Fyrst gerum við fólk fátækt, svo gerum við því ókleyft að lifa.

 

Sniðug formúla, er það ekki???

Og það allra fyndna er að ungt hugsjónafólk lét nota sig í skítmoksturinn.

Hvenær endurheimtum við aftur þjóðfélag okkar og reisn?????

Allavega ekki á meðan hugsjóna og andófsfólk dansar eftir tónverkum auðræningja.

 

Rekum auðklíkuna frá völdum, rekum AGS úr landi, tökum málin í okkar hendur.

 

Þetta er allt svo einfalt, það þarf aðeins trúa, og kjark til að láta draum sinn um betra þjóðfélag rætast.

Að reka börn út á gaddinn, hvort sem það er úr strætó, eða herbergjum sinum vegna þess að foreldrarnir skulda of mikið, er hugsunarháttur þess þjóðfélags sem Charles Dickens lýsti svo vel í bókum sínum.

Hugsunarháttur sem velferðarkrafa verkafólk lagði að velli á fyrstu áratugum síðustu aldar.

 

Við viljum ekki þennan hugsunarhátt aftur á 21. öldinni.  

 

Látum engan segja okkur annað, hvort sem það er pönkararnir í borgarstjórn Reykjavíkur, eða félagshyggjufólkið í ríkisstjórn Íslands.

Það fólk hefur  yfirgefið akur mennsku og mannúðar og fundið nýja beitarhaga hjá auðræningjum og bröskurum, hjá því fólki sem hefur rænt þjóðfélög okkar allri auðlegð en skilið eftir auðn skulda  og örbirgðar.

Í þjóðfélagi sem á allt til alls, nóg húsnæði, nægan mat, þá er það smán að fólk sé hrakið af heimilum sínum eða lifi á núðlum og rís eins og fólk í fátækustu löndum heims.

 

Af hverju sættum við okkur að auðstéttin endurreisi efnahag landsins með blóði almennings??

Af hverju trúum við því að fólk eigi endalaust að láta auðmenn ræna sig???

Af hverju viljum við borga ICEsave en loka sjúkrahúsum????

 

Af hverju, af hverju???

Við erum viti bornar manneskjur með næga þekkingu og menntun til að byggja hér upp gott þjóðfélag.

 

Við þurfum ekki lengur lénsþjóðfélag þar sem allur almenningur er skuldaþræll peningayfirstéttarinnar.

Við þurfum ekki að reka fátæk börn úr strætó, við þurfum ekki einu sinni að rukka börn fyrir að nota strætó.

Við þurfum ekkert af þessu sem ráðamenn okkar, hvort sem það er hjá ríki eða borg, eru að gera.

 

Við erum fólk, og eigum að lifa eins og fólk, og koma fram við minni meðbræður okkar, eins og við viljum að sé komið fram við okkur, enginn veit sinn náttstað.

Látum ekki lengur vanmátt okkar stjórna.

 

Aðeins vit, þor, kjarkur, með rótfastan grunn í mennsku og mannúð, mun endurreisa þetta þjóðfélag.

Gleymum því aldrei.

Kveðja að austan. 

 

 


mbl.is 100 krónur dugðu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Sorglegt en satt hjá þér.

Því miður virðist þrælslundin vera innprentuð í Íslensku þjóðina og er hrædd við að styggja valdhafa.

Tómas Waagfjörð, 15.1.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vonandi linnir því einhvern tímann Tómas, kannski verða veðrabrigði á mánudaginn kemur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2011 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 1412716

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband