Þegar ekkert er byggt, ekkert er framkvæmt.

Þá er afgangur af vöruskiptum.

Þegar við bætist að Hrunstjórnmálamenn neita almenningi um leiðréttingu á lánum sínum vegna þess forsendubrests sem aðför auðmanna að efnahagslífi þjóðarinnar olli, þá er ljóst að sá hluti almennings, sem ætti að halda uppi almennri neyslu, að hann er úr leik.

Allt ráðstöfunarfé rúmlega helmings þjóðarinnar fer í í vexti og afborganir, ekki í neyslu eins og eðlilegt er, neysla er jú drifkraftur nútímahagkerfa, og á meðan er afgangur á viðskiptum við útlönd.

 

Samt nær þessi metafgangur ekki þeim 162 milljörðum sem voru forsenda ICEsave svika ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. 

Það vantar ennþá 42 milljarða upp á. 

Vissulega er ennþá eitthvað um opinberar framkvæmdir, sem verða reyndar aflagðar á næstu árum vegna mikilla skulda opinbera geirans, og því er vissulega von að koma vöruskiptajöfnuðinum upp í 160 milljarða. 

 

En hvernig þjóðfélag er það þar sem ekkert er flutt inn???

Ekkert fjárfest, ekkert byggt.

Aðeins unnið og þrælað.

 

Kallast það ekki þrælaþjóðfélag????

Kveðja að austan.

 


mbl.is Áfram afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru ekki auðmenn sem settu þjóðfélagið á hausinn, það voru glæpamenn. Glæpamennirnir urðu síðan að auðmönnum og leika sig núna sem fátæklinga sem segjast ekki eiga neitt en geta samt keypt allt sem þá langar í.

Sammála þér að öðru leiti ;-)

Björn (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 631
  • Sl. viku: 5618
  • Frá upphafi: 1399557

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 4791
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband