16.1.2011 | 14:20
Er þetta hræsni eða er þetta veruleikafirring????
Á maður að trúa að fólk eins og nafni minn Ragnarsson, séu í engu sambandi við raunveruleikann???
Eða er þetta líkt og kvótatal Ólínu, aðferð til að róa sáróánægða stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar vegna svika og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar???
Ég kýs að trúa á meinta veruleikafirringu, trúi eiginlega ekki skollaskapnum upp á þetta ágæta fólk, en undirliggjandi eru spunakokkar Samfylkingar og VinstriGrænna að tryggja ríkisstjórninni nauðsynlegan vinnufrið áður en skuldagildran klemmist endanlega um þjóðina.
Hver er á móti endurheimt orkuauðlinda, að orkuauðlindir séu í þjóðareign????
Allavega ekki þessi 50.000 sem skrifuðu undir áskorun þess efnis.
En þetta er að uppistöðu fólk sem styður ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna þess að flokkar þess mynda þá ríkisstjórn.
Og sá sem styður þessa ríkisstjórn, hlýtur að styðja megin efnahagsstefnu hennar sem byggist á lántökum vegna virkjun fallvatna landsins. Það er ekki þannig að ríkisstjórnin hafi leynt stefnu sinni.
Hver man ekki eftir 6.000 störfunum sem ríkisstjórnin ætlaði að skapa vorið 2009, flest í tengslum við virkjunarframkvæmdir og samþykkt Svavarssamningsins, sem lagði lágmark 500 milljarða skuldabagga á þjóðina, var talin nauðsynleg forsenda þess að lán fengjust til framkvæmdanna.
Reyndar hefur þetta verið höfuðröksemdin fyrir að láta undan fjárkúgun breta alla tíð, að ICEsave greiði fyrir fjármögnun orkumannvirkja. Og lungað að þessari 50.000 manna hjörð vill einmitt láta undan fjárkúgun breta, halda menn að það eigi að virkja fallvötn í öðrum löndum??????
Að fá fjármagn í virkjanir er eina röksemdin sem eftir er, allar aðrar svikaröksemdirnar hafa verið hraktar, flestar sem beinar lygar (skylt samkvæmt EES), aðrar grófar blekkingar (frost í samskiptum við "alþjóðasamfélagið"). En þar sem orkufyrirtækin okkar eru hálfgjaldþrota og fá ekki lán á almennum markaði, þá gera menn sér vonir að fá lánað frá Evrópskum sjóðum.
Þessi 50.000 manna hjörð er því að selja sálu sína og þjóð í ICEsave, en þykist síðan að vera á móti virkjunum. Hver er trúverðugleiki þess?????
Annað atriðið, ennþá augljósara, er krafan um endurheimt orkuauðlinda.
Hvaða ríkisstjórn stendur í vegi fyrir því????
Hvaða ríkisstjórn lét loðið lögfræðiálit standa í vegi fyrir því að hún gripi inn í sölu Geysis Green til Magma???
Hlut sem orkufurstarnir áttu ekkert í því þetta eins og allt annað var í skuld.
Og skúffufyrirtæki átti að löghelga hjáleið fram hjá lögum. Er ekki verið að yfirheyra Landsbankamenn megna svipaðra lagablekkinga???? Að fara á svig við lög með skúffufyrirtækjum????
Allavega er ljóst að það þarf klofin persónuleika að geta sett fram kröfuna um endurheimt orkuauðlinda, og um leið stutt ríkisstjórnina, einhvers konar Jekyl og Hyde syndróm.
Samt er þetta ekki það versta um þá veruleikafirringu sem hrjáir þetta blessaða fólk.
Auðlindir í þjóðareign jörmuðu þekktir stuðningsmenn Samfylkingarinnar þegar þeir létu kjósa sig á stjórnlagaþing.
Um leið eru þeir mjög sáttir við samstarfið við AGS.
Þetta samstarf gengur út á að hneppa landsmenn í ofurskuldafjötra. Um 60% af tekjum ríkisins áttu að fara í vexti og afborganir. Eitthvað sem gengur aldrei upp.
Og þá kemur til þess sem fulltrúar AGS benda alltaf brosandi á, bæði í sjónvarpsviðtölum, og eins þegar þeir skrifa skýrslur sínar.
Það koma eignir á móti.
Og þessar eignir eru orkufyrirtæki og orkuauðlindir landsmanna.
Hvað þýðir það að ég komi til bankastjórans míns og bið um lán, og þegar hann bendir mér á að ég sé fyrir stórskuldugur, að þá bendi ég honum á að ég á eignir á móti skuldunum???
Þýðir það ekki að ef til greiðslufalls kemur, að þá læt ég ganga að þessum eignum.
Og það hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn látið gera í öðrum löndum.
