14.1.2011 | 20:01
Loksins segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn satt.
Að hans mati er ICEsave samkomulagið "tímamót í endurreisn Íslands". Það fangi Ísland, eða kannski var þetta stafsetningarvilla hjá Mbl.is.
Líklegast er þessu fólki fyrirmunað að segja satt, ekki nema þá þegar það endurprentar tölfræðilegar upplýsingar.
Hið meinta jafnvægi á Íslandi er tilkomið vegna þess að þjóðfélagið var fryst.
Fyrirtæki sem eiga ekki fyrir skuldum, er leyft að halda áfram rekstri, almenningur sem berst í bökkum, fær frystingu á lánum sínum, nauðungaruppboðum er frestað.
Genginu er haldið uppi með handafli, afborgarnir á erlendum skuldum eru ekki hafnar, braskfé kemst ekki úr landi.
Og þegar þetta dugar ekki til, þá er opinberar stofnanir látnar ljúga til um meintan hagvöxt. Hann er sagður koma frá mikilli aukningu einkaneyslu, því markvissar aðgerðir, eins og hækka gjöld og skatta, myndu stórauka hana.
Og það er alveg satt, það finnast auðtrúa bjánar sem trúa þessu eins og nýju neti.
En af hverju þessa miskunn, af hverju er ekki gengið að fólki og fyrirtækjum, með beitingu gjaldþrotalaga eins og formaður hagsmunaaðila násuga lagði til.
Af hverju er almenningur látinn hafa aukið skotasilfur með handstýrðu gengi???
Af hverju þessi blekkingarleikur????
Svarið er mjög einfalt, þjóðin felldi ICEsave, og fyrst að Ólafur forseti heldur haus, þá er reiknað með að þjóðin greiði atkvæði um nýjan samning. Og þá mun áróðursvél flokkanna og mútufé fjölmiðlanna leggjast á eitt, um að sannfæra þjóðin að tímamót séu framundan, bara ef hún gengst við ICEsave króga Björgúlfs og Björgúlfs.
Og á meðan má ekki allt vera í kalda koli.
Þetta er meginskýring þess að gjaldþrotum og nauðungaruppboðum hefur verið frestað trekk í trekk, og að skammtímalán AGS hefur ekki verið notað til að greiða út braskkrónur.
Og það er rétt, að tímamót eru framundan, því þegar gildran smellur, þá mun gósentíð auðræningja og braskara renna upp.
Þá mun mörg eignin fást fyrir lítið.
Þá mun almenningur aðeins eiga minninguna um velferðarkerfi sitt.
Þá mun okkar góða land breytast í land eymdarinnar.
Og fátt bendir til að almenningur muni spyrna við fótum.
Áætlunin, "þreytum lýðinn" virðist hafa heppnast fullkomlega, aðeins örfáir sérvitringar spyrna við fótum.
Annars virðist leiðin í skuldaþrældóminn vera greið.
Já, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur fagnað af minna tilefni.
Kveðja að austan.
Reikna með samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reynt var að hræða okkur öll með stöðugum hótunum mánuðum saman að okkar biði einangrun frá "alþjóðasamfélaginu" og vesöld ef við samþykktum ekki alla afarkosti Icesave möglunarlaust. Tíminn leiddi í ljós að ekkert var að marka hræðsluáróðurinn. Þrátt fyrir að reynt væri að láta hné fylgja kviði með aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar þá hefur þjóðin samt ekki gefið sig ekki í andstöðu gegnað verða "seld" i ánauð.
Fyrir það bera að lofa hvern þann einstakling sem heldur fast í að standa með Íslandi, sinni þjóð og sjálfum sér. Trúa að fullkomin sigur geti unnist burtséð frá stærð okkar í samanburði við aðrar þjóðir -slíkt viðhorf hefur verið og er styrkur okkar.
Eins og þú skrifar að umbúðalaust þegar ekki gekk að hóta til undirgefni þá er blaðinu snúið við. Það gerðist eftir mótmælin við þingsetninguna í októbe. Boðuðum október uppboðum á heimilum og fyrirtækjum var frestað og allt annað fryst.
Nýtt blekkingarleikrit var því sett á svið, nýja leikritið heitir "Allt er að verða svo gott hjá okkur". Notuð er ný hertækni, að allt er hara gott og verður enn betra ef við bara erum tilbúin að trúa þeim sem fá skerð af þeim 19 miljörðum sem ESB greiðir þeim sem vinna verkið að tala okkur til með fagurgala, og blekkingum og þöggun.
Berið saman efturfarabdu við ofurlaunin sem bankastjórar hrunbankanna fengu greitt fyrir fagurgalann og orðréttu ræðurnar um hvað bankarnir okkar væru frábærlega stöndugir og öruggir og okkur væri fullkomlega borgið í þeirra faðmi. Allt gekk út á að blekkja almenning, fyrirtæki og alþingi til að trúa að okkar biði áhyggjulaus framtíð ef við aðeins treystum bönkunum og þeirra fagurgala í blindni. Mánaðarlaun og fríindi þessara bankastjóra voru ekki laun í almennri merkingu það gerðu allir sé grein fyrir því. fnykurinn af mútufé lá í loftinu.
Dularfullt að borga þyrfti bankastjóra 30 - 60 miljónir í laun á mánuði!!!- slíkar ofurupphæðir gefa vísbendingu að um að réttnefni væri mútufé fyrir þá hvað að hylma yfir og taka þátt i blekkingum og þöggun .
Það er alveg jafn dularfullt að greiða eigi 19 miljarða, þ.a.e 19 þúsund milljónir til Íslands fyrir það eitt að upplýsa almenning um ESB samt á ekki að þýða á íslansku Lissabon sáttmálann sem er þó eins og stjórnarskrá ESB.
Á sama tíma á að endurgera Stjórnarskrá Íslands - allt framkvæmt og sett í gang í flýti og flaustri, það eru nægir peningar þó kostnaðurinn sé 600 miljónir. Skrýtið hvað ég tilfinningunni að greiðslan sé ekkert vandamál -þar held ég að 19 milljarðarnir frá ESB komi sér vel.
Þjóðin sjálf og einingamáttur fólksins er bjartasta og eina von Íslands.
Anna Björg Hjartardóttir, 15.1.2011 kl. 00:28
Þú ert gott dæmi Ómar, um það að einhverfa getur bjargað heilu þjóðunum.
100% sammála. Aldrei að víkja.
marat (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 00:37
"einhverfa", flott skilgreining marat, bæti þetta í safnið með "ósjálfráðu skriftinni".
Takk fyrir þitt góða innslag Anna.
Það er rétt, áróðurinn er sláandi líkur, enda fluttur af sama mútufénu, og treyst á sömu vitgrönnu fjölmiðlungana.
Og blekkingarleikurinn heldur áfram, alveg þar til þjóðin skrifar upp á ICEsave. Og ég óttast það virkilega að hún gefist upp í því máli, eins og hún gafst upp gegn svefnþulunni, sem hét "eftir helgi".
Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér, en deyfðin er augljós alls staðar.
Og ennþá hefur enginn málsmetandi maður tekið upp stríðshanskann fyrir þjóð sína, annað hvort þegir þetta lið, eða það talar um að við eigum ekki að vera svona svartsýn, að við eigum að standa saman, og horfa jákvæðum augum á framtíðina.
Eða með öðrum orðum, að sætta okkur við að vera skuldaþrælar fyrir lífstíð.
Og ég sem hafði álit á þessu fólki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2011 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.