skaftfellingur getur brugðið til beggja átta um hógværð mína. Það örlaði á austfirðingnum í mér þegar Ómar ákveður það fyrir mig að ég hafi samúð með auðræningjunum eins og hann segir. Það er allt í lagi að vera hvatvís og tala hreina íslensku en þá eiga menn að tala bara fyrir sig en ekki að gera öðrum upp skoðanir.
Besta kveðja í Austfirðingafjórðung og Árnesþing
Þórir Kjartansson, 19.1.2011 kl. 18:28
Nú, þú segir nokk.
Hverjir skyldu hafa hag af því að tæplega fjórða hver króna er tekin úr ríkissjóði, mest megin vegna braskara???
Hverjir skyldu hafa hag af því að íslenskir stjórnmálamenn aðstoði breta við fjárkúgun þeirra????
Hverjir skyldu telja það endurreisn banka að koma þeim í hendur á erlendum kröfuhöfum, þar sem amerískir brasksjóðir eru mjög áberandi???
Hverjir skyldu kalla það endurreisn að fá mestmegnis af skuldum sínum afskrifaðar en telja það skaðræði við framtíð landsins að almenningur fái leiðréttingu sem nemur brot af þeim upphæðum???
Hverjir skyldu hafa hag af að loka sjúkrahúsum á landsbyggðinni en nota margfalt hærri upphæðir í ölmusu handa bröskurum, eða að ég minnist ekki ógrátandi á tilefni þessa pistils, fjáraustrið í ESB aðild, á meðan grunnþjónusta, hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu eða til dæmis löggæslu, grotnar niður????
Þegar þú minnist á þetta, og ég hugsa dæmið betur, þá sé ég að auðvita eru það ekki auðræningjar, heldur Leynifélagið Bláa Höndin.
En er eitthvað betra að hafa samúð með meðlimum þess ágæta félagsskapar????????
Kveðja frá hógværum Skaftfellingi að langfeðratali.
Ómar Geirsson, 19.1.2011 kl. 20:12
Sæll aftur Ómar. Sennilega erum við sammála um margt sem viðkemur þeirri stöðu sem hrunverjar komu okkur í. Hvernig verður illskárst að komast fram úr því kallar sjálfsagt á lengri skoðanaskipti en rúmast í athugasemdum við eina bloggfærslu. Ekki veit ég hvort niðurlagið á færslunni þinni er tilraun til að komast að því hvort ég sé handbendi Bláu Handarinnar. En sé svo get ég fullvissað þig um að þar er ég enginn innanbúðarmaður.
Með kveðju frá hálfum austfirðingi af Longætt.
Þórir Kjartansson, 19.1.2011 kl. 20:47
Blessaður Þórir, sjálfsagt margt til í því sem þú segir.
En ég er að lesa um þann mæta dreng, Skúla Skelfi, fyrir drengina mína.
Og hann er stofnandi Bláu handarinnar, og meðlimur á við annan.
Ég var líklegast að grínast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2011 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.