Fyrst eru almannasjóðir gerðir stórskuldugir svo hægt sé að borga út bröskurum, og síðan þegar þeir geta ekki staðið í skilum, þá eru almannaeignir seldar, almannaþjónusta einkavædd.
Af hverju halda núverandi álandstæðingar og stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn framkvæmi ekki meginstefnu sína hér á landi, eins og annars staðar???
Og hverjir hafa lamið niður alla andstöðu innanlands gegn skuldastefnu AGS???
Jú, þeir sömu og ætla núna að kyrja keðjusönginn.
Ég vil taka það fram að ég styð þessi markmið heilshugar.
En ég er ekki sjúkur maður sem gengu um með hauspoka, til að geta stutt þessa ríkisstjórn.
Ég hef barist hatrammlega gegn henni um leið og hún lýsti yfir stuðning við skuldaþrælkun þjóðarinnar, öðru nafni Efnahagsstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ég er ekki það heimskur að trúa að einhver þjóð lifi af 60% greiðsluhlutfall almannasjóða nema án þess að missa allt sitt í alþjóðlegt ræningjaauðvald.
Ég er ekki það heimskur að trúa að þjóðin geti gert upp sínar erlendu skuldir, og um leið bætt á sig 507 milljörðum vegna ICEsave, og 650 milljörðum vegna erlendra krónubraskara.
Þess vegna hef ég barist með oddi og eggi gegn þessum ráðum, og tilheyrt þeim hópi sem náði að seinka ICEsave fjárkúguninni.
Enginn af þessu gólandi liði var í þeim hóp.
Það annaðhvort þagði, eða barðist hatrammri baráttu gegn okkur ICEsave andstæðingum.
Þess vegna spyr ég aftur, er þetta hræsni eða sjúkleg veruleikafirring.
Stuðningur við leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og þjóðareign á auðlindum, er aldrei samrýmanleg, ekki frekar en að hýsa antilópu með ljóni.
Það er hægt að segja það, en ljónið étur samt antilópuna.
Ég vil ekki að börn mín endi sem málsverður skjólstæðinga AGS.
Kveðja að austan.
Keðjusöngur við stjórnarráðshúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 51
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5635
- Frá upphafi: 1399574
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 4806
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eitthvað segir mér að nafni þinn Ragnarsson sé betur tengdur við raunveruleikann en þú Ómar.
Óskar Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 14:35
Og þú ert græn geimvera Óskar, en hver er rökstuðningur minn á bak við þessa fullyrðing??
Ef þú dregur ertnina frá, þá er hver einasta fullyrðing hér skjalheld.
En það voru til gyðingar, þekktir nafngreindir iðjuhöldar í röðum gyðinga sem greiddu stórfé í sjóði Nasistaflokksins á uppgangstíma hans.
Skýring, kommúnistahatur þeirra, sem og hitt að þeir töldu það gott fyrir bissnesinn.
Þeir tóku bara ekki mark á orðum og gerðum þess flokks gagnvart gyðingum, ekki fyrr en það var of seint.
Enda sjúklega veruleikafirrtir.
Að segjast vera á móti stóriðju, en styðja ríkisstjórn sem veðjar öllu sína á stóriðju er annað dæmi um sjúklegan veruleikaflótta.
Að segjast vilja norrænt velferðarríki og styðja 507 milljarðana í ICEsave er enn eitt dæmið.
"I am not a crook" og ég hef aldrei sofið hjá Monicu (Bill), eða ríkisstjórnin getur ekkert gert til að stöðva Magma, eða ........
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2011 kl. 19:08
Hefði ekki getað orðað þetta svona vel Ómar,hafðu þökk fyrur/einnig það sem þú segir um nafna þinn/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 16.1.2011 kl. 23:53
Takk Haraldur.
Ég vil taka það fram, að ég kaus nafna minn þegar hann bauð sig fram með Íslandshreyfingunni, og tel að í stað þess að gera afmælisdag hans að dag umhverfisins, að þá ætti að gera hann að umhverfisráðherra, fyrir lífstíð.
Þjóð sem þolir ekki samvisku Ómars Ragnarssonar, hún þolir ekki sjálfa sig.
En ég sé ekki fara saman stuðning við þessa stjórn, og ást á landi og þjóð. Ég rökstyð það, kannski ertandi, en það er bara sá kokteill sem hér er hristur, enda á ég í stríði við öfl sem vilja börnum mínum illt.
Aðeins aumur maður tekur ekki upp sverð og ver ekki framtíð barna sinna og barnabarna ef því er að skipta. Kemur flokkspólitík ekkert við.
Þess vegna segi ég til vamms, þegar ég sé það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.1.2011 kl. 00:14
Næsti Icesave-slagur byrjar hægt. Hann verður langur og illur og vonandi sigrar þjóðin.
marat (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 02:55
Þjóðin mun alltaf sigra að lokum.
Glæpir borga sig ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.1.2011 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.