17.1.2011 | 08:39
Stjórnarandstaðan samsek um lögbrot.
ICEsave krafa breta styðst ekki við lög og reglur Evrópusambandsins. Eftir miklar tilraunir lögfræðinga þeirra og íslenskra samstarfsmanna, þurftu bresku fjárkúgararnir að lúta í gras fyrir framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins sem kvað úr um að engin ríkisábyrgð væri á innlánstryggingarsjóðum.
Að "ekki" þýddi ekki, sérstaklega í ljósi þess að lögin um innlánstryggingar var beint gegn mismun vegna ríkisábyrgðar.
Síðan hafa breta og innlendir samstarfsmenn þeirra hamrað á að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt vegna vanefnda eða klúðurs eða einhvers sem þeir skipta um skoðun á oftar en þeir hafa sokkaskipti.
Þar með hafa þeir, og innlendir leppar þeirra hafið sig ofar lögum en þó Stalín gerði nokkurn tímann. Vissulega stjórnaði Stalín dómsstólum, en hann setti þó mál í dóm áður en hann lét skjóta andstæðinga sína.
Innlendir ICEsave leppar vilja neita þjóðinni um þann rétt.
Þeir vilja taka þjóð sína af lífi án þess að dómur skeri úr um réttmæti krafna þeirra.
Á mannamáli heitir slíkt aðför að réttarríkinu. Og er með stærstu glæpum.
Allir alþingismenn sem ræða ICEsave frumvarpið án undangengis dóms, eru þátttakendur í þessum lögbrotum. Það er enginn munur á ICESave umræðunni og umræðum um hvernig eigi að ræna Nýju bankana.
Eða flytja inn fíkniefni.
Alþingismenn eru svo forhertir í valdahroka sínum, að þeirra sé valdið, að þeir telja sig hvorki þurfa lúta lögum guðs eða manna.
Að þeir megi ræða útfærslu á ráni á skattfé þjóðarinnar, hvernig þeir megi hundsa stjórnarskránna, hvernig þeir geti brotið íslensk lög og lög Evrópusambandsins.
Þeir haga sér eins og hverjir aðrir glæpamenn með því að ræða þessa nýjustu tilraun til fjárkúgunar af hendi innlendra samstarfsmanna ræningja.
Og eru þar með allir sekir.
Hver og einn einasti sem stendur ekki upp og mótmælir málsmeðferðinni, og krefst þess að Hæstiréttur grípi inn í og stoppi lögbrot framkvæmdarvaldsins og meirihluta löggjafarvaldsins.
Og víkja síðan af þingi á meðan ræningjar fara þar með lyklavöld.
Annað er bein samsekt.
Kveðja að austan.
Icesave vart afgreitt úr nefnd í vikunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 80
- Sl. sólarhring: 590
- Sl. viku: 5664
- Frá upphafi: 1399603
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 4834
- Gestir í dag: 69
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.