Alþýðusambandið biður um tvennt.

 

Að íslenska ríkið borgi bretum fjárkúgun sína, kennda við ICEsave.

Það þýðir að launafólk, sem hefur ekki efni á einkasjúkrahúsum, að það étur það sem úti frýs, allavega ef það á heima á landsbyggðinni.

 

Og ASÍ vill evru.

 

Til þess þarf að skera íslenska velferðarkerfið niður við tog.  Ekki bara vegna ríkissjóðshallans, heldur líka vegna þess að evran fæst ekki nema að ríkissjóður Íslands greiði krónubréf á yfirverði, án skattlagningar.

Það gjald nemur um 45% af landsframleiðslu, margfalt hærra en nokkur þjóð hefur áður greitt frá  sér í skaðbætur eða annað sem hún er þvinguð til.

 

Kröfur ASÍ eru því ávísun á örbirgð og skuldaþrælkun.

 

En vissulega mun tæplega eitt prósent þjóðarinnar njóta góðs af, en ekkert af því fólki er í ASÍ.  Reyndar eru auðmenn algjörlega án samtaka, þeir eiga aðeins peninga og Samfylkinguna.

Samfylkingin fékkst reyndar ódýrt.

Og miðað við kröfugerð ASÍ, þá eiga þeir líka skrifstofu launþega.

 

Kannski eiga þeir allt nema skuldirnar.

Þær borgum við.

 

Í boði Alþýðusambands Íslands.

Kveðja að austan.


mbl.is ASÍ vill aðgerðaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Markaðssók er eina lausnin til að keysa atvinnuleysið.Það þarf engar sérstakar frárfestingar rikissins það er bara bull. Fyrirtækin eiga að sækja á markaði innanlands og utan það er málið.Auðvitað þarf að lækka vexti en það er ekki málið. Markaðssókn er málið. Eg rak fyrirtæki í tæp 30 ár eg veit þetta.

www.arnibjorn.com

Árni Björn Guðjónsson, 12.1.2011 kl. 15:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Meira að segja Kúba er hætt að treysta á ríkið.

Hér er látið eins og ríkið, og ríkisfyrirtæki bjargi öllu, og þá með virkjunum og áli.

Og gangi það eftir, þá er út um þessa þjóð.

Því efnahagslíf þrífst eingöngu á framtaki einstaklinga, og hlutverk ríkisvalds er að skapa því framtaki umgjörð.

Ríkið skapar ekki atvinnu, en það getur skattlagt heilbrigt atvinnulíf, og útdeilt þeim tekjum í almannaþjónustu, en fyrsta skrefið er heilbrigt atvinnulíf, ekki öfugt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 2046
  • Frá upphafi: 1412745

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1799
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband