13.1.2011 | 07:04
ICEsave pinni hótar stjórnvöldum.
Ætlar að valda uppnámi á vinnumarkaði, nema stjórnvöld lúti vilja hans.
En dugar ekki fyrir hann að opna skúffuna, þessa til vinstri, þriðju röð, geymir hann þar ekki ASÍ, og Gylfa, síamstvíbura sinn????
Hvað læti eru þetta um kjaramál, er Gylfi að missa tökin á hjörð sinni???
Það er eins gott fyrir breta að Gylfi týnist ekki líka í ICEsave, þeim veitir ekki af öllum sínum vinnumönnum í dag.
Verður ekki verkföllum hótað ef Alþingi samþykkir ekki svikin einróma????
Þá eru þetta samrýmdir tvíburar, annar vill stjórna framkvæmdarvaldinu, en hinn löggjafarvaldinu.
En hvernig gat það atvikast að við sátum uppi með þetta lið???
Átti ekki að taka til eftir Hrun????
Kveðja að austan.
Ekki samið án lausnar í útvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverslags fáviti er maðurinn? Vill hann ekki setja skilyrði og frí bílastæði, lægri húsaleigu, lækkun eldsneytisverðs og afnám tolla og vörugjalda líka þar sem það er hreint kjaramál þegar kemur að rekstri fyrirtækja og heimila? Hvað heldur maðurinn að hann sé? Kjarasamningar snúast um samninga um verð á vinnu á milli launþega og launagreiðenda svo skilyrði af þessu tagi koma málinu bara ekkert við!
corvus corax, 13.1.2011 kl. 07:29
...auðvitað átti að standa skilyrði um frí..... en ekki og frí.... í 2. setningu.
corvus corax, 13.1.2011 kl. 07:30
Já, vissulega var það í tísku hjá auðmönnum og undirsátum þeirra í bönkunum, að hóta stjórnvöldum og réttarkerfinu, en þó Villi hafi verið þeirra undirsáti, þá er óþarfi að hann haldi sig við siði sína föllnu húsbænda.
Hvort sem breytingarnar á sjávarútvegsstefnunni, eru til góðs eða ills, þá er það kjörinna fulltrúa að marka þá stefnu, hagsmunaaðilar setja fram sina stefnu, og berjast fyrir henni eftir atvikum.
En að hóta upplausn ef þeirra er ekki valdið, það gengur yfir allan þjófabálk, líka hjá ICEsave þjófum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 07:56
Það má vel vera að hann sé kominn út fyrir sitt svið en öll hjálp gegn þessu rugli að halda sjávarútvegnum í gíslingu er vel þeginn og ekki vanþörf á:)
Líka kveðja að austan.
Óskar (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 09:04
Blessaður Óskar.
Það eru margir í gíslingu í þessum blessað sjávarútvegi okkar, þó veit ég um einn sem er það ekki, og það er þorskur á grunnmiðum á Norður og Austurlandi. Staðbundnir stofnar sem eru stórlega vannýttir.
En þó ég játi að aðrar ástæður en þessar valdi þessu pílukasti mínu, þá hefur hann corvus alveg rétt fyrir sér, "Kjarasamningar snúast um samninga um verð á vinnu á milli launþega og launagreiðenda svo skilyrði af þessu tagi koma málinu bara ekkert við!".
Heitir þetta ekki blackmail???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.