14.1.2011 | 14:51
Hvenær koma hinir á eftir???
Ekki það að ég sé áhugasamur um að útvega fólki ókeypis húsnæði á vegum ríkisins, vildi og vill fara leið sannleiksnefndarinnar, að fá allan skítinn upp á yfirborðið, og læra af honum.
Og þar með útiloka að þetta lið endurreisi sitt gamla kerfi sjálftöku og spillingar.
En þjóðin vildi það ekki, lét hugmyndafræðinga hins gamla kerfi spila með sig upp úr skónum, punkturinn yfir i-ið var síðan að fá hrekklausa, auðtrúa vinstrimenn til liðs við endurreisnina.
Endurreisn spillingar og sjálftöku.
Það verk er á lokastigi eins og sagt er, eftir á aðeins að kaupa ICEsave innréttingarnar.
Og núna er ljóst að stjórnarandstaðan hefur sannmælst um svikin, þetta lið virtist allt saman falt gegn rétta gjaldinu.
Þá spyr ég sérstakan saksóknara, hvar eru hinir??
Hvar er Hreiðar og Sigurður, Welding og Bjarni???
Og hvar eru mennirnir sem þeir þjónuðu, eigendur bankanna???
Við megum aldrei gleyma, að þessir menn voru aðeins vinnumenn, vissulega á háum launum, en aðeins vinnumenn.
Og hvar eru allir þeir háskólamenn og álitsgjafar sem gengu fyrir mútufé við að sannfæra þjóð sína að sukkið og svínaríkið væri sjálfbært??? Þeirra ábyrgð er mikil, því þeir lugu að þjóð sinni fyrir fé, og kæfðu strax niður allar gagnrýnisraddir, raddir sem hugsanlega hefðu getað haft þau áhrif að versta sukkið hefði verið stoppað af.
Kannski hefði þá nafn Íslands ekki tengst þeim fjárglæfrum sem kennd eru við ICEsave.
Og hvar eru hugmyndafræðingar Hrunsins, þeir menn sem hafa notað vit sitt og getu til að dásama þjóðfélag þar sem allur almennur rekstur var horfinn, en þjóðin sat uppi með örfá eignarhaldsfélög ofurskuldsettra auðmanna.
Hvar eru mennirnir sem sögðu að sjálftökulið í bönkum, og sjálftökulið í fiski, væri liðið sem myndi gera okkur rík????
Er aðeins byssan sek, eða ber sá líka ábyrgð sem miðaði henni????
Og þó allt þetta lið verði sett inn, lokað á bak við lás á slá, allavega þar til það biður þjóð sína afsökunar, og lofar að nota vit sitt og krafta til að bæta fyrir afbrot sín, og færi síðan út og berðist við erlenda fjárkúgara og krónubraskara, að þá verður aldrei réttlæti fyrr en vinnumenn og mútufé auðmanna, í stjórnmálunum, verði líka látið sæta ábyrgð.
Auðmenn keyptu heilan stjórnmálaflokk, og eiga hann ennþá.
Þó er ljóst að hann var ekki keyptur fyrir eigið fé, heldur er hann allur upp á skuld.
Samt lætur þessi flokkur ennþá eins og auðmenn eigi hann.
Og svo mun verða, alveg þar til þetta lið gisti fangaklefa, ekki þingsali eða stjórnarráð.
Endum ekki í sama skítafarvatninu og Rúmenar sem létu spillingarliðið komast upp með að aflífa 2 gamalmenni, og héldu síðan eins og ekkert væri í skorið.
Á Íslandi taldi spillingarliðið að það dygði að krossfesta einn sjúkan mann, fallinn mann, og þar með léti þjóðin blekkjast.
Látum það ekki komast upp með það.
Látum allt þetta lið sæta ábyrgð, og fyrirgefum því aldrei nema það iðrist glæps síns, að hafa selt skítugum peningum sálu sína.
Við skuldum manndómi okkar að gera einu sinni það sem rétt er, að standa keik á móti spillingu og sjálftöku, núna þegar við vitum hvað þetta lið gerði okkur.
Og við skuldum börnum okkar framtíð.
Látum þetta lið ekki komast upp með endurreisn hinnar siðlausu græðgi og sjálftöku.
Stingum því öllu inn, og segjum síðan Nei við fjárkúgara og braskara.
Við segjum Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
Í gæslu til 25. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
greið, missir af næstu allri HM
joi (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 15:19
Eina vitið , í sambandi við þessa aumingjans menn er detta á höfuðið , er að sjá til þess að þeir fái nýja kennitölu , svo þeir geti haldið áfram að vera í rekstri - þá sérstasklega rekstri upp á krít , já og það nógu margar kennitölur á hvern og einn að þeir nái ekki að setja öll fyrirtækin á höfuðið aftur , í það minnsta ekki í þessu jarðlífi.
