Jóhanna vill borga ICEsave.

 

Hún vil borga erlendum krónubröskurum.

Þær kröfur, bæði ICEsave og krónubraskaralán AGS, voru settar fram í erlendum tungum.

Tungum sem Jóhanna skilur ekki.

Í stað þess að segja, ég skil ekki, ég ekki borga, þá segir hún Yes, yes, enda eina orð sem hún kann í útlensku.

 

En við Íslendinga segir hún aðeins, við þurfum að gæta hófs.

Sem er vissulega rétt, en þá þarf um leið að tryggja fólki réttlæti og sanngirni.

Skjaldborga auðmanna, aflausn krónubraskara, erlend fjárkúgun, á ekkert með slíkt að gera.

 

Jafnvel vinnumenn breta hjá ASÍ, margmútaðir menn, þeir munu ekki ná fram þessari hófsemd.  Daginn sem ríkisstjórnin neitað heimilum landsins um réttlæti, það var dagurinn sem hófið hvarf.

Og launafólk mun reka þjóðníðingana út úr skrifborðsskúfunni sem vinnuveitendur geyma þá í, launafólk mun endurreisa verkalýðshreyfinguna.

Og krefjast kjara og réttlætis.

 

Ef það er til hundruð milljarða handa útlendu bröskurum, og fjárkúgurum, þá er til peningur handa íslenskum almenningi.

Jóhanna á enga skriðdreka til að kúga þjóð sína.

 

Hennar tími er liðinn. 

Kveðja að austan.


mbl.is Gæti hófs í kröfugerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Þetta er alveg rétt hjá Jóhönnu minni, það er ekki stöðugt hægt að gera kröfur á hendur ríkinu en það er eins og að sumir haldi að peningarnir vaxi á trjánum.....svo er tími til komin að ríkisstarfsmenn fari nú að vinna fyrir laununum sínum.

Ps: yes er ekki útlenska...heldur enska.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 11:36

3 identicon

Ef Steingrímur og Jóhanna geta komið með endalausar kröfur á almenning þá mega þau búast við að almenningur komi með kröfur á móti.Laun hafa lækkað gríðarlega og veðlag og skattar hafa hækkað geðveikislega.Svo Jóhanna á ekki að vera hissa á því að það komi kröfur frá almenningi

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 11:40

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Jóhanna má svosem borga IceSave mín vegna.  En hún verður þá að gera það með sinni eigin buddu.  Ekki þjóðarbuddunni.

Sigríður Jósefsdóttir, 13.1.2011 kl. 11:52

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ps: yes er ekki útlenska...heldur enska.

Er ekki enska útlenska fyrir okkur íslendingum?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.1.2011 kl. 15:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Halldór, hvað meikar diffinn???

Kjarni málsins Sigurbjörn.

Sigríður, henni er það guðvelkomið, sem og öðrum áhugamönnum um ICEsave svik.  En spurning hvort það sé ekki samt ólöglegt, eða má ég semja við mannræningja???  Er það ekki ólöglegt að láta undan fjárkúgun???

Helgi, í það fyrsta segir í góðu kvæði að það sé töluð íslenska í himnaríki, allt hitt hlýtur þá að vera útlenska.  Svo vona ég þín vegna að ríkisstarfsmenn erfi þetta ekki við þig, næst þegar þú þarft á þjónustu þeirra að halda, satt best að segja þá hélt ég að svona hefði dáið út með kommúnismanum.  Spáðu einnig í orð Sigurbjörns, viss viska í þeim fólgin.

Og svo var blessunin að beina orðum sínum að aðilum vinnumarkaðarins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 18:36

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þegar talað er um kjarabætur þá eru engir peningar til.

Ríkisstjórnin teygir sig sífellt dýpra ofaní vasa almennings með sínu skattahækkunarbrjálæði

Kratar og vinstri kratar láta samt alltaf eins og nóg sé til af peningum þegar það á að reyna að neyða þjóðina til að borga icesave.

Hreinn Sigurðsson, 14.1.2011 kl. 09:26

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Hreinn.

Það er eins og þetta fólk skilji ekki að hófið þarf að vera allsstaðar, ekki bara á einn veginn.

Og ef ICEsave gengur eftir, þá verður borgarastyrjöld, ekki með skriðdrekum, heldur mun stór hluti þjóðarinnar ekki una sér hvíldar fyrr en landsölumenn verða hraktir frá völdum.

Hávamál eru því miður að raungerast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband