Erum við komin í hryllingsveröld Kafka????

 

Nema að við erum ekki pöddur, heldur skattgreiðendur sem í vanmætti horfa upp á menn spekúlera hvort mál vinnist eða tapist fyrir dómi.

Bíddu við hvað dómi, hver hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm????

Fjárkúgarinn hefur vissulega hótað því, en skrýtið, hann hefur haft 2 ár til að framkvæma þá hótun, en ekki látið verða að henni.  Í stað þess slær hann af kröfum sínum, aftur og aftur.

Af hverju???

 

Í raunheiminum vita allir svarið við þessari spurningu, það er vegna þess að fjárkúgun varðar við lög.  Og ef kúgarinn hefur ekki afl til að fylgja hótun sinni eftir, þá rennur hún út í sandinn.  Og ef hann kemst undir manna hendur, þá býður hans dómur fyrir glæp sinn.

Í heimi Kafka var ekkert eins og það sýndist, öll viðmið, allt raun var horfið.

Þar ræða virtir lögfræðingar um hvort líkur séu meiri eða minni á að eitthvað dómsmál, sem ekki er til, fyrir dómi sem okkur hefur ekki verið stefnt fyrir, að það vinnist eða tapist.

 

Í raunheimi ræða menn hvort einhver lagagrundvöllur sé fyrir kröfu manna sem hóta ofbeldi, eða hvort það eigi að láta lögregluna hirða þá strax (ath, fjárkúgun er algjörlega ólögleg í Bretlandi.

Í heimi Kafka þá ræða menn um líkur þess að réttarríki Evrópu dæmi eftir öðru en lögum sínum og reglum.

 

Í raunheimi er svona absúrd farsi hugverk skapandi fólks, hjá Kafka halda menn að þeir séu, séu raunverulegir.

 

Og á Íslandi í dag er hið absúrda blákaldur raunveruleiki.

Raunveruleiki sem mun láta pyngjur skattborgara blæða.

 

Það er ekki þannig að menn séu að tala um sitt eigið fé, að eyða því í sinni ofskynjunarvímu.  

Svo helsjúkir eru menn ekki, menn ætla að nota annarra fé til að greiða fjárkúgunina.

 

Og það er þjófnaður.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Skiptar skoðanir lögfræðinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Íslenska þjóðin skuldar Bretum og Hollendingum ekki eina einustu krónu vegna IceSave svikanna og þjófnaðarins á innistæðum á þessum reikningum. Þessa stundina er verið að fjalla um gæsluvarðhaldskröfu yfir feitu snúðaætunni sem er glæpamaðurinn í IceSave svikunum. Þar að auki er það skýrt í lögum ESB að ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóðum er ólögleg! Það hentar hins vegar ekki Bretum og Hollendingum að þessu sinni og þess vegna búa menn til eitthvert bull um að viðkomandi tilskipun hafi ekki verið innleidd á réttan hátt. Þetta er þvaður, íslenskir skattgreiðendur eru saklausir af IceSave glæpnum og bera því enga ábyrgð á honum, ekki frekar en á innbrotum og öðrum afbrotum íslenskra einstaklinga hér á landi eða úti í heimi. Svo einfalt er það!

corvus corax, 14.1.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega Corvus og Ómar.  Ekki kemur til nokkurra einustu mála að börnin okkar saklaus verði gerð að skattaþrælum gamalgróinna nýlenduvelda Evrópu og innlendra glæpamanna.  Og þar með eru taldir allir íslenskir stjórnmálamenn og vinnumenn bresku og hollensku stjórnanna sem ætla og ætluðu að kúga börnin okkar og okkur sjálf með lögleysunni.  ICESAVE-STJÓRNIN og stuðningsmenn fara þar langfremst í flokki og ganga harðast fram í glæpnum.  Við munum stoppa þennan glæp og þeim seku verður refsað.

Elle_, 14.1.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Elle_

Já, kúga börnin okkar og gera þau saklaus að skattaþrælum ríkiskassa erlendra velda. 

Elle_, 14.1.2011 kl. 11:06

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

já nei kanski nema síður sé nema hvorutveggja væri. Þór er önnur niðurstaða hugsanlega nema hún komi ekki til greina. Aö öðrum kost kemur hún ekki til greina nema því aðeins að hún geri þar .

Það er mikið gefandi fyrir svona skýra niðurstöðu - ekkert vafamál.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.1.2011 kl. 11:21

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Íslenska þjóðin skuldar Bretum og Hollendingum ekki eina einustu krónu" skrivar "corvus" og vísar til Icesave og þjófnaðar glæframanna á þeim innistæðum ofl.

Þetta er auðvitað hárrétt, eins og Ómar er búinn að reyna "berja" inn í hausinn á okkur lengi,  og margir fleiri eru að átta sig, en verður það nóg þegar að ákvarðanatökunni kemur ?