Hörður B Hjartarson, 14.1.2011 kl. 15:19
Það að Sigurjón digri skuli kominn á bak við lás og slá þótt tímabundið sé, virkar eins og landhreinsun, það birti upp útivið og einhvern veginn vonar maður að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal. Þessi feita snúðaæta á að sjálfsögðu að vera húskarl á Hrauninu næstu áratugina ...ásamt fleirum af sama sauðahúsi.
corvus corax, 14.1.2011 kl. 15:32
Ísland hefur áður riðið á vaðið og verið frumkvöðull í því sem er svo viðtekið og sjálfsagt í dag, á þar við útfærslu lögsögu í 200 mílur, en þá voru ekki "heybrækur" við stjórnvölinn,eins og nú, en þá sem nú voru úrtölumenn margir og bentu á viðteknar hefðir, hættuna á rofnu milliríkjasambandi við helstu viðskiftaþjóðir ofl í þeim dúr, það er enn deilt um lögmæti þessarar útfærslu, með hliðsjón af þá gildandi milliríkja og hafréttarreglum, en eins og stendur hér í byrjun, "viðtekið og sjálfsagt" í dag um víða veröld.
Sama getur orðið upp á teninginn við að hafna Icesave kröfum algerlega, en úrtölumennirnir eru til staðar bæði hérlendis og erlendis, "lögfróðir" froðusnakkar túlka reglur og lög í allar áttir, að ekki sé talað um þetta fyrirbæri sem kallað er ríkisstjórn, en þegar upp er staðið liggur framtíðin í því hvernig þetta verður afgreitt, sama rotna fjármálaumhverfið og áður, eða nýtt, heilbrigðara og betra fyrir fólk flest.
Svo það er alveg sama hversu mörgum verður "stungið inn" og/eða dæmdir, það sem skiftir máli er hvort setja eigi fótinn niður eða ekki, eða eins og Ómar segir: "Stingum því öllu inn, og segjum síðan NEI við fjárkúgara og braskara."
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 14.1.2011 kl. 18:29
Get ekki stillt mig að lauma þessu HÉR , hlustið og njótið.
Kv. KH
Kristján Hilmarsson, 14.1.2011 kl. 18:35
Takk fyrir innlitið félagar.
Coruvus, er ekki góð aðstaða til að baka snúða á Hrauninu???
Hörður, pistill minn eiginlega ekki um þessa heiðursmenn, heldur stjórnendur þeirra, og svo mútuféð, samanber, eftir höfðinu dansa limirnir, og nota þá til að bera fé á stjórnmálamenn. Þar liggur vandinn, það er endalaust hægt að kaupa sér nýja limi.
Blessaður Kristján, góð samlíking hjá þér, og mikið sönn.
En ég er enginn áhugamaður um innlagningu fólks, og ókeypis framfærslu þess í langan tíma. En ég sé í þessu möguleika að taka aðalleikendur ICEsave úr sambandi, svo við losnum við þessa kúgun.
Og allt auðrán í kjölfarið.
Síðan á að sleppa þessu liði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 20:11
Allt þetta er ákaflega dapurt og því finnst mér rétt að við eigum ekki að hafa þessi mál í flimtingum. Þeir sem stýrðu bönkunum virðast hafa teygt sig all langt og orðið mörum freistingum að bráð. Icesave var eins og hvert annað mýrarfen sem menn komust ekki framhjá óskaddaðir, rétt eins og þjóðin sem hefur haft þetta Icesave mál eins og martröð.
Gæsluvarðhald og refsivist eiga ekki skylt við „ókeypis húsnæði og fæði“. Að vísu er betur lagt í þessa afbrotamenn en t.d. gamalt fólk sem dvelur á elliheimilum. Víða eru tveir eldri borgarar saman í litlu herbergi og er það til mikils vansa.
Þetta mætti skoða hvort samræmdist jafnrétti borgaranna.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 23:02
Blessaður Guðjón.
Eiginlega er ég alveg sammála þér að þetta er allt ákaflega dapurt, og oft velti ég því fyrir mér hvort menn voru ekki meira fórnarlamb atburðarrásar, frekar en þeir hafi stýrt atburðarrásinni svo meðvitað.
Mér er minnisstæð orð góðs manns sem hafði trú á að Borgarahreyfingin myndi ná að hreyfa hlutum til betri vegar, en hann sagði að það hefði virst að allir, eða því sem næst að allir hafðu fallið á græðgiprófinnu, það var bara misjafnt hvaða tækifæri menn fengu.
Líklegast kristallast þetta best í hvernig gömlu íhaldsmennirnir urðu undir í átökunum um yfirráðin í stjórn SPRON, og siðar í Sparisjóði Hafnarfjarðar, þar vann auðfengið fé stórsigur á gömlum tíðaranda.
Og það sem þú kallar að hafa í flimtingum, er aðeins mín aðferð til að tjá að ég hefði viljað að uppgjörið hefði átt sér stað á öðrum forsendum.
En hvað um það, það vinnur enginn stríð á væli, pistill minn átti upptök í þessari frétt, en hún var aðeins kveikjan af spjótlögum að ríkisstjórn þinni og flokknum sem þið VG menn starfið með.
Keypti flokkurinn er ekki Sjálfstæðisflokkurinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 23:42
Sigurjón digri missir þá af HM í handbolta. Æi, greyið karls ræfils garmurinn. Ljósi punkturinn í þessu fyrir hann er sá að hann kemur líklega til með að leggja aðens af og ekki er vanþörf á. Þetta er ekkert veislufæði sem fá þeir fá í steininum. Afhverju var manngarmurinn ekki búinn að flýja land eins og hitt glæpahyskið sem var við stjórn hrunbankana?
Guðmundur Pétursson, 15.1.2011 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.