Eru menn að toppa sjálfa sig í geðveikinni???

 

Kinnroðalaust ætlaði ríkisstjórnin að reka 960 manns, aðallega konur, vegna meints 4 milljarða sparnaðar í heilbrigðiskerfinu.

Kinnroðalaust lýsir hún því yfir að ekki séu til peningar til að bæta fórnarlömbum Hrunsins sjálfvirkar hækkanir lána þeirra þó ljóst sé að fyrrverandi stjórnvöld leyfðu auðmönnum og bönkum að fífla krónuna.  Þegar eggjum var kastað í ríkisstjórnina, og ekki ennþá búið að svíkja þjóðina í ICEsave, þá fann hún 2 milljarða í vaxtabætur sem plástur á blæðandi sár heimilanna.

Kinnroðalaust lætur hún bótaþega svelta, segir að fjárhagur ríkisins fari á hliðina ef hún bæti öldruðum og öryrkjum þá skerðingu sem Hrunverðbólgan olli.

 

En að galdra fram 26,1 milljarða úr ríkiskassanum er henni leikur einn, þegar um fjárkúgun breta er að ræða.

Þó er ESB búið að lýsa því opinberlega yfir að krafa þeirra byggist ekki á lögum og reglum sambandsins, líkt og Verðir Íslands héldu alltaf fram.

 

Hvað veldur þessu????

Finnst virkilega svo veruleikafirrt fólk, svo siðblint og aumt, að það styður þessa geðveiki?????

Hvar eru mörkin á því hvað fólk getur lagst lágt fyrir flokk sinn????

 

Þeirri spurningu verður svarað á næstu dögum því ljóst er að þessi svikasamningur ríkisstjórnarinnar hefur fengið hljómgrunn hjá stjórnarandstöðunni.  Hvað greiðslur undir borðið hafa átt sér stað, vita aðeins þeir sem reiddu af hendi, og þeir sem þáðu.

En ekkert afsakar ómútaða stuðningsmenn flokkanna að elta mútuféð út i kviksyndi svikanna, þaðan sem enginn ærlegur maður á afturkvæmt.

Ekkert.

Núna reynir á uppeldi okkar og manndóm, að líða ekki óréttið.

 

Við segjum Nei við ICEsave, sjálf tilvera okkar sem þjóðar er í húfi.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Greiða þarf 26,1 milljarð vegna Icesave í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Heyr,heyr, mætum öll þann 17 jan og sótthreinsum Alþingi.

Árni Karl Ellertsson, 12.1.2011 kl. 23:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr, ég ætla að mæta á Austurvöll þann 17. jan og reyna að tunna liðið út...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2011 kl. 23:25

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér kraftinn og orðikyngina!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2011 kl. 01:11

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vita Íslendingar að það voru Bretar og Hollendingar sem fengu skatttekjurnar af Icesave? Vita Íslendingar að Bretar neituðu að borga innistæður bresks banka á eyjunni Mön þegar hann fór á hausinn af því að það var ekki innistæður breskra skattborgara en segja samt að okkur beri skylda til þess. Heyrið þið eitthvað talað um þetta í íslenskum fréttaflutningi?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2011 kl. 03:06

5 identicon

flott hjá þér Ómar borgum aldrei krónu meir.

gisli (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 06:32

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Rakel, það heyrist enginn fréttaflutningur af ICEsave, aðeins einhlið áróður.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 06:56

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Furðulegt mál og það endar á einn veg. Þetta verður samþykkt, við erum föst og ríkisstjórnin lifir ekki tunnurnar af. Sjálfssóknarflokkurinn fer í stjórn og allt fer til fjandans.

Villi Asgeirsson, 13.1.2011 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband