12.1.2011 | 13:54
ESB fábjánafrétt Morgunblaðsins.
Ákaflega þurfa fréttamenn vera heimskir, þegar þeir trúa augljósum lygum stjórnmálamanna.
Lærðu þeir ekki sína lexíu þegar þeir trúðu að örríkið Íslandi baktryggði okkar alþjóðlega bankakerfi. Eitthvað sem raunveruleikinn afsannaði og kjölfarið náði örríkið inn á topp tíu listann yfir stærstu gjaldþrot mannkynssögunnar.
Það dugar ekki að segjast vera fæðingarhálviti til að trúa slíkum lygum aftur.
Núna er frétt, frétt um að einhverjir þingmenn hefðu lesið reglur Evrópusambandsins um aðlögun ríkja sem sækja um aðild.
Þessi aðild byggist á því að ríkin hafi gert það upp við sig að þau vilji inn.
Það er liðin tíð að ríki semji við ESB um aðild, ESB þarf þess ekki lengur.
Lögum þar um bar breytt í kjölfar auðmýkingar ESB þegar Norðmenn felldu draumasamning norsku elítunnar.
Eftir það var lögum breytt þannig að almenningur hefði ekkert lengur um málið að segja, hvort hann vildi vera inna ESB, eða utan.
Samt hafa lygarar komist upp með að fullyrða að við séum ennþá á tuttugustu öldinni. Lygin þrífst vegna doða almennings, og heimsku fjölmiðlamanna, þeir nenna ekki að kynna sér staðreyndir mál, þeir lesa og skrifa það sem spunakokkar stjórnmálflokkanna rétta þeim
Og þeir virðast trúa, þessi vitgrönnu grey, að Íslandi eigi í aðildarviðræðum við ESB, eitthvað sem ESB, eitthvað sem ESB útilokaði eftir norska ósigurinn.
En Morgunblaðið, það gekk í endurnýjun við ráðningu Davíðs, helstu fíflin fóru í kjölfarið.
En ekki öll.
Þessi frétt er dæmi um það.
Það er ekki frétt að engar samningaviðræður séu í gangi.
Það voru aldrei neinar samningaviðræður.
Lög ESB eru skýr um það.
Og þó stjórnmálamenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ljúga, þá er lygi aldrei grundvöllur fréttar.
Svona smá ábending.
Kveðja að austan.
Viðræður við ESB taldar komnar í algjört öngstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ér ekki alveg að ná þér en ertu með eða móti ESB ég er á móti og vill að þessi ferill sé endaður strax.
Valdimar Samúelsson, 12.1.2011 kl. 14:28
Valdimar"Sammála þér.
Eyjólfur G Svavarsson, 12.1.2011 kl. 14:39
Láttu ekki svona Valdimar. Ég var að pistla um bjána, ekki mínar skoðanir. Ég get til dæmis haft ýmsar skoðanir á geimverum. En ef ég les frétt um tilurð þeirra, þar sem vitnað er í mann sem sá götuljós, þá veit ég að blaðamaðurinn er annaðhvort, lygari eða trúgjarnt fífl.
Alveg óháð trú minni eða skoðunum um tilvist geimvera.
Það er ekkert til sem heitir samningaviðræður Íslands við ESB. Það hefur aldrei verið til, og mun ekki vera til. Lög ESB eru skýr um að þjóðir sem sækja um, að þær aðlagi sig að sambandinu. Enda sjá allir, nema hörðustu vitleysingar, að samband sem telur mörg hundruð milljóna manna, að það semur ekki við smáþjóðir um grundvöll sinn.
En í anda mannúðar og visku, þá semur sambandið um aðlögun, hve langan tíma þjóðir nota til að taka upp lög og reglur sambandsins.
Til dæmis má hugsa sér að Ísland fái 5 ára aðlögun að sjávarútvegsstefnu sambandsins.
En þeir sem trúa að ESB muni semja við Ísland um nýja sjávarútvegsstefnu, þeir eru annað hvort ákaflega heimskir, sem reyndar er ekki hægt sökum takmarkana mannsheilans, eða þeir eru að ljúga.
Þeim langar svo mikið inn í ESB, að þeir ljúga til um að þeir séu að semja við ESB um nýja sjávarútvegsstefnu.
Eitthvað sem stækkunarstjóri ESB benti Össur utanríkisráðherra(fífli)á að menn notuðu ekki opinbera blaðamannafundi sambandsins til að ljúga um grunnstaðreyndir.
Það þarf ekki einu sinni vott af skynsemi til að sjá að stefna í einhverjum málaflokki, hvort sem það er í sjávarútvegsmálum, eða öðrum, að slíkt er ekki samið um við örþjóð.
Opinber stefna ESB er málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða, margrædd og um samið milli þjóða sambandsins.
Stefna ESB er ekki samningsatrið við þjóðir sem vilja inn.
Þetta vita allir, líka þeir sem ljúga okkur inn í ESB.
Morgunblaðið setur ofan við að birta orð lygara, að til sé fólk sem láti eins og við séum að semja við ESB, þegar við ræðum um aðlögun við sambandið.
Ég hélt að Mogginn hefði ekki fábjána í vinnu.
Og þessi skoðun mín á grundvallarvinnubrögðum fjölmiðla, hefur ekkert með skoðanir mína á ESB að gera.
Ég hef samviskusamlega haldið þeim fyrir mig, og ætla ekki að breyta því í bráð. Enda sé ég ekki að mínar skoðanir hafi nokkuð með skoðanir annarra að gera.
Aðild að ESB er mál sem hver og einn gerir upp við sig og sína sýn á framtíð landsins. Líkt og þú hefur gert Valdimar.
Sama gildir um aðra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 14:49
Já skil Ómar það er rétt að það er ekki um neina samninga að ræða það er annaðhvort inn eða ekki. Eitt ef þú ætlar að berjast með þeim sem vilja ekki ESB þá verður þú að gefa upp aðstöðu þína s.s. að setja hana í dálk um Höfund. barátta þín getur hjálpað og ég vona að það séu margir fyrir austan með sömu skoðun. Þú ert allaveganna góður penni.
Valdimar Samúelsson, 12.1.2011 kl. 16:01
Blessaður Valdimar.
Ég er ekki í neinu stríði við ESB, það er örugglega ágætt eins og það er, allavega ekki mitt vandamál.
Skoðanir mínar á hinu og þessu eru mitt einkamál, í kjarna, þá blogga ég aðeins gegn ICEsave og AGS. Sagði það strax í mínum fyrsta pistli, og hef haldið mig við það.
Hvað skoðanir Austfirðingar hafa á hinu og þessu, veit ég ekki heldur, í kringum mig þá ræðir fólk ekki þjóðmál, er til dæmis ennþá hissa á að það sé verið að segja upp fólki, bæði í sveitarfélaginu, og á spítalanum.
Margir hér vildu greiða ICEsave, sáu ekki samhengið milli þeirra 60 milljarða sem Svavar vildi láta þjóð sína greiða, bara á þessu ári, og þess að fá menntun og heilsugæslu. Héldu sjálfsagt að peningarnir sem færu í að greiða ICEsave, væru ræktaðir í Hveragerði, með tómötunum.
En fólk mætti og faðmaði spítala sinn, þess vegna ákvað ríkisstjórnin að eyða þremur árum í að rústa heilbrigðisþjónustunn, í stað þess að gera það strax, og mér vitanlega eru allir sáttir með það.
Og við því er lítið að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 18:32
Það eru engin peningatré hér í Hveragerði, því miður.
Bið innilega að heilsa austur.
Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2011 kl. 19:58
Nei, ég hélt ekki Axel.
En ég ætlaði ekki heldur að greiða 60 milljarða í ár í ICEsave.
Ég er aðeins að spá í á hvaða forsendum fólk ætlaði að gera það. Fannst þetta einna gáfulegasta skýringin, ítrekaði hana í pistli rétt áðan.
En fyrst að þú slóst hana af, þá verð ég að láta mér detta eitthvað annað í hug. En það er svo erfitt að skilja hið óskiljanlega.
Kveðja til ykkar allra, megi mannrækt hið minnsta dafna vel hjá ykkur.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 20:14
Flottir en við göngum aldrei inn í ESB.
Sigurður Haraldsson, 13.1.2011 kl. 01:58
Þú segir það Sigurður.
Sé engan vinna gegn því í augnablikinu, og þjóðin sátt við ICEsave.
Menn virðast vera hætti að nenna þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.