Fólk með sómatilfinningu, hefði axlað ábyrgð af minna tilefni.

 

Og jafnvel lagt stund á forna Japanska sómasiði.

 

"Í matinu segir að nýi Icesave-samningurinn sé mun hagstæðari en fyrri samningur."

 

Já þetta er mun hagstæðari samningur en sá fyrri segir Seðlabankinn.

Sami banki og sagði að þjóðin ætti að borga Svavars samninginn, því hann væri bæði viðráðanlegur, og það hagstæðasta sem hægt væri að fá.

Svona til upprifjunar, þá átti afborgun í ár, að vera 60 milljarðar, og ef allt færi á besta veg, þá var sá samningur upp á 506 milljarða króna.

Ef við hefðum trúað Seðlabankanum þá, þá hefði ríkisstjórn Íslands þurft að skera niður um 60 milljarða í viðbót í ár, til að ná markmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afgang af frumeitthvað.

Bara fyrir meintan 4 milljarða sparnað ætlaði ríkisstjórnin að rústa sjúkrahúsaþjónustu landsbyggðarinnar, og hún ætlaði líka að skera niður vaxtabætur um 2 milljarða.  Þegar almenningur mótmælti, þá fann hún sig knúna að tilkynna að loka loka aðstoð við heimili landsins hefði verið hættun við að hætta að borga þessa 2 milljarða.

Helmingur heimila landsins berst í bökkum vegna Hrunskulda og með herkjum fékkst sem sagt leyfi hjá AGS fyrir þessum 2 milljörðum.

Kannski vegna þess að þjóðin hafnaði ráðum Seðlabankans, og ekki króna á fjárlögum fór í ICEsave.  Ekki einu sinni sextíuþúsund milljón krónur.

 

Hver er æra þessa fólks sem barðist fyrir þessum svikasamningum???

Af hverju ættum við að trúa þeim núna????

Hvaða tryggingu hefur það fyrir því að íslensku neyðarlögin haldi i Bretlandi,. eða að væntanlegt fall evrunnar leiði ekki til nýrrar kreppu í Evrópu???  

Og af hverju ætti gengi krónunnar að halda þegar þjóðin fer að greiða af erlendum lánum sínum????

Eða halda menn að AGS sætti sig við Landsvirkjun og orkuauðlindir þjóðarinnar sem greiðslu fyrir lánum sínum????

Eða ætla menn að rækta þessa peninga????  Til dæmis í Hveragerði????

 

Svo ég vitni í Wikileka, þá töluðu bandarískir erindrekar um barnaskap íslenskra stjórnmálamanna þegar þeir útskýrðu hvernig þeir ætluðu þjóðinni að greiða ICEsave og AGS.  Barnaskapur sem var rökstuddur með áliti Seðlabankans.

Sama banka og taldi efnahagshorfur bjartar fyrir árið 2008.

Og sagðist geta bakkað upp tólffalt bankakerfið eins og ekkert væri.

 

Vissulega eru það ekki rök sem slík, að sá sem hefur alltaf haft rangt fyrir sér, að hann hafi það líka núna, en sagan kennir allavega að það má stórlega efast um dómgreind þessa fólks.  

Það hefur sannað sig fyrir að skila aðeins álitum sem er stjórnvöldum á hverjum tíma þóknanlegt.

 

En látum það liggja milli hluta í bili.

Segjum að það sé rétt, að núverandi samningu sé betri.

Af hverju skyldi það vera????

 

Af hverju skyldi bretar alltí einu vilja semja af sér?????

 

A.  Þeir eru svo lélegir samningamenn.

B.  Yfirlýsing ESB um að krafa þeirra væri með öllu ólögleg?????

 

Þeir sem trúa ríkisstjórninni um A, þeir ættu að lesa pistil minn hér að framan um meinta fávita.  

Það eru takmörk fyrir allri trúgirni.

Líka hjá kjósendum Samfylkingarinnar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Seðlabanki metur Icesave-kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert er að marka það sem kemur frá Seðlabankanum,Jóhanna stendur með pískin yfir þeim,hún ræður öllum árum að því að troða þjóð sinni inní ESB-Mafíuveldið.Einsog alþjóð veit að þá er lausn Icesave deilunnar lykillinn inní þetta Mafíuveldi sem ESB er.  Hvað skyldi  Íslandssagan segja um Jóhönnu Sigurðardóttur er tímar líða og hvolpin hennar hann Steingrím J,sem gegnir einsog lafhræddur rakki í hvert sinn er hún baular,,,,,,fuss og svei.

Númi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 21:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, fuss og svei, og svei attan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 21:57

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bylting 2. Varaði við henni þann 04.10.2010

Sigurður Haraldsson, 12.1.2011 kl. 23:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Leysast málin ekki sjálfkrafa ef við sendum þau á námskeið í Japanskri sögu.

Að réttlæta þennan samning með þeim rökum að þau græða svo mikið frá öðrum enn verri, eru þvílík dæmi um heimsku, að það er ekki hægt að toppa hana.

En byltingin, er þjóðin ekki bara búin að gefast upp????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 5615
  • Frá upphafi: 1399554

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4788
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband