Skagfirðingar hafna fundarsetu með skoffínum

 

Sem vilja leggja byggðir landsins í auðn.

Mönnum sem áttu í handraðanum tugi milljarða til að borga bretum, en fyrir um 3 milljarða ætluðu að afleggja einn af hornsteinum nútímamannlífs, sjúkrahúsaþjónustuna.

Mönnum sem lofuðu almenningi að gæta hagsmuna hans gagnvart hinu nýríka auðvaldi, en hafa síðan frá því þeir fengu völd, eingöngu gætt hagsmuna þessa auðvalds við endurreisn landsins.

Mönnum sem lofuðu að hamla gegn samfélagseyðingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en hafa reynst hans dyggustu bandamenn eftir að völdin urðu þeirra.

Og ekki hvað síst, þá leggja þeir ekki lag sitt við lygara, sem kinnroðalaust fullyrða að Evrópusambandið skilji ekki sínar eigin reglur, að þegar það talar um aðlögun, og vinnur að aðlögun ríkja, þá sé í raun verið spjalla við fólk um hvað sambandið vill slá af kröfum sínum svo smáþjóðin verði ekki var við stefnu og lög sambandsins, til dæmis í sjávarútvegsmálum.

Að allt fjárstreymið (mútur) sé svona góðgerðafé handa illra staddri smáþjóð sem getur hvorki fætt eða klætt embættismenn sína.  Því sé þeim boðið til Brussel í mat og drykk.

 

En formaðurinn er bjartsýnn, enda stórgóð fundasókn og allt svo jákvætt framundan.  Stóraukin einkaneysla mun drífa áfram hagvöxtinn, lánin frá AGS munu greiða sig sjálf, og bretum þarf aðeins að borga smáfé miðað við upphaflegu fjárkúgun þeirra.

Enda er hann heiðursfélagi hjá félagi innheimtulögfræðinga.

Og óskabarn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hvers gætu menn óskað meira???

 

Stuðning flokksmanna sinna og þjóðar????, ekki spyrja eins og fáráðar.

Kveðja að austan.


mbl.is Níu á félagsfundi VG í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Miðað við fundarsóknina hjá Steingrími er engu líkara en að flokksmenn hans séu búnir að segja honum upp sem formanni VG. Enda svo sem ekkert skrýtið miðað við það sem á undan er gengið.

Jóhannes Ragnarsson, 15.1.2011 kl. 10:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Jóhannes, menn láta ekki bjóða sér hvað sem er.

Og það er alltaf feigðarflan hjá vinstrimanni að leggja lag sitt við Alþjóðlega handrukkarastofnun braskara, slíkt gerir aðeins mútufé og rakkar sem sækja í molana sem til falla af borðum auðræningja.

Svipað lið og dundaði sér við að saga og skera þýska smábændur á dögum Luthers.

En vinstrimenn koma ekki nálægt svona skítapakki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2011 kl. 11:07

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það verður áhugavert að sjá hversu vel fundirnir í dag og á morgun verða sóttir.  Borgarnes og Akranes í dag og Selfoss á morgun.  Ef mætingin heldur áfram að vera svona slök er framtíðin ekki björt hjá VG.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.1.2011 kl. 21:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel.

Ég skil ekki Steingrím að fara í fundarherferð, svona rétt eftir niðurskurðarhugmyndir hans á sjúkrahúsum landsbyggðarinnar.  Þær voru það grófar, að hver sá sem sagðist styðja þær í nafni flokkshollustu, hann varð samstundis úrhrak í sínu samfélagi.  

Ég held að flokksmenn hans kunni honum litlar þakkir fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2011 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 22
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5606
  • Frá upphafi: 1399545

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 4779
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband