10.1.2011 | 12:33
Voru bretar að innheimta greiðann vegna Íraksstríðsins???
Og gera íslenskum stjórnvöldum kleyft að svíkja þjóð sína í ICEsave.
Með því að skapa svona storm í fingurbjörg.
Burtséð frá því að þarft er að upplýsa heimsbyggðina um það sem gerist þar sem sjálfstæði fjölmiðla er löngu fyrir bí vegna auðmannaeignar, þá er ljóst að póstar Birgittu Jónsdóttir koma Wikileka ekkert við, skýra ekki neitt, skipta bandarísk stjórnvöld engu máli.
En þessi beiðni er afar kærkomin fyrir heljarmenni ríkisstjórnarinnar sem ætla að reka af sér slyðruorð skjaldborgarinnar.
Jafnvel að kalla sendiherra á fund.
Og treysta á vitgranna fjölmiðlamenn sem sjá ekki í gegnum spunann, og flytja fréttir, eins og um frétt sé að ræða.
Á meðan eru þjóðþrifamál ekki rædd, fyrirhuguð söguleg svik Alþingis að selja þjóð sína í þrælkun hjá breska ríkiskassanum, svikin við heimilin, lygin um efnahagsbatann.
Það verður ekki einu sinni tekinn mynd af geispanum sem mun hrjá bandaríska sendiherrann sem þarf að hlusta á þanið í Össuri. Reyndar nema að Össur nenni ekki skrípaleiknum og segi sendiherranum gamansögur, þá verður deginum kannski bjargað hjá báðum.
Þanið kæmi síðan í Ruv í kvöld.
Og veruleikafirrtir vinstrimenn mun finna enn eina ástæðuna fyrir að styðja auðmenn og auðríkisstjórnina í aðför þeirra að íslenskum almenningi.
Þeir munu jafnvel hætta að syngja í Karókí???
Hver veit hvaða afleiðingar stormur í fingurbjörg hefur á sálarlíf hrjáðra vinstrimanna, berstrípaða á svikaakri fallinna hugsjóna.
En að bandaríkjamenn skuli láta hafa sig út í að skapa umgjörðina, það er skrýtið.
Jafnvel það skrýtið að ekki er víst að það rúmist innan kýrhaussins.
Kveðja að austan.
Sendiherra kallaður á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
BNA menn eru ekki að gera neitt rqangt með rannsókn á Birgittu. Þeir eru í fullum rétti. birgitta er okkur til skammar, sem og þeir sem tengjast þessu Wikileaks.
Baldur (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 12:53
Baldur mundi sem sagt finnast Pútín vera með sama rétt á þessum upplýsingum vegna dóms í einhverju afdalahéraði í Rússlandi..
Óskar Þorkelsson, 10.1.2011 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.