Ég vona það, að mann/kvenndómurinn í Íslendingum verði jafnsterkur og í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og þessar lögfræði "heybrækur" sem tjá sig í þessari frétt, séu undantekningin frekar en reglan, leyfi mér einnig að vona að það komi upp (óvæntur þó) mann/kvenndómur á Alþingi, og hringavitleysan verði stoppuð þar, en er ekki bjartsýnn á það, þetta er nú og verður í höndum almennings, svo okkar ábyrgð er að halda fólki við efnið, gegnum allt "þokukjaftæðið" og tilrauna til heilaþvottar í fjölmiðlum.

Sú eina áhætta sem Íslendingar standa frammi fyrir varðandi væntanleg dómsmál (held ekki að þetta fari nokkurntímann fyrir dóm) væri að ESA gæfi Íslenska ríkinu einhverja sekt fyrir ónógt eftirlit með bönkunum og þeirra innistæðutryggingasjóðum.

En við stöndum vaktina og ráðumst á hverja tilraun til að villa fólki sýn.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 14.1.2011 kl. 12:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Corvus.

Aðeins að árétta með bullið, um að þetta og hitt hafi átt að vera svona eða hins vegin, ekki rétt innleitt, eða gult eyðublað notað í stað bleiks, sem brýtur gegn femínistamarkmiðum ESB, þá er það einfaldlega þannig, að allir geta túlkað lög.

Og haft álit á framkvæmd þeirra.

En það kallast fjárkúgun þegar menn einhliða innheimta meinta kröfu á grunni skoðana sem menn hafa og deila ekki með gagnaðilanum.  

Og um skilgreininguna á fjárkúgun er ekki hægt að deila, hún er skýr í breskum lögum.  Aðeins málsbætur koma til athugunar þegar refsing er ákveðin.

ICEsave væri löngu dautt ef fólk hefði ráðið för, það hefði tafarlaust dregið þá Brown og Darling inn í Old Bailey og látið þá svara til saka samkvæmt breskum lögum.  Það er eins og menn gleymi því alltaf að Bretland er réttarríki, og breskir stjórnmálamenn þurfa að sætta sig við að lög og regla er þeim æðri.

Og þeir Brown og Darling eru sekari en syndin því þeim láðist í flumbruganginum að draga íslensk stjórnvöld fyrir dóm vegna meintra vanefnda, brota, rangrar eyðublaðanotkunar eða hvað eina sem rökkum þeirra á Íslandi dettur í hug til að réttlæta kúgun þeirra.

Breta sjálfir eru löngu hættir því, þeir segja einfaldlega, borgið fíflin, við erum stærri og sterkari, og síðan hvísla þeir "hey, við launum ykkur vel".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 15:21

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Elle, ég myndi ekki veðja á framtíð þessa fólks, ekki í stjórnarráðinu.

Og þó þjóðin sofi núna, þá mun hún rumska þegar hún áttar sig á að allt er á niðurleið, en ekki uppleið.

Þá endanlega gefast menn upp á þessu liði öllu saman, og nýtt fólk tekur við.  Og þá mun réttarríkið loksins fá að hafa sinn gang.

Brotin eru skýr, og fyrir þau mun verða dæmt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 15:24

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Já niðurstaðan er mjög skýr, fer eftir þeim sem túlkar.

En það sorglega í henni er að sjá Stefán Már tala gegn sjálfum sér.  Hann er jú maðurinn sem hóf ICESave andófið þegar allir töluðu um að þetta væru svona bara 70 milljarðar í mesta lagi.

Rökin hans þá, eru jafngild í dag, og þeim er ekki svarað í þessari greinargerð.

Hvað veldur, er þetta flokkurinn????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 15:26

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, er á fullu að kvitta fyrir mig áður en HM byrjar.

Þó glæpamenn vaði upp með hótanir og fjárkúganir, þá er ástandið ekki svo slæmt að maður fórni handboltanum fyrir það.

En þetta er rétt, að einhver þarf að byrja vaktina.  Og það hefur komið mér glettilega á óvart hvað flokkshestar Sjálfstæðisflokksins standa hana keikir, þó nokkuð sé ljóst að flokkurinn ætli að svíkja.

Allur þvotturinn er fókusaður á þá, að grasrót flokksins kyngi svikunum í nafni samstöðu.  Þess vegna held ég að sá mæti Vörður Íslands, Stefán prófessor hafi verið vélaður í þennan hóp, til þess að gefa bullukollunum vægi.

En fyrstu fréttir eru góðar, og vonandi halda þær áfram að batna.  Vígstaðan er skýr, annars vegar er það elíta landsins og hins vegar þjóðin.

Í raun getur það ekki skemmtilegra orðið, því ef elítan tapar, enn einu sinni, þá sé ég ekki hvernig hún getur setið og haldið áfram eins og ekkert hafi gerst, og haldi áfram í rólegheitum að senda almenningi allan reikninginn fyrir Hrunið.

Ef það gengur eftir, þá er ljóst að einhver skemmd er í þjóðarsálinni, en ég trúi því ekki.  Frekar að henni vanti sannfærandi raddir.

Raddir sem hún tekur mark á.

Þegar það gerist, þá er Björninn felldur.

Handboltakveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband