11.1.2011 | 15:20
Meintur glæpamaður viðurkennir rangfærslur sínar.
Friðrik Már Baldursson er eitt af stórum nöfnum Hrunverja.
Þekkt er þegar hann þáði háar greiðslur fyrir að ljúga að þjóð sinni í ársbyrjun 2008, að það væri alltílagi með íslenska bankakerfið, og íslensku útrásina.
Fullyrða má, að á þeim tímapunkti, hafi hann verið stærsti glæpamaður sem íslensk saga hafði þá þekkt.
Það er ekki hægt að leggjast lægra en að nota faglegan trúverðugleika sinn til að ljúga að þjóð sinni, fyrir greiðslu.
Það er þá, var ekki hægt að leggjast lægra
En í anda sannra hellakönnuða, þá taldi Friðrik ekki botninum vera náð, hann náði að leggjast lægra.
Hann sveik þjóð sína í hendur ómenna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fyrir greiðslu að sjálfsögðu.
Hann er einn af þeim fræðimönnum, ásamt Gylfasyni og fleirum auðleppum, sem laug því að þjóð sinni, að nú væri allt í kalda koli, og eina ráðið til að hita kolin, væri að landsmenn seldu sig í aldarþrældóm ICEsave og braskaraaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.,
Mér er ennþá minnistætt, þegar hann með bólgin rassvasa, mætti glottandi í sjónvarpsviðtal og sagði að hávaxta stefna sjóðsins væri gjaldið sem þjóðin þyrfti að borga fyrir að hefta útstreymi gjaldeyris. Aðeins á árinu 2009 kostaði sá glæpur þjóðina hærri upphæðir en bankahrunið sem slíkt kostaði hana. Það er ef aðeins er tekið tillit til beinna óþarfa vaxtagjalda, en töpuð tækifæri í vexti og viðgangi ekki talin með.
En veskið í rassvasa Friðriks, tapaði engu.
En, samt, þrátt fyrir allt var Friðrik aðeins vinnumaður, Hrunstjórnmálmenn Samfylkingar og íhalds, geta ekki fríað sig ábyrgð á vinnu hans.
En mér er það til efs að einhver hafi borgað honum pening fyrir að ljúga neyð uppá þjóð sína ef hún gæfist ekki upp fyrir efnahagshryðjuverkum breta.
Sú lygi, er skráð, í blaðagreinum, eða geymd á spólum Ruv.
Við skulum athuga, að fyrsta krafa breta hljóðaði upp á tæpan milljarð með vöxtum, og háskólaprófessorinn Friðrik Már Baldursson, mætti og mætti, og skrifaði og skrifaði, í fjölmiðla landsins, og hvað það efnahagslega nauðsyn að þjóðin borgaði bretum fjárkúgun þeirra.
Hann má samt eiga það, að hann laug því aldrei til að þetta væri alþjóðleg skuldbinding Íslands, samkvæmt EES samningnum, líkt og lungað af háskólamönnum landsins gerði á þeim tímapunkti.
Hvort sem það var að enginn vildi borga honum fyrir lygina, eða að maðurinn hafði í innstu sálarkytrum samvisku, það má guð vita. Hann laug allavega ekki fyrir Samfylkinguna um hina meintu greiðsluskyldu.
Það er hægt að kalla þessa afstöðu hans málsbætur þegar sá dagur rennur upp að þjóðin lætur hann horfast í augu við glæpi sína og lygar.
Við skulum athuga, að hefði fyrsta ICEsave krafa breta verið samþykkt, þá væri Landsspítalinn rústir einar, en önnur spítalaþjónusta væri fyrir bý. Ríkið hefði ekki heldur efni á nútímamenntun, það hefði ekki efni á nútíma velferðarkerfi, yfir 70% af tekjum þess færi í vexti og afborganir af lánum.
Aðeins þeir sem hafa sérstakt áhugamál, og fá til þess aðstöðu, að setja þjóð sína í útrýmingarbúðir, þeir geta framið stærri glæp en þessi prófessor við Háskóla Íslands hefur framið gagnvart þjóð sinni.
Það er engin afsökun að það versta gekk ekki eftir, það var ekki glæpamönnunum að þakka, það var þjóðinni að þakka.
Í Japan var skeggjaður siðblindingi hengdur nýlega, ekki fyrir fjöldamorð, heldur fyrir að hafa skipulagt þau, en aðeins klaufaskapur ásamt árvekni löggæslunnar hindraði að þúsunda mannfall yrði.
En samkvæmt hans vilja, þá átti það að verða, hann vildi drepa samborgara sína, og var hengdur fyrir vikið.
Glæpamenn eins og Friðrik Már Baldursson, þeir reyndu af einurð að gera þjóð sína gjaldþrota, og láta erlenda fjárkúgara hirða öll verðmæti úr rústunum. Vissulega ekki bein fjöldamorð, en ef glæpamerk þeirra hefðu tekist, þá hefðu fjöldi samlanda þeirra dáið ótímabærum dauða, vegna uppgjafar, vegna niðurbrots, sem leitar í dóp og áfengisneyslu.
Ótímabær dauði er alltaf fylgifiskur niðurbrots samfélags.
Þetta eru þung orð, en þau eru sönn. Hver einasta setning hér að ofan er rétt. Glæpir eru glæpir, óháð því hvort samfélagið viðurkennir þá eða ekki. Þeir sem voru hengdir í Nurnberg geta vottað það. Og ótal önnur dæmi er hægt að týna til.
Hér á Íslandi eru það virtir menn sem lugu ICEsave skuldinni upp á þjóð sína. Eða lugu til um neyðina sem olli því að lafhræddir stjórnmálamenn sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Afleiðingin, hrun ríkisfjármála og efnahagslífs, er glæpur gagnvart þjóðinni, gagnvart börnum okkar og framtíð.
Og slíkt á aldrei að líðast, og þögnin, að orða ekki það sem ég taldi til hér að ofan, er meðsekt.
Allt ærlegt fólk, það segir frá, það lætur ekki glæpamennina spóka sig um á almannafæri, reynandi að koma frekar skuldaklafa á þjóð sína.
En það var reyndar ekki tilefni þessa pistils.
Tilefnið var viðurkenning Friðriks Baldurssonar, á að hann hefði haft svo innilega rangt fyrir sér.
Það var engin neyð sem krafðist skuldaþrældóms almennings og almannasjóða.
Þetta var allt ein stór lygi.
Kveðja að austan.
![]() |
Ekki sami þrýstingur á lausn Icesave og áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 413
- Sl. sólarhring: 861
- Sl. viku: 5229
- Frá upphafi: 1438196
Annað
- Innlit í dag: 360
- Innlit sl. viku: 4287
- Gestir í dag: 341
- IP-tölur í dag: 339
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eyjólfur G Svavarsson, 11.1.2011 kl. 17:10
Sæll Ómar ! las þetta fyrr í dag og beið eftir að þú kæmir fram með "vöndinn"
þú bregst ekki.
Svo laumast þessir inn hjá ruv: http://www.ruv.is/frett/nyr-icesave-samningur-betri þora ekki á moggann eða hvað ?
En góða fréttin er hér : http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/01/11/ovidunandi_ad_skattgreidendur_bjargi_bonkum/ hvort sá ágæti Bob hefur lesið bloggin þín Ómar skal ósagt, en fleiri og fleiri "sjá ljósið" sem betur fer.
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 11.1.2011 kl. 18:36
Blessaður Eyjólfur.
Ekki lýg ég, það eitt er víst. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig hælbítahjörðin yrði ef hún stæði mig af því, þegar staðreyndir mála eru settar fram á þann máta að tæpitunga kemur þar hvergi nærri.
Og af hverju gengur maðurinn laus, það er góð spurning.
Hvenær var Pétain marskálkur handtekinn????
Á tímabili naut hann óskoraðs stuðnings elítunnar, en De Gaulle var fyrirlitið úrhrak sem faldi sig í bakherbergjum í London. Samt var þjóð hans hersetin.
Á meðan þjóðin sættir sig við þjófnað auðmanna og svik elítunnar, þá ganga glæpamenn lausir, og þeir stærstu heita ekki Sigurður og Sigurjón, það eitt er víst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.1.2011 kl. 19:01
Blessaður Kristján.
Já já, maður sleppir ekki svona tækifæri, Friðriks hlutur var geymdur en ekki gleymdur frá dimmum vikum des 2008.
En ég skal játa, ég hélt að þessi pistill slyppi ekki í gegn, og jafnvel að blogginu yrði lokað.
Það að ég skuli ennþá skrifa þessar línur, það sýnir hvað allt er súrt hér á Fróni í dag. Lognmolla en ofboðsleg gerjun undir niðri.
Ég hafði ekki lesið þetta hjá Ruv, ekki fyrr en þú bentir mér á þetta. En þessi frétt segir allt um þá baráttu sem er framundan. Þegar Lárus gekk í lið með andstæðingunum, þá var út um Stefán og íhaldið, aðeins Davíð heldur sjó.
Og við náttúrulega, ásamt örfáum öðrum.
Þess vegna er tónninn svona hvass Kristján, tapist ICEsave, þá mun borgarstyrjöld skella á.
Það eru fleiri en ég sem munu ekki kyngja þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.1.2011 